Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 48
24 16. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Íþróttafélagið Ægir, íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyj- um, er 20 ára en það var stofnað hinn 12. desember árið 1988 að undirlagi Rannveigar Traustadóttur sem þá starf- aði sem talkennari í Barnaskóla Vestmannaeyja ásamt því að vinna á dag- og skammtímavistun fyrir fatlaða. Unnur Baldursdóttir var fyrsti formaður félagsins, Lóa Skarphéð- insdóttir fyrsti gjaldkerinn og Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir fyrsti þjálfarinn. Þroskaþjálfarinn Kristín Ósk Óskarsdóttir tók við for- mennsku í félaginu árið 2006 en hún hóf störf sem þjálf- ari ári áður. Frá þeim tíma hefur fjöldi þeirra sem æfa með félaginu tvöfaldast og eru liðsfélagar nú fimmtán. „Starf- ið hjá okkur vex og dafnar með hverjum deginum og hrein- lega blómstrar,“ segir Kristín Ósk. Liðsfélagar æfa flest- ir boccia en sumir einnig sund. Í báðum greinum er æft í eldri og yngri flokkum. Þá er boðið upp á fótbolta, frjálsar íþróttir og golf yfir sumartímann. „Í eldri hópnum er kjarni sem hefur æft saman um margra ára skeið og er mjög samstilltur. Við keppum bæði á einstaklings- og sveitamótum og ef allt gengur að óskum förum við með fjögur lið á næsta sveitamót í boccia sem er algert met. Í fyrra rétt náðum við að koma saman þremur liðum,“ segir Kristín sem hefur verið í góðu samstarfi við félagsþjónustuna í Vestmannaeyjum og þannig fengið fleira fólk til liðs við félagið. „Í október var farið á fyrsta einstakl- ingsmót í boccia í lengri tíma og stóðum við uppi með einn Íslandsmeistara og annað sæti auk þess sem einn liðsfélaga komst upp um deild,“ segir Kristín, sem er að vonum stolt af sínu fólki. Í tilefni afmælisins var haldið veglegt sælkerakvöld í Týs- heimilinu við Hástein síðastliðinn föstudag. Þangað komu vinir og velunnarar færandi hendi og styrktu félagið með margvíslegum hætti ásamt því að skemmta sér konunglega. „Það er sannarlega vert að minnast á óeigingjarnt framlag foreldra, velunnara og styrktaraðila félagsins en þeir gera starf okkar mögulegt,“ segir Kristín og minnist um leið á nýafstaðna jólakortasamkeppni á meðal félaga. „Okkar helsta fjáröflunarleið er að selja jólakort frá Íþróttasam- bandi fatlaðra en í tilefni afmælisins ákváðum við að gera okkar eigin.“ vera@frettabladid.is ÆGIR: FAGNAR 20 ÁRA AFMÆLI Blómstrandi starf JANE AUSTEN FÆDDIST ÞENNNAN DAG ÁRIÐ 1775. „Þeim sem ekki kvarta er aldrei vorkennt.“ Jane Austen var enskur rithöfund- ur, þekkt fyrir sögur sínar um mið- og yfirstéttarkonur. Frægasta verk hennar er Hroki og hleypidómar (Pride and Prejudice) sem kom fyrst út árið 1813. VEL HEPPNUÐ AFMÆLISVEISLA Kristín Ósk Óskarsdóttir, formaður Ægis, tók við blómum frá tómstundaráði Vestmannaeyja í nýafstað- inni afmælisveislu. Á veggnum fyrir aftan hana má sjá jólakort eftir liðsfélagana Þórhall Þórarinsson og Katrínu Helenu Magnúsdóttur. MYND/ÓSKAR timamot@frettabladid.is Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Svanur Geirdal fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Akranesi, Fjarðargötu 19, Hafnarfirði, lést föstudaginn 12. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 19. desember kl. 14.00. Una Guðmundsdóttir Linda Björk Svansdóttir Hrafnhildur Svansdóttir Guðmundur Rúnar Skúlason Guðmundur Rafn Svansson Guðrún Adolfsdóttir Arnar Svansson Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Halla Svansdóttir Jóhannes Þór Harðarson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýju við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdaföður og afa, Haralds Ragnarssonar Auðbrekku 32, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk LSH og heimahjúkrun sem sinntu honum í veikindum hans. Perla María Hauksdóttir Harpa Lind Haraldsdóttir Berglind Haraldsdóttir Ragnar Haraldsson Halla Ósk Haraldsdóttir Róbert Örn Albertsson Sigrún Elín Haraldsdóttir Sigrún Einarsdóttir Ragnar Haraldsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, systir, amma og lang- amma, Fríða Valdimarsdóttir Lindargötu 57, Reykjavík, andaðist föstudaginn 12. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 13.00. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sæmundur Jóhannsson Sylvía B. Ólafsdóttir Jón Gestur Ólafsson Sigurbjörg Sigurðardóttir Ólöf Eyrún Gísladóttir Páll Gíslason Fríða Sædís Gísladóttir og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigurbjörg Guðmundsdóttir frá Hurðabaki, Ártúni 17, Selfossi, lést á heimili sínu laugardaginn 13. desember. Útförin auglýst síðar. Guðmundur Kristinn Þórmundsson Katla Kristinsdóttir Þuríður Þórmundsdóttir Bjarnfinnur Ragnar Jónsson Gunnar Þórir Þórmundsson Sólrún Ragnarsdóttir Anna Kolbrún Þórmundsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Garðars Rafns Ásgeirssonar Svarfhóli. Ragnhildur Einarsdóttir Jósef Jóhann Rafnsson Líney Traustadóttir Sólrún Anna Rafnsdóttir Jón Finnsson Ásgeir Rafnsson Rebekka Guðnadóttir Hrafnhildur Jónína Rafnsdóttir Nelson Patricio De Brito barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, Guðmundur Páll Þorvaldsson Furuvöllum 14, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu þann 13. desember. Útför hans auglýst síðar. Helga Aðalbjörg Þórðardóttir Þóra Dröfn Guðmundsdóttir Þórður Rafn Guðmundsson Jakob Darri Markús Blær og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Helga Þorsteinssonar fyrrum skólastjóra og bæjarritara á Dalvík, Skálagerði 4, Akureyri. Þórunn Bergsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þuríður Jónasdóttir frá Flateyri, áður Ásvallagötu 49, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 14. desember. Útförin verður auglýst síðar. Helgi Sv. Sigurðsson María Sigurðardóttir Böðvar Gíslason barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, Sigursteins Heiðars Jónssonar Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. Þökkum starfsfólki Sólvangs fyrir einstaka umhyggju og kærleiksríka umönnun. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól. Ágústína Berg Þorsteinsdóttir Heiðdís Sigursteinsdóttir Vilhjálmur Þórðarson Hafdís Sigursteinsdóttir Jón Tryggvi Kristjánsson Snorri Hallgrímsson afa- og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Ásta Hansdóttir frá Hömrum, Reykholtsdal, lést á nýrnadeild Landspítalans aðfaranótt laugar- dagsins 13. desember. Útför hennar fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 20. desember kl. 14.00. Þorsteinn Pétursson Pétur Þorsteinsson Ágúst Þorsteinsson Anna Þ. Halldórsdóttir Kári Þorsteinsson Guðbjörg Þorsteinsdóttir Jakob Þorsteinsson Íris Árnadóttir Skúli Þorsteinsson Lilja Þrastardóttir Sigrún A. Þorsteinsdóttir Helgi Þór Jóhannsson barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlína Hólmfríður Sigfúsdóttir Villingadal, Eyjafjarðarsveit, sem lést fimmtudaginn 4. desember, verður jarðsungin frá Hólakirkju Eyjafjarðarsveit laugardaginn 20. desem- ber kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Ingibjörg Jónsdóttir Gunnar Jónsson Rósa Eggertsdóttir Guðrún Jónsdóttir Árni Sigurlaugsson Hjálmar Sigurjón Gunnarsson Ingveldur Sigurðardóttir Eggert Rúnar Gunnarsson Jón Þorlákur Árnason Sigurður Tómas Árnason Gunnar Hólm Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.