Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 52
28 16. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 16. desember ➜ Uppákomur 12.34 Lifandi jóladagatal í Norræna húsinu við Sturlugötu. Í dag verður sextándi glugginn opnaður. Í gær var Ófeigur Sigurðsson ljóðskáld í gluggan- um. Hver skyldi vera þar í dag? Kassa- og ferilspakkagerð hefur verið í miklum blóma á Íslandi síð- ustu misserin, ekki síst vegna mik- ils metnaðar hjá útgáfufyrirtækj- um. Þeir hjá Senu eru duglegir, sem er mikilvægt því fyrirtækið hefur yfir að ráða nærri öllum „bakk-katalók“ íslenskrar popp- sögu. Hvert á eftir öðru fá stærstu böndin og söngvararnir viðeigandi meðferð í glæsilegum og vönduð- um viðhafnarútgáfum. Tímabær lúxusmeðferð Á Algjörum sjúkheitum fær Pétur Kristjánsson löngu tímabæra lúxusmeðferð. Þetta er stútfullur pakki, tveir diskar, nokkuð þykkur bæklingur, fullt af skemmtilegum rokkmyndum og góður texti eftir Steinar Berg. Ef það er eitthvað sem vantar upp á er það ef til vill meiri og dýpri texti, góð úttekt á ferli Péturs, hvað hann hlustaði á, hvaðan hann sótti áhrif og þess háttar. Þessi aðfinnsla er þó algjört smámál því lögin 42 tala sínu máli. Frægustu lögin sem Pétur söng eru hér í bland við minna þekkt lög og heil átta sem ekki hafa heyrst opinberlega fyrr. Lögunum er raðað eftir tímabilum, þó ekki í réttri tímaröð. Frægustu og bestu lögin með P-böndunum, Pelican og Paradís, koma fyrst, en síðan fjög- ur lög eftir Einar Vilberg. Þau lög, sem voru það fyrsta sem Pétur söng inn á plötu, áttu upphaflega að koma út á tveimur smáskífum, en á sínum tíma (árið 1970) komu bara tvö þeirra út. Mikill fengur er að fá loksins að heyra hin tvö. Á seinni disknum má heyra safaríka blöndu laga, meðal annars lög með þungarokksveitunum Svanfríði og Start, lög af Kim Larsen-plötunni og lög úr samstarfinu með Bjart- mari. Frábær pakki! Umvafinn rokki Söngvar um lífið 1966-2008 varð síðasta útgáfan sem Rúnar Júlíus- son setti saman. Þetta er fjarska- lega vel heppnaður ferilspakki og mjög flott heimild um Hr. Rokk. Rúnar og synir hans sáu um lagavalið og 72 lög varða leiðina. Diskarnir þrír eru í tímaröð. Fyrsti diskurinn tekur á gullöld- inni, stakri snilld sem Rúnar flutti með Hljómum og Trúbrot, og alveg fram til ársins 1983. Næsti diskur byrjar 1991, þegar Bubbi hafði rifið Rúnar úr slappleika níunda áratugarins og sett á sinn réttmæta stall. Þriðji diskurinn hefst árið 2000 og býður upp á bestu lög Rúnars fram á síðustu stund. Rúnar var afkastamikill og gerði sólóplötur árlega frá 1995 ásamt því að vinna með öðrum. Þessi pakki hefði auðveldlega getað verið fimmfaldur en feðg- arnir skera lipurlega við trog svo pakkinn er mátulega sneisafullur af frábærum lögum. Þetta er tón- listin sem mun halda merki Rún- ars á lofti langt inn í eilífðina. Mjög vel er í lagt og umbúðir flottar. Jónatan Garðarsson skrif- ar upplýsandi ferilsskrá og sér- stakur fengur er af ljósmyndum Þorfinns Sigurgeirssonar í brak- andi ferskum svart-hvítum tónum. Þær eru teknar í upptökuheimili Rúnars, Geimsteini í Kefla- vík, og sýna manninn sem lifði og dó í eilífu rokki á heimavelli, bókstaflega umvafinn ástríðu sinni. „Það er nú ekki mikið rokk og ról í þessu,“ sagði ég við Rúnar í síðasta skipti sem ég hitti hann og benti á mynd af inni- skóm Rúnars, sem prýða eina blaðsíðuna. „Jú, þetta ER rokk og ról,“ sagði hann þá og glotti. Auðvitað! Ómur tímans Með blik í auga er stærsta og yfirgripsmesta safn af lögum Hauks Morthens sem út hefur komið. Þar er safnað saman á þremur diskum 66 lögum sem Haukur söng. Þarna eru vitanlega öll fræg- ustu lögin hans og ógrynni af öðrum, sem Haukur gerir að sínum með sinni þýðu og kumpánalegu söngrödd. Það er eitthvað við þessa tónlist sem fær mann til að vera stoltur af þjóð- erni sínu og nánast klökkur. Til- finning sem ekki er annars mikið af þessa dagana. Ómur tímans, gleði og sorgir kynslóðarinnar í erfiða litla landinu, náttúran og eilífðin: allt endurspeglast þetta í þessari tónlist – eða þannig er að minnsta kosti mín upplifun af henni. Gullaldartímabil Hauks var 6. og 7. áratugurinn og hér er lang- mest frá þeim tíma. Ferðin endar á nokkrum lögum sem Haukur gerði með meðlimum Mezzoforte árið 1980. Tónvinnslan er