Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 6
6 16. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR VIRKJANIR Stjórn Þeistareykja hefur samþykkt að hefja viðræður við aðra aðila um mögulega nýtingu orku á svæðinu. Tómas Már Sig- urðsson, forstjóri Alcoa, segir að verði það gert verði ekki næg orka fyrir álver á Bakka. Franz Árnason, forstjóri Þeista- reykja, segir að stjórnin hafi ákveð- ið að hefja viðræður við fleiri aðila vegna orkunnar á svæðinu. Fyrir- tækið muni koma beint að þeim viðræðum, en hingað til hefur Landsvirkjun samið fyrir þess hönd. „Engar viðræður hafa verið hafnar. Við samþykktum þetta á mánudag [fyrir viku] og ekki hefur náðst að koma mönnum saman. Það gerist ekkert hér eftir fyrr en upp úr áramótum geri ég ráð fyrir.“ Franz segir tvö fyrirtæki í sólar- kísilframleiðslu hafa lýst yfir áhuga á orkunni og verið í viðræð- um við Landsvirkjun. Þá hafi ýmsir aðilar lýst yfir áhuga á orkunni, en óljóst sé hvort fjármagn sé þar á bak við. Spurður segir Tómas að verði orka seld annað sé grundvöllur fyrir álveri brostinn. „Jú, það er augljóst og allir gera sér grein fyrir því. Ef menn fara að selja orku núna af þessu svæði þá eru mjög litlar líkur á að álverið verði þarna, það er bara staðreynd.“ Franz segir hins vegar að menn viti ekki hve mikil orka er á svæð- inu. Ekkert útiloki að næg orka sé fyrir álver og aðra starfsemi. „Það er ekkert sem segir að það sé ekki mögulegt, en líkurnar hafa þá minnkað.“ Í frétt Fréttablaðsins í gær var sagt að Alcoa hefði ákveðið að fresta framkvæmdum á Bakka í nokkur ár. Tómas segir hins vegar engan tímaramma vera varðandi framkvæmdir. Viljayfirlýsingin hafi ekki verið endurnýjuð 1. nóv- ember vegna slæmra horfa í efna- hagsmálum sem síðan hafi komið á daginn. Hann segir óljóst hvenær aðstæður breytist. „Við viljum sjá heimsmarkað og sérstaklega fjár- magnsmarkaði jafna sig aðeins. Til lengri tíma litið erum við vissir um að menn muni halda áfram að byggja álver á Íslandi. Það er engin spurning. Það er því engan bilbug á okkur að finna og við höfum mikla trú á þessu verk- efni.“ Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ekki þurfi sérstakar rannsókn- arboranir hyggist minni aðilar nýta sér orku á svæðinu. kolbeinn@frettabladid.is Alcoa segir orkuna ekki til skiptanna Alcoa telur að verði samið við aðra um orku af háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum verði ekki næg orka eftir í álver. Þeistareykir hf. hafa samþykkt að hefja viðræð- ur við aðra. Alcoa bíður betra efnahagsástands með frekari framkvæmdir. FRANZ ÁRNASON TÓMAS MÁR SIGURÐSSON ÞEISTAREYKIR Eftir áramót mun Þeistareykir ehf. hefja viðræður við aðra aðila en Alcoa um mögulega nýtingu orku á svæðinu. Forstjóri Alcoa segir grundvöll fyrir álveri þá brostinn. Skálinn sem sést á myndinni er í eigu sveitarfélagsins. Hann er um 150 metrum frá bornum, sem heitir Jötunn. