Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 16.12.2008, Blaðsíða 54
30 16. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Nýjasta lag Brynjars Más Valdimarssonar, Runaway, er það vinsælasta í Makedóníu í dag. Lagið fór beint í efsta sætið á vinsældalista útvarpsstöðvar- innar Radio 106, sína fyrstu viku á lista, sem er einstakur árangur. Sló það við lögum með stjörnum á borð við Tinu Turner, Boyzone, Duffy, Beyonce, Pink og Leona Lewis. Radio 6 er vinsælasta útvarps- stöð Makedóníu og birtir í hverri viku lista yfir tuttugu vinsælustu lögin. Runaway er á svokölluðum „Power Play“-lista á stöðinni sem þýðir að það er spilað fjórtán sinnum á dag. Nýr vinsældalisti var birtur í gærkvöldi og leit allt út fyrir að Runaway héldi toppsæti sínu. Á toppnum í Makedóníu Leikkonan Cameron Diaz hefur ekki áhuga á að leika í söngleikn- um Shrek á sviði. Diaz, sem talar fyrir prinsessuna Fionu í teikni- myndunum Shrek, er engu síður hrifinn af söngleiknum, sem var frumsýndur á Broadway fyrir skömmu. „Nei, alls ekki,“ sagði Diaz spurð hvort hún vildi leika í söngleikn- um. „Það sem þeir gera þarna á sviðinu er ómögu- legt fyrir mig að leika eftir. Þeir standa sig ótrúlega vel og hafa lagt virkilega hart að sér.“ Fjórða Shrek-myndin er væntanleg árið 2010 þar sem Diaz, Mike Myers og Eddie Murphy verða áfram í aðalhlutverkunum. Ekki áhugi á söngleik Roger Avary, sem vann Óskars- verðlaunin ásamt Quentin Tarantino fyrir handritið að Pulp Fiction, segist vera saklaus af ákærum um manndráp og að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Avary ók bíl sínum á símastaur í Kaliforníu í janúar síðastliðnum og lést farþeginn, Andreas Zini, sem hafði komið í heimsókn frá Ítalíu. Eiginkona Avary slasaðist einnig í árekstrinum. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að ellefu ára fangelsi. Auk Pulp Fiction hefur Acary skrifað handrit að myndunum Beowulf, Killing Zoe og Rules of Attraction. Höfundur Pulp í vanda BRYNJAR MÁR VALDIMARSSON FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR CAMERON DIAZ Hljómsveitin Bang Gang heldur sína fyrstu tónleika í Reykjavík í um tvö ár á skemmtistaðnum Nasa á fimmtudagskvöld. Bang Gang hefur spilað á yfir þrjátíu tónleikum víðs vegar um Evrópu að undanförnu til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Ghosts From the Past. Meðal annars hitaði sveitin upp fyrir Air á tvennum tónleikum í París. Miðaverð á tónleikana á Nasa er 999 krónur. Í kaupbæti fylgir annaðhvort plata Bang Gang, Something Wrong eða plata Barða, Haxan. Hljómsveitin Our Lives sér um upphitun. Bang Gang með tónleikaNo Line on the Horizon, tólfta hljóðver- splata U2, kemur í búðir 23. febrúar á næsta ári. Tónlistarverslunin HMV greindi frá þessu. Mikil eftirvænting er eftir plötunni, sem fylgir eftir How to Dismantle an Atom- ic Bomb sem kom út fyrir fjórum árum við miklar vinsældir. Harry Crosbie, eigandi O2-tónleikahall- arinnar í London og góðvinur U2, segir plöt- una þá bestu í sögu sveitarinnar. „Ég held að þetta sé það besta sem þeir hafa gert og ég er ekki bara að segja þetta af því að þeir eru vinir mínir,“ sagði hann. „Þetta er virkilega skapandi gripur og mér finnst útkoman minna mig á Bítlana þegar þeir voru upp á sitt besta. Þetta er ótrúlega góð plata.“ Á meðal fleiri platna sem HMV hefur tilkynnt að komi út á næsta ári eru nýjasta plata Depeche Mode sem kemur út 20. apríl og plata Courtney Love, Nobody´s Daughter, sem kemur út 9. febrú- ar. Einnig eru væntanlegar plötur frá Black Eyed Peas, Dr. Dre, Blur og Aerosmith. U2-plata í febrúar U2 Rokkararnir í U2 gefa út sína tólftu hljóðver- splötu eftir rúma tvo mánuði. > ENDURKOMA EKKI LÍKLEG Engin áform eru uppi um að upprunalegir meðlim- ir Guns N´Roses snúi aftur í sveitina. Orðrómur hefur verið uppi um að gítarleikarinn Slash og bassaleikar- inn Duff McKagan hyggi á endurkomu en hann er ekki á rökum reistur. „Það eru engin áform uppi um endurkomu. Viðræður um slíkt hafa ekki heldur verið uppi,“ sagði umboðs- maður sveitarinnar. „Áður en fjölmiðlar birta fréttir af Guns N´Roses í framtíðinni er lágmark að þeir hafi staðreyndirnar á hreinu.“ Hann vildi heldur ekki staðfesta að Axl Rose og félagar færu í tónleika- ferð á næsta ári til að fylgja plöt- unni Chinese Democracy eftir. Fatnaður Isabel Marant er eflaust ofarlega á óskalista margra kvenna, ef marka má viðtök- urnar sem vor- og sumarlína hennar fyrir árið 2009 hlaut í haust. Strákalegir jakkar, lausar buxur og blúndur voru áberandi í línunni, sem sameinar götutísku Parísarborgar við hátískuna. alma@frettabladid.is LÁTLAUST Strákalegur jakki við víðar, uppbrettar buxur verður vinsæl sam- setning á komandi mánuðum. BLÚNDA Svört blúnda var áberandi hjá Isabel Marant á tískuvikunni í París í haust. LÉTT Létt hvít skyrta Isabel kom vel út við svart blúndupils. Fágað og frjáls- legt í sumar SUMARLEGT Hvítir, léttir kjól- ar verða án efa vinsælir næsta vor og sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.