Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 16. desember 2008 3 Hugmyndin á bak við það að setja skóinn út í glugga á jólun- um tengist sögunni af heilögum Nikulási. Sá siður að setja skóinn út í glugga á sér ekki langa sögu á Íslandi, heldur má rekja hann aftur til 3. áratugs 19. aldar. Hann á upptök sín í pápísku og tengist erkibisk- upnum Nikulási, sem var uppi á 3. og 4. öld og var tekinn í dýrlinga- tölu eftir dauða sinn vegna krafta- verka sem honum voru eignuð. Vegna helgisagna, sem greina frá því hvernig gjafir Nikulásar björguðu lífi ungmenna, breiddist sá siður út hjá kaþólskum að gefa börnum gjafir á messudegi hans, 6. desember. Seinna fóru börnin sjálf að hengja upp sokka við dyr, glugga eða arininn til að fá gjafir. Sokk- urinn vék svo fyrir skó eða körfu sem notuð var í sama tilgangi. Nikulás varð síðar fyrir- myndin að hinum alþjóðlega jólasveini. Sögur af honum bárust til Ameríku á 17. öld með hollenskum innflytjend- um sem kölluðu hann Sinter Klaas, sem var seinna snúið yfir í Santa Claus. Jólakort sem sýndu Nikulás íklæddan purpuralitri kápu nutu mikilla vinsælda. Seinna var fatnaði hans breytt í rauða og hvítbryddaða búninginn fyrir til- stuðlan auglýsinga Coca Cola. Sjá www.visindavefur.is. - re Skórinn út í glugga Siðurinn að setja skó út í glugga á rætur að rekja til helgisagna um erkibiskupinn Nikulás sem greina frá því hvernig gjafir hans bjarga lífi ungmenna. NORDICPHOTOS/GETTY JÓLASTELLIÐ er ekki seinna vænna að fara að draga fram. Það er erfitt að komast hjá jóla- skapinu þegar borðað er af jólalegum diskum og drukkið úr bollum í stíl. Litfagur þjóðfáninn og stoltir víkingar minna á norræn jól og íslenskar hefðir. Þetta þjóðlega og und- urfagra jólaskart er sérhannað og -saumað fyrir Litlu jólabúðina á Laugavegi. Það er einkar vandað í allri gerð, úr dúnmjúku sléttflaueli, með snúningssnúrum og stirnandi glitefni og hefur fallið vel að smekk lands- manna, sem nú þjappa sér saman sem aldrei fyrr, sem og erlendum ferða- mönnum sem vilja eignast eitthvað virki- lega íslenskt og virðu- legt á jólatréð. - þlg Þjóðlegt á græna grein Magnaða moppuskaftið Dagar skúringafötunnar eru taldir Alltaf tilbúið til notkunar Gólfin þorna á augabragði Fljótlegt og þægilegt Sölustaðir: Húsasmiðjan - Pottar og prik Akureyri - Fjarðarkaup - Byko - Áfangar Keflavík - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Litabúðin Ólafsvík - Skipavík Stykkishólmi - SR byggingavörur Siglufirði - Rafsjá Sauðárkróki - Nesbakki Neskaupsstað - Núpur Ísafirði - Vélaleiga Húsavíkur - Servida - Verkfæralagerinn - Óskaþrif Hólmavík - Ræstivörur ehf Stangarhyl 4 Reykjavík sími 567 4142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.