til fyrir- myndar. Stundum fundust ekki upprunalegu teipin og þá þótti rétt að finna minnst rispuðu plöturnar og taka lögin af þeim. Sum lögin eru þess vegna aðeins „rispuð“, en það er allt í lagi – eykur bara á for- tíðarupplifunina. Þótt tónlistin sé fullkomlega ómótstæðileg finnst mér að útlit pakkans hefði getað orðið enn betra. Bæklingurinn er óþarflega rýr og aðeins er boðið upp á stutt- an og áður birtan texta um Hauk eftir Trausta Jónsson. Eitthvað er af ljósmyndum, en þær hefðu að ósekju mátt vera miklu fleiri og einnig hefði mátt sýna gömul plötuumslög og kynningarefni frá gullöldinni. En þetta eru líklega smáatriði í hugum annarra en poppfræðinörda, tónlistin talar og segir allt sem segja þarf. Stundum er sagt að plötur séu „skyldueign á hverju tónlistar- heimili“. Sjaldan hefur sú lýsing átt eins vel við og þegar litið er til þessara þriggja vönduðu útgáfna. Þær eru svo sannarlega skyldu- eign á hverju tónlistarheimili! Dr. Gunni ÓMISSANDI GLÆSIKASSAR TÓNLIST Algjör sjúkheit Pétur Kristjánsson ★★★★★ Söngvar um lífið 1966-2008 Rúnar Júlíusson ★★★★★ Með blik í auga Haukur Morthens ★★★★★ ➜ Sýningar Hin árlega jólasýning hefur verið opnuð í Þjóðarbókhlöðunni í Þjóðdeild- inni. Þar er einnig sýning um Harald Níelsson guðfræðiprofessor,háskólarekt- or og áhugamann um sálarrannsóknir. Opið virka daga kl. 8.15-22, lau. 10-17 og sun. 11-17. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Landsbókasafn Íslands við Arngrímsgötu. Í Gerðarsafni hefur verið opnuð sýning á verkum úr safneign. Meðal verka eru nýleg aðföng, vatnslitamyndir og vegg- myndir úr vinnustofu Kjarvals. Opið Hljómsveitin Pjetur og Úlfarn- ir hefur gefið út plötuna Pjetur og Úlfarnir 1978-1982. Hún hefur að geyma lög af tveimur fjögurra laga plötum sem sveitin gaf út á sínum tíma. Þar á meðal er lagið Stjáni saxófónn sem naut mikilla vin- sælda. Hljómsveitin var stofnuð árið 1977 af fjórum nemendum í Menntaskólanum í Hamra- hlíð, þeim Eggerti Pálssyni, Kjartani Ólafssyni, Kristjáni Sigmundarsyni og Pétri Jónas- syni. Nokkru síðar bættist Haraldur Baldursson í hópinn. „Það eru þrjátíu ár síðan fyrri platan kom út. Við vorum að velta því fyrir okkur að það væri gaman að bjarga þessu á varanlegra form,“ segir Pétur. „Hún er alveg ófáanleg sú fyrri og það er líka erfitt að vita hvar hin er niðurkomin.“ Pjetur og Úlfarnir er enn starfandi þrátt fyrir að hún hafi ekki gefið út nýtt efni í háa herrans tíð. Inni á milli æfinga spilar Eggert með Sinfóníu- hljómsveit Íslands, Haraldur er flugstjóri, Kjartan er tón- skáld, Kristján er forstöðumað- ur og Pétur er klassískur gítar- leikari, búsettur á Spáni. „Við erum alltaf að spila annað slag- ið. Ef það er farið mjög vel að okkur þá spilum við stundum og þá finnst okkur alveg rosa- lega gaman,“ segir Pétur. - fb Gefa út Stjána saxófón 11.00 Jólasveinarnir koma við á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu, alla daga fram að jólum. Í gær var það Þvörusleikir sem kom til byggða en í dag er röðin komin að bróður hans Pottaskefli. Aðgangur ókeypis. PJETUR OG ÚLFARNIR Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út átta laga plötu. alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Gerðarsafn, Hamra- borg 4, Kópavogi. ➜ Markaðir Jólamarkaður hefur verið opnaður í gamla Byko-húsinu við Hringbraut þar sem boðið er upp á margs konar varn- ing frá ýmsum verslunum og einstakl- ingum. Markaðurinn er opinn alla daga frá kl. 12-19. ➜ Myndlist Tolli sýnir í Reykjavík Art Gallerý á Skúlagötu 30. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17. Karl Jóhann Jónsson hefur opnað sýn- ingu í sýningasalnum Hurðir, Virtus á Laugavegi 170, 3. hæð. Sýningin er opin alla daga frá 09-17. Guðmundur R. Lúðvíksson hefur sett upp sýningu á teikningum sem birst hafa í Víkurfréttum ásamt áður óbirtu efni. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13 - 17. Gallerí Kötturinn Kósý í Svarta Pakkhúsinu Keflavík. Freyja Dana hefur opnað sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Opið á almennum verslunartíma í miðbænum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is kokka.is Opið mán.- föstud. 10-18 og lau. 10-16 www.kokka.is kokka@kokka.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.