Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 42
26 15. desember 2008 MÁNUDAGUR Skeifan, Smáralind, Kringlan, Hafnarfjörður, Selfoss, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður Aðeins 2.740kr. áður 5.480 kr. Aðeins 1.495kr. áður 2.990 kr. Aðeins 1.745kr. áður 3.490 kr. Aðeins 2.240kr. áður 4.480 kr. Aðeins 2.495kr. áður 4.990 kr. Aðeins 1.995kr. áður 3.990 kr. sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% sparaðu 50% Tilboðin gilda frá 11.12.08 til 16.12.08. Til þess að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar nýti sér tilboðin til innkaupa fyrir eigin verslanir má hver og einn viðskiptavinur aðeins versla þrjár bækur af einstaka titli. Saga Bald urs Brján sson ar Töfr aman ns FÓTBOLTI Brasilíska knattspyrnu- liðið Santos hefur ekki tapað leik síðan Þórunn Helga Jónsdóttir kom til liðs við félagið í síðasta mánuði. Þórunn Helga hefur unnið sér fast sæti í brasilíska liðinu sem er komið alla leið í úrslitaleiki brasilíska bikarsins. Fyrri leikur- inn fór fram í nótt en sá seinni er aðfaranótt fimmtudags. Það gæti þó farið að Þórunn missti af sjálfum úrslitaleiknum. „Þjálfarinn talaði líka við mig um að fresta heimförinni til þess að ná örugglega úrslitaleiknum, sem verður 17. desember, daginn sem ég legg af stað heim. Ég hringdi í Continental Airways og spurði hvað það mundi kosta að breyta miðanum mínum um einn dag til 18. desember og svarið var 1.700 dollarar. Hvorki ég né Santos höfum efni á því,“ segir Þórunn. Leikurinn var upphaflega settur á kl. 4 eftir hádegi og vélin hennar fer kl 11. Það gaf henni smávon um að ná fluginu en nú er sjón- varpið hins vegar búið að fá leikn- um frestað til sjö. „Ég er búin að gera allt sem ég get látið mér detta í hug til að fresta heimförinni þannig að ég komist samt heim fyrir jól, en ekk- ert hefur gengið. Icelandair er búið að bjóðast til að gera allt sem hægt er varðandi miðann heim og þeir fundu meira að segja fyrir mig annað ódýrara flug frá Brasil- íu, en það var fullt, og auðvitað kostar það peninga líka. En ég vil þakka þeim fyrir að reyna,“ segir Þórunn en Santos-menn eru ekki alveg búnir að gefast upp. „Framkvæmdastjórinn sagði við mig rétt áðan að hann muni hafa leigubíl tilbúinn fyrir mig fyrir utan leikvanginn til að keyra mig út á völl strax eftir leik. Það tæki einn og hálfan tíma, svo að ef ég legði af upp úr níu yrði ég komin út á völl hálftíma fyrir brottför, nánast á takkaskónum. Ég veit ekki alveg hvernig mér líst á það, en ég veit að ég er til í að gera eiginlega hvað sem er til að ná úrslitaleiknum, jafnvel missa af jólunum heima ef ekkert annað gengur. Það væri súrt að komast alla þessa leið og missa svo af úrslitaleiknum,“ segir Þórunn. Þórunn er ánægð með sig og liðið þennan tíma hennar með Santos. „Ég held að mér hafi geng- ið þokkalega og alla vega nógu vel til að hafa ekki verið sett út úr lið- inu. Ég er alltaf að læra, þannig að það er stígandi í þessu,“ segir Þór- unn sem er komin í nýja stöðu. „Ég hef mest verið að spila í stöðu „volante“ sem er afturliggj- andi miðjumaður. Nú er hins vegar leikmaðurinn sem venjulega spil- ar þessa stöðu kominn aftur frá Chile, þannig að í síðasta leik spil- aði ég sem hreinn varnarmaður,“ segir Þórunn Helga sem hefur haldið sæti sínu í liðinu þótt það hafi endurheimt þá landsliðsmenn sem hún átti að leysa af hólmi á meðan HM undir 21 ára fór fram. „Það kemur svolítið á óvart því að upphaflega var ætlunin að ég fyllti bara í skarðið meðan sex leikmenn liðsins væru á heims- meistaramóti u-21 í Chile. Allir gerðu ráð fyrir að brasilíska lands- liðið kæmist í úrslit, þannig að þegar þær duttu út fyrr og komu heim mátti gera ráð fyrir að þær færu aftur í sínar stöður í liðinu. Þær eru flestar byrjunarliðsmenn hjá Santos,“ segir Þórunn. Það er ekki nóg með að Santos- menn vilji gera allt til þess að Þór- unn nái að spila