Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 26
● fréttablaðið ● jólagjöfi n hennar 16. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 Ekki stendur á svörum hjá rithöf- undinum Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur þegar hún er innt eftir draumajólagjöfinni. „Einhverjir vilja kannski fá evrur, en mig langar ekkert í þær. Ég verð kröfuharðari á jólagjaf- ir með aldrinum og nú langar mig mest í nær ófáanlegar stórgjaf- ir eins og heimsfrið. Mig langar líka óumræðilega mikið í heiðar- legt og hófsamt íslenskt samfélag, óspillta viðskipta- og stjórnmála- forystu og endurreist lýðræði. Ég geri mér þó grein fyrir því að það er barnsleg veruleikafirring að búast við slíku,“ segir Kristín. Innt eftir veraldlegum drauma- gjöfum segir hún að sig vanti að- allega skíðasokka og lúffur. „Já, og svo langar mig alltaf í norsk- an sætissleða úr timbri. Ég átti þannig þegar ég var lítil en er löngu búin að týna honum.“ Annars segir Kristín bækur bestu jólagjafirnar. „Það er fátt notalegra en að glugga í góðar bækur yfir hátíðirnar.“ Kristín á sjálf bækur í jólabóka- flóðinu. Fíasól er flottust kom út í haust og Draugaslóð fyrir síð- ustu jól en hún hlaut bæði Vest- norrænu barnabókaverðlaunin og Fjöruverðlaunin. - ve Langar í heimsfrið og norskan sleða Kristín verður kröfuharðari á jólagjafir með aldrinum og langar mest í nær ófáanleg- ar stórgjafir eins og heimsfrið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég væri alveg til í að fá skíði og í raun líka skíðaskó og stafi, bara allan pakkann,“ segir Sól- veig Guðmundsdóttir leikkona spurð hvaða jólagjöf hana langi mest í núna í ár. Sólveig segist hafa verið mikil skíðamanneskja á árum áður, en svo hafi dregið úr því með tímanum. „Kannski af því að ég á ekki skíði. Fengi ég þau í jólagjöf hefði ég enga afsökun til að fara ekki,“ segir hún hlæj- andi og rifjar upp skemmtilega skíðaferð sem hún fór í eftir út- skrift úr menntaskóla. „Þá bjó ég í Saint-Provence í Frakklandi. Þar sem ég var fjarri fjölskyldunni ákvað ég að verja jólunum með bestu vin- konu minni, Malenu Baldurs- dóttur, og fjölskyldu hennar sem var í fríi í Frönsku ölpunum. Við vorum alla daga á skíðum og jólin urðu því íslenskari held- ur en planað var. Ég hef bara einu sinni gert svona og þess vegna er þetta hálfgert ævin- týri í minningunni. Alveg mögn- uð upplifun,“ segir Sólveig, sem hefði ekkert á móti því að endur- upplifa ævintýri af þessu tagi. Hún bætir við að sjálfsagt væri svo hentugt að fá Soda Stream-tæki í jólagjöf, slíkt heimilistæki kæmi að góðum notum í kreppunni. En hver skyldi hafa verið besta jólagjöfin hingað til? „Ætli það hafi ekki verið stækkan- legt borðstofuborð sem ég fékk frá hinni hagsýnu móður minni þegar ég var þrettán ára. Ég varð ferlega fúl þegar ég fékk það og fannst það alveg glatað. Borðið nýtti ég sem skrifborð á unglingsárunum en seinna fór ég að nota það sem borðstofu- borð. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta sú jólagjöf sem hefur nýst mér best í gegnum tíðina.“ - rve Ævintýri í Ölpunum Sólveig Guðmundsdóttir leikkona hefði ekkert á móti því að fá skíði í jólagjöf og skíðaferð í Alpana ef því væri að skipta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Oft verða skartgripir fyrir valinu hjá eiginmönnum og unnustum sem vilja gleðja sín- ar heittelskuðu á hátíð ljóssins. Þótt skart úr eðalefnum verði seint talið til ódýrustu innkaupa þá er óhætt að fullyrða að fátt heldur betur verðgildi sínu. Það er því sí- gild gjöf sem endist og endist. Úr mörgu er að velja á skartgripa- markaðinum enda ófáir hönnuð- ir og smiðir sem verja sínum kröftum í að búa til dýr- indis djásn. Þrír þeirra voru valdir í þennan þátt af algeru handahófi. Guðni Birgir Gíslason er skart- gripahönnuður sem vinnur úr náttúrusteinum, sjávarperlum og silfri. Hann kveðst hafa byrj- að að kenna silfurleirsmíði á nám- skeiði og ákveðið að þróa hand- verkið áfram. Hann flytur sjálf- ur inn steina, silfur og perlur til framleiðslunnar sem hann selur í Blómabúðinni á horninu. Fríða Jónsdóttir er gullsmiður og skartgripahönnuður í Hafnar- firði. Hún setti á markaðinn nýja línu á árinu af íslensku silf- urskarti þar sem formin eru fundin í fjörunni svo sem í bólu- þangi, skollakoppum og hrúður- körlum. Torfi Hjálmarsson gullsmiður er með vinnustofu og verslun á Laugaveginum. Hann er sonur Hjálmars Torfasonar sem er þekkt nafn í bransanum. Greinilegt er að gullsmíðin er í blóðinu því nú er Freyr, sonur Torfa, farinn að læra hjá föður sínum. Þeir feðgar hafa vörur á öllu verði. Sýnishornin hér eru ekki þau ódýrustu enda um gull og dýra eðalsteina að ræða og hver hlutur er sérsmíðaður og einstakur. - gun Gull og dýrindis djásn Fjórtán karata gull er í þessu meni sem hangir í gullkeðju. Steinninn er ástr- alskur ópal af dýrustu gerð. Verðið er 158.000 krónur hjá Torfa gullsmiði. Náttúrusteinn frá Guðna. Verð 16.000 krónur. Blóðsteinar, silfur og hraunsteinar frá Guðna. Kostar 22.000 krónur. Hringarnir sem stúlkan er með frá Fríðu, gullsmið og hönnuði í Hafnarfirði, kosta frá 22.000-27.000 krónur og armböndin frá 26.000 upp í 29.000 krónur. Skollakoppar og ígulker eru fyrirmyndirnar að þessum hringum Fríðu sem kosta frá 22.000 og upp í 24.500 krónur. Hringur eftir Torfa úr gulli og onixsteini. Verðið er 54.000 krónur. Nýr geisladiskur eftir Friðrik Karlsson með fallegum jólalögum, tilvalinn í jólapakkann. Fæst í verslunum Hagkaupa. Dreifi ng Óm snyrtivörur • Tunguvegi 19 • S. 568 0829
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.