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR IÐNAÐARMÁL Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir Jacynthe Côté, forstjóra Rio Tinto Alcan, ekki hafa tilkynnt sér í símtali að hætt hafi verið við stækkun álversins í Straumsvík, eins og kom fram í for- síðufrétt Fréttablaðsins í gær. Côté kom þeim skilaboðum jafnframt á framfæri í gegnum upplýsingafull- trúa fyrirtækisins á Íslandi að fyr- irætlanir um stækkun standi sam- kvæmt áætlun þótt mögulegt sé að tímasetningar verkþátta breytist. Össur brást við fréttinni í ræðu á Alþingi í gær. „Varðandi það sem háttvirtur þingmaður sagði og vís- aði til fregna í dag eru þær fregnir ekki alls kostar réttar. Til dæmis er þar vísað í samtal sem ég átti við forustukonu Alcan í Kanada, Jac- ynthe Côté, og úr því samtali er haft að hún hafi tilkynnt mér að fyrir- tækið hafi hætt við tiltekin áform. Það er hugsanlegt að enskukunn- átta mín sé svona slök en ég skildi ekki samtalið á þann veg og þessar upplýsingar voru ekki bornar undir mig til staðfestingar þannig að þær hafa með einhverjum öðrum hætti komist á flot.“ Ólafur Teitur Guðnason, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Alcan á Íslandi, fékk þær upplýs- ingar frá Jacynthe Côté í gær að hún hefði ekki tilkynnt ráðherra að hætt hefði verið við stækkun álvers- ins í téðu samtali þeirra. Frétta- flutningur blaðsins sé því rangur; haldið verði áfram með fram- kvæmdir í Straumsvík eins og áætl- un gerir ráð fyrir en tímasetningar einstakra verkþátta geti breyst. - shá Iðnaðarráðherra segir frétt um álverið í Straumsvík ekki rétta: Ekki hætt við stækkun álvers ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Sagði á Alþingi í gær frétt Frétta- blaðsins ekki vera alls kostar rétta. Hefur þú skilning á aðhalds- aðgerðum stjórnvalda? Já 34,5% Nei 65,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú breytingar á skipan ráðherra í ríkisstjórn Íslands? Segðu skoðun þína á vísir.is SJÁVARÚTVEGUR Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um byrjaði að vinna síld til manneldis í fyrradag en það er í fyrsta sinn sem það er gert síðan að sýkingarinnar af völdum Ichthyophonus sníkjudýrsins. Ichthyophonous er ekki hættulegt mönnum en getur valdið slíkum útlitsgalla á síldarflök- unum að það sé ekki seljanlegt til manneldis. Vinnslustöðin lætur nú tína slíka flök úr í vinnuferlinu og setja þau í bræðslu. „Það er erfitt að segja til um það hversu mikið hlutfall þetta er sem við þurfum að tína úr en það er tiltölulega lítið,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar. Hann segir enn fremur að þetta sé gert í samkomulagið við kaupendur og að viðbrögðin frá þeim hingað til séu góð. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands Íslenskra útvegsmanna, sagði þegar sýkingarinnar varð vart að tekjuskerð- ingin við það að bræða síldina sem þá var eftir að kvótanum í stað þess að vinna hana til manneldis væri líklega um 2,5 milljarðar. Aðspurður hvort útgerðarmenn hafi verð of fljótir á sér að ákveða að ekki mætti vinna síldina til manneldis segir hann, „það tel ég ekki. Menn hafa verið að meta þetta, einir hafa komist að þeirri niðurstöðu að það borgaði sig ekki að fara þessa leið og aðrir eru enn að skoða þetta.“ Hann segir að mörgum þáttum að huga, bæði hvað varðar markaði og vinnslu, svo það komi honum ekki á óvart þó allir komist ekki að sömu niðurstöðu. HB Grandi kláraði síldarkvóta sinn í gær en allur aflinn hefur farið í bræðslu frá því að sýkingin kom upp. - jse Vinnsla á síld er hafin á ný í Vestmannaeyjum þrátt fyrir sýkingu: Lítill hluti aflans ótækur í frystingu SÍLDIN KOMIN OG KERIN KLÁR Silfur hafsins rann í kerin í Vinnslustöðinni í gær. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.