seinni úrslitaleik- inn heldur gæti einnig verið að hún kæmi aftur eftir áramót. „Þjálfarinn ræddi við mig óformlega um möguleika á að koma aftur eftir áramót og ég gæti alveg hugsað mér það. Þetta er frábær félagsskapur og fótboltinn góður, æfingarnar góðar og raun- ar ekki undan neinu að kvarta. Hins vegar eru mörg verkefni fram undan hjá íslenska landslið- inu og því mundi ég gjarnan vilja spila aðeins nær Íslandi til að eiga möguleika á að taka þátt í þeim,“ segir Þórunn. ooj@frettabladid.is Fer hún á takkaskóm út á flugvöll? Knattspyrnukonan Þórunn Helga Jónsdóttir er komin í úrslit brasilíska bikarsins með Santos og leitar nú allra ráða til þess að spila úrslitaleikinn á miðvikudag. Hún gæti spilað áfram í Brasilíu eftir áramót. Í VÖRNINNI Þórunn Helga Jónsdóttir er komin í vörnina hjá Santos. MYND/PEDRO ERNESTO GUERRA AZEVEDO Í BÚNINGI SANTOS Þórunn Helga Jónsdóttir hefur staðið sig vel með Santos. MYND/PEDRO ERNESTO GUERRA AZEVEDO KÖRFUBOLTI Það er óhætt að segja að KR-ingarnir Jason Dourisseau og Jón Arnór Stefánsson hafi spilað fyrir áhorfendur í Stjörnu- leik KKÍ á Ásvöllum á laugardag. Saman tróðu þeir félagar boltanum ellefu sinnum í körfuna, Jason sjö sinnum og Jón Arnór fjórum sinnum. Síðasta troðsla Jóns Arnórs var afar glæsileg viðstöðulaus troðsla þar sem brotið var á honum og hann fékk víti að auki. - óój Jason og Jón Arnór: Tróðu samtals ellefu sinnum EIN AF ELLEFU Jason Dourisseau var í essinu sínu á Ásvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Framarinn Rúnar Kárason hefur gert tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildar- liðið Füchse Berlin en hann valdi liðið fram yfir dönsku liðin GOG og FCK sem höfðu einnig áhuga á honum. Fyrir hjá þýska liðinu verður Dagur Sigurðsson sem tekur við þjálfun þess í sumar. Rúnar Kárason stimplaði sig inn í íslenska landsliðið í æfinga- leikjunum við Þýskaland á dög- unum og hefur skorað 8 mörk að meðaltali með Fram í vetur. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð að sannfæra svona sterk- an leikmann að koma til okkar. Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkar lið því við höfðum betur í samkeppni við topplið frá Evr- ópu,“ sagði Bob Hanning, fram- kvæmdastjóri Füchse Berlin, á heimasíðu félagsins eftir að til- kynnt hafði verið að Rúnar hefði gert tveggja ára samning. - óój Íslendingum fjögar hjá þýska liðinu Füchse Berlin: Rúnar valdi Berlín ÖFLUGUR Rúnar Kárason fer til Þýska- lands. FRÉTTABLÐAIÐ/ANTON HANDBOLTI Norðmenn tryggðu sér Evrópumeistaratitil kvenna í handbolta með þrettán marka stórsigri á Spáni, 34-21, í úrslita- leiknum í Makedóníu í gær. Spánverjar héldu í þær norsku í fyrri hálfleik og voru þá aðeins einu marki undir, 13-12, en í seinni hálfleik héldu norsku stelpunum engin bönd og þær unnu hann 21- 9. Þetta er stærsti sigurinn í sögu úrslitaleiks Evr- ópukeppni kvenna sem fram fór nú í átt- unda sinn. Rússar unnu bronsið eftir 24-21 sigur á Þýskalandi. Það sýnir kannski yfir- burði norska liðsins á mótinu að fjórir leikmenn liðs- ins Katrine Lunde Har- aldsen (markvörður), Tonje Larsen (vinstri skytta), Kristine Lunde (leikstjórnandi) og Linn-Kristin Riegelhuth (hægri skytta) voru valdar í úrvalslið mótsins. Þetta er þriðja skiptið í röð sem norska liðið verður Evrópumeist- ari og sjötta gullið sem norska kvennalandsliðið vinnur undir stjórn Marit Breivik á HM (1999), EM (1998, 2004, 2006, 2008) og Ólympíuleikum (2008). Noregur vann Rússland í úrslitaleikn- um 2006 og Danmörku í úrslitaleiknum 2004. Þórir Hergeirs- son er aðstoðar- þjálfari norska landsliðsins eins og hann hefur verið frá sumr- inu 2001 og þetta er þriðja EM-gullið sem hann vinnur sem aðstoðarþjálfari Marit Breivik. - óój Úrslitaleikurinn á Evrópumóti kvenna í handbolta: Stórsigur hjá Noregi SIGURSÆL Marit Breivik. NORDIC- PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.