Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 22
„Þetta er glæpasaga með örlitlu rómantísku ívafi,“ segir Eyrún Ýr Tryggvadóttir rithöfundur um nýútkomna bók sína, Hvar er syst- ir mín? „Einhver kallaði þetta fjöl- skyldudrama en sagan fjallar um morð og gömul fjölskylduleyndar- mál.“ Spurð hvort sagan eigi sér ein- hverja stoð í raunveruleikanum neitar hún því hlæjandi. „Þetta er allt algerlega upplogið.“ Eyrún er ættuð frá Húsavík og býr þar með fjölskyldu sinni. Hún er forstöðukona bókasafnsins og segist mikill bókaormur, finna megi ameríska og norræna krimma á náttborðinu. En hvað kom til að hún ákvað sjálf að skrifa bók? „Ég hef alltaf verið að skrifa eitthvað smávegis gegnum tíð- ina, ljóð og smásögur, bara fyrir sjálfa mig. Ég skrifaði stutta bók fyrir nokkrum árum sem var gefin út í um þrjátíu eintökum. Svo varð ekkert meira úr því en mig langaði allt- af að vita hvort ég gæti gert alvöru bók.“ Bókina Hvar er systir mín? skrifaði Eyrún meðfram vinnu sinni á bókasafninu og hóf skrif- in árið 2005. Spurð hvort hún eigi sér fyrirmyndir úr röðum glæpa- sagnarithöfunda segist hún ekki eiga sér neina sérstaka. „Þarna er enginn þunglyndur miðaldra karlmaður nema svona rétt til málamynda,“ segir hún hlæjandi. „Ég á auðvelt með að skrifa þegar ég hef frið til þess og er aðeins byrjuð á næstu bók sem er líka glæpasaga. Þar koma persónur úr Hvar er systir mín? við sögu svo þetta mun tengjast.“ heida@frettabladid.is Vildi skrifa alvörubók Eyrún Ýr Tryggvadóttir Húsvíkingur er glænýr rithöfundur á glæpasenu íslenskra bókmennta. Hún sendi nýverið frá sér krimmann Hvar er systir mín?, en bókaútgáfan Salka gefur bókina út. Eyrún Ýr Tryggvadóttir rithöfundur sendi frá sér bókina Hvar er systir mín? nú fyrir jólin. Bókin segir frá Andreu sem fær neyðarkall frá tvíburasystur sinni og flækist inn í undarlega atburðarás þar sem morð og fjölskylduleyndarmál fléttast saman. MYND/BRYNJA DRÖFN TRYGGVADÓTTIR BÓKIN Á NÁTTBORÐINU segir alltaf svolítið um þann sem það á. Þetta á líka við þó að bókin sé engin eða þegar margar bækur um hin ýmsu efni eru í stórum stafla á borðinu. Gott úrval af fóðruðum leðurstígvélum fyrir dömur. Stærðir: 36 - 40 Verð frá 16.750.- til 21.650.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.