Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 1
2 Orðskýringin Hvað var enska lánið? 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 17. desember 2008 – 49. tölublað – 4. árgangur Úttektin Náin tengsl á Litla Íslandi 4-5 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Í lok árs 2010 er gert ráð fyrir að hér verði hluta- bréfamarkaður að fullu uppbyggður á ný, sam- kvæmt áætlun Kauphallarinnar. Í grein sem Þórður Friðjónsson, forstjóri NAS- DAQ OMX Iceland, ritar í Markaðinn í dag kemur fram að í áætlunum Kauphallarinnar sé ráð fyrir því gert að skuldabréfamarkaðurinn nái sér að fullu á næsta ári og „að hlutabréfamarkaðurinn verði kom- inn í ásættanlegt horf fyrir lok árs 2010“. Með ásættanlegri stærð segir Þórður miðað við að virði skráðra félaga verði um 1.000 milljarðar króna, eða sem svari 60 til 80 prósentum af lands- framleiðslu. „Hlutabréfamarkaður yrði þar með svipaður að stærð og í Danmörku og Noregi þegar tillit er tekið til stærðar hagkerfisins,“ segir hann. Í gær stóð markaðsvirði skráðra félaga á að- allista Kauphallarinnar í rúmum 237 milljörðum króna, eða tæpum fjórðungi af því sem Kauphöllin ætlar að verði að tveimur árum liðnum. Þá má vera að hlutur færeysku félaganna fjögurra sem hér eru skráð (tæpir 63,2 milljarðar króna) sé að nokkru ofmetinn í þessum tölum, en í umreikningi á virði þeirra er notast við skráð gengi danskrar krónu í gær, en hún kostaði í gær rétt tæpa 21 krónu. Til þess að markmið Kauphallarinnar náist segir Þórður margt þurfa að ganga upp við endurreisn efnahagslífsins. Þar skipti mestu viðbrögð í hag- stjórn, gengismálin og að öflugum markaðsbúskap verði hér aftur komið á. „Það eru forsendur nýs hagvaxtarskeiðs,“ segir hann. - óká / sjá síðu 6 Upprisa markaðar á tveimur árum Óvinir grafa axir | Japanar, Kínverjar og Suður-Kóreumenn hafa lagt til hliðar áratuga pirr- ing og gert samkomulag um að berjast saman gegn kreppunni. Löndin þrjú hafa búið við vel- sæld en nú stefnir í sama vanda og mörg önnur iðnríki eiga við að glíma. Örlögin ráðast | Dómstóll í Lúxemborg hefur fyrirskipað að Landsbankinn þar í landi verði tekinn til gjaldþrotaskipta. Jafn- framt hafa tveir skiptastjórar verið skipaðir til að fara með mál þrotabúsins. Þá er reiknað með að örlög Kaupþings þar í landi ráðist í næstu viku. Glitnir í Lúx- emborg var seldur Nordea-bank- anum í síðasta mánuði. Bílarnir í bið | Bandarískir þingmenn hafa enn ekki tekið ákvörðun hvort veita eigi þar- lendum bílarisum neyðarlán til að koma þeim yfir erfiðan hall- ann og forða þeim frá því að keyra í þrot. Haldi sem horfi er reiknað með að lausafé Gener- al Motors og Chrysler gufi upp á næstu vikum. Þyrlur til sölu | Markaður- inn með einkaþotur í Noregi er hruninn en fjöldi manns vill losa sig við þotur sínar þar í landi. Dag ens Næringsliv segir sautján einkaþotur og þyrlur til sölu en enginn kaupandi sé til staðar. Ingimar Karl Helgason skrifar „Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eign- ir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og ein- göngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu,“ segir Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis. Hann ræddi við kröfuhafa í gamla Glitni á dögun- um. Þar var meðal annars rætt um að kröfuhafarn- ir fengju eignarhlut í nýju bönkunum á móti kröf- um sínum. „Þá yrðu þeir eigendur og enda þótt verð- matið yrði ekki rétt í upphafi, þá leiðréttist það síðar í gegnum eignarhlut þeirra,“ segir Árni. Hann bætir því við að ríkisvaldið þurfi að ákveða hvað gert verði. „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna.“ Fram hefur komið að leggja þurfi nýju bönkun- um til 385 milljarða króna í eigið fé. Ekki hefur enn komið fram nákvæmlega hvaðan þeir peningar eiga að koma, en í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins kemur fram að gefa eigi út ríkisskuldabréf sem verði lagt fram fyrir febrúar á næsta ári. Síðan sé áformað að selja eiginfjárframlag ríkisins um leið og jafnvægi kemst á og markaðsskilyrði leyfa. Úr fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að óvíst sé að ríkið þurfi að fara í sérstakar aðgerðir til að láta bönkunum í té nýtt eigið fé. Ríkið eigi „digra sjóði í Seðlabankanum“ eins og heimildarmaður orðar það. Þá sé ekki útilokað að erlendir kröfuhaf- ar eignist hluta í bönkunum og leggi þeim þannig til eigið fé. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans átti ríkið ríflega 163 milljarða króna á viðskiptareikningi í bankanum um síðustu mánaðamót. „Kröfuhafarnir hafa sýnt takamarkaðan áhuga á að koma inn með nýja peninga,“ segir Árni Tómas- son. „Ég geri ráð fyrir að ríkið vilji reyna að tak- marka eins og unnt er þá fjármuni sem það þarf að setja inn í nýju bankana, með hliðsjón af öllum öðrum skuldbindingum ríkissjóðs um þessar mund- ir. Ef núverandi lánardrottnar eða nýir aðilar eru reiðubúnir að setja nýja fjármuni inn í nýju bank- ana, myndi ég ætla að ríkið skoðaði slíka aðkomu mjög vel.“ Líkur á dómsmáli kröfuhafa bankanna Formaður skilanefndar Glitnis telur kröfuhafa gömlu bankanna ekki vilja borga sig inn í þá nýju. Líkur á málshöfðun vegna neyðarlaganna. „Ég mótmælti því að þessi gjald- eyrishöft væru sett. Áhrif- in væru þveröfug við þau sem ætlast væri til,“ segir Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann skrifaði Poul Thomsen, fulltrúa Alþjóða gjaldeyris sjóðs- ins (AGS) gagnvart Íslandi, og Muriolo Portugal, einum fram kvæmdastjóra sjóðsins. Vil- hjálmur segist ekki hafa fengið viðbrögð við bréfi sínu. Samkvæmt nýjum lögum og reglugerð Seðlabankans eru tölu- verð höft á fjármagnsflutning- um og þar með gjaldeyrisvið- skiptum, að viðlögðum refsing- um. Þetta er sagt gert til þess að hindra flæði fjármagns úr landi en um leið geta sett krónuna á flot, eins og það er kallað, án þess að fjármagnsflæði felli gengið verulega. Gengið styrktist umtalsvert eftir að krónan var sett á flot að nýju. Gengisvísitalan fór niður undir 190, úr 250, en hefur síðan hækkað í yfir 200 stig. - ikh Vilhjálmur skrifar AGS Stoðir og Refresco Reynt að selja í fjóra mánuði Heimsmarkaðsverð á áli fór í 1.435 Bandaríkjadali á tonnið í gær og hafði ekki verið lægