Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 26
 15. DESEMBER 2008 MÁNUDAGUR4 ● hvati Ávarp Jóhönnu Sigurðardótt- ur, félags- og tryggingamála- ráðherra: Kjörorðið íþróttir fyrir alla í raun- verulegri merkingu á sér ekki ýkja langa sögu þegar litið er til þess hvenær farið var að vinna að skipulögðu íþróttastarfi fatl- aðra hér á landi. Segja má að það hafi fyrst hafist árið 1972. Fyrstu íþróttafélög fatlaðra voru stofn- uð hér á landi árið 1974 en á næstu árum bættust mörg ný félög í hóp- inn. Árið 1979 var Íþróttasamband fatlaðra stofnað sem er eitt margra sérsambanda innan Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands. Aðildar- félög Íþróttasambands fatlaðra eru nú 22 og starfa víðs vegar um landið sem sýnir að gróskan í íþróttastarfi fatlaðra er mikil. Hæfileg hreyfing og þar með íþróttaiðkun er öllum holl þannig að kjörorðið íþróttir fyrir alla á svo sannarlega rétt á sér, enda stuðla íþróttir ekki aðeins að aukn- um líkamlegum styrk, heldur efla þær líka andlegan styrk, sjálfs- traust og félagsþroska. Ég held raunar að íþróttaiðkun sé jafnvel mikilvægari fötluðum en ófötluð- um því þær hafa reynst kjörin leið fyrir fólk með fötlun að finna og uppgötva ýmsa styrkleika sína. Þá eru íþróttir fyrir fatlaða oft mik- ilvægt framhald endurhæfingar hjá þeim sem fatlast hafa í kjölfar slysa eða annarra áfalla. Íþróttir eru stórkostlegar þegar litið er til þess að allir sem taka þátt og leggja að sér uppskera ár- angur erfiðisins. Það sannaðist svo ekki verður um villst hjá þeim efnilegu íþróttamönnum sem tóku þátt í hinum stórkostlegu Ólympíu- leikum fatlaðra í Peking í Kína nú í sumar. Það var mér mikill heiður og mikil upplifun að vera viðstödd leikana og sjá með eigin augum hvers íþróttafólkið okkar var megnugt. Það var út af fyrir sig afrek að öðlast þátttökurétt á leik- unum, því hart er barist um þessi sæti og þau eru fá í samanburði við allan þann fjölda góðra íþrótta- manna sem um þau keppa. Árang- urinn á leikunum var jafnframt góður og það var stórkostlegt að fylgjast með íslensku keppendun- um uppskera árangur þrotlausra æfinga og margra ára undirbún- ings − að sigrast á hindrunum, bæta sig frá ári til árs, að sigrast á sjálfum sér og ná persónuleg- um árangri. Allt þetta geta íþróttir gefið íþróttafólki þegar það hefur kraft og kjark til að taka þátt, setja sér markmið og vinna að þeim. Það gildir um allt íþróttafólk að til að ná góðum árangri skipt- ir miklu að hafa sterkan stuðning á bak við sig. Fatlaðir eiga sinn sterka bakhjarl í Íþróttasambandi fatlaðra, ásamt íþróttafélögum, þjálfurum, aðstandendum og fjöl- mörgum öðrum sem hafa veitt stuðning sinn og uppskorið að launum að sjá íþróttahreyfingu fatlaðra eflast og vaxa. Það er von mín og trú að áframhaldandi vöxt- ur verði í íþróttastarfi fatlaðra þannig að allir fatlaðir, sem löng- un hafa, geti tekið þátt og notið alls þess góða sem íþróttir hafa upp á að bjóða. Íþróttir fyrir alla - ert þú með? Special Olympics Internation- al (SOI) eru samtök stofnuð árið 1968 af Kennedy-fjölskyldunni. Markmið þeirra er að bjóða upp á íþróttatilboð fyrir þroskaheft fólk og aðra þá sem eiga við námserf- iðleika að stríða. Helstu verkefni á vegum sam- takanna eru íþróttaviðburðir fyrir þroskahefta auk þess sem síaukin áhersla er lögð á samstarfsverk- efni á sviði heilsuræktar, heil- brigðis- og menntamála. Alþjóða- skrifstofa samtakanna er í Was- hington en árið 1997 var sett á fót skrifstofa í Brussel sem starfar að málefnum Special Olympics í Evrópu. Aðildarlönd SOI í Evrópu eru 58 en alls eru aðildarlönd 200. Skráðir iðkendur hjá SOI eru 2,25 milljónir manna. Samtökin reka skrifstofur í Afríku, Asíu, Evrópu, Suður-Ameriku, Miðausturlöndum og Norður-Ameríku. Íþróttasamband fatlaðra gerð- ist aðili að Special Olympics-sam- tökunum árið 1989. ÍF fékk und- anþágu til að innleiða starfsemi Special Olympics í starfsemi Íþróttasambands fatlaðra en gerð er krafa um sjálfstæða skrifstofu, fjárhag og starfsemi í hverju að- ildarlandi. Gildistími samnings er eitt ár og árlega þarf að skila til SOI ítarlegri skýrslu um starf- semina. Standi ÍF ekki við sínar skuldbindingar áskilja samtök- in sér rétt til að færa starfsemina frá ÍF. Með aðild Íslands að Special Ol- ympics-samtökunum hafa opnast ný tækifæri fyrir hinn almenna iðkanda og fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í glæsilegum leik- um samtakanna. Á leikum Speci- al Olympics eiga allir jafna mögu- leika á verðlaunum og keppnis- form er gjörólíkt því sem gerist á Ólympíumótum fatlaðra (Para- lympics). Þar keppa aðeins þeir allra bestu eins og á hefðbundnum Ólympíuleikum. Special Olympics og ÍF Íþróttasamband fatlaðra sem er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi sendir einn keppanda á al- þjóðavetrarleika Special Olymp- ics 2009 en leikarnir eru haldnir fjórða hvert ár. Katrín Tryggvadóttir, sem æft hefur með með listhlaupadeild Skautafélagsins Bjarnarins, hefur verið valin til keppni í listhlaupi á skautum á leikunum sem fara fram 7.–13. febrúar næstkomandi. Þjálfari Katrínar hefur verið Helga Olsen sem þjálfaði íslenska keppendur fyrir alþjóðaleikana í Japan 2005. 2.500 keppendur frá 113 lönd- um taka þátt í leikunum; 6.000 sjálfboðaliðar aðstoða við fram- kvæmd og 800 starfsmenn hafa umsjón með keppnisgreinum. Þúsundir aðstandenda, áhorfenda og fjölmiðlafólks víða að úr heim- inum verða á leikunum. Íslenskur keppandi á alþjóðavetrarleikana Katrín Tryggvadóttir er á leið til Idaho i Bandaríkjunum. MYND/ÚR ÍF Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, var heiðursgestur ÍF á Ólympíumótinu 2008. Hér er hún ásamt for- manni ÍF og íslensku keppendunum í Peking. MYND/ÚR SAFNI ÍF Sundfólkið Eyþór Þrastarson og Sonja Sigurðardóttir úr ÍFR voru fyrr í desembermánuði útnefnd Íþróttamaður og Íþróttakona ÍF fyrir árið 2008. Við sama tilefni fékk Harpa Björnsdóttir afhent- an Guðrúnarbikarinn fyrir gott starf í þágu fatlaðra íþróttamanna en Harpa er formaður Ívars á Ísa- firði. Bæði Eyþór og Sonja kepptu á Ólympíumóti fatlaðra í Pek- ing og stóðu sig þar með miklum myndarbrag. Sonja synti á sínum besta tíma í tæp tvö ár og Eyþór stórbætti sig í 100 metra baksundi og 400 metra skriðsundi. Þá voru þau einnig dugleg á öðrum vett- vangi og víða um heim unnu þau til fjölda verðlauna sem og hér inn- anlands. Bæði stefna þau Eyþór og Sonja á þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í London árið 2012. Sonja og Eyþór voru valin íþróttafólk ársins Frá vinstri: Handhafi Guðrúnarbikarsins Harpa Björnsdóttir ásamt íþróttafólki ársins þeim Eyþóri og Sonju.. MYND/ÚR SAFNI ÍF Frá vinabæjarheimsókn íslenska hópsins á Alþjóðaleikum Special Olympics í Shang- haí 2007. MYND/ÚR SAFNI ÍF Lokahátíð Alþjóðaleika Special Olympics 2007. MYND/ÚR SAFNI ÍF Ú t g e f a n d i : Í þ r ó t t a s a m b a n d f a t l a ð r a l H e i m i l i s f a n g : Í þ r ó t t a - m i ð s t ö ð i n n i L a u g a r d a l 1 0 4 , R e y k j a v í k V e f s í ð a : w w w . i f s p o r t . i s Sími: 514 4080 l Ritstjóri: Sveinn Áki Lúðvíksson l Ábyrgðarmaður: Sveinn Áki Lúðvíksson For- síða: Íþróttasamband fatlaðra l Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson Sími: 512 5471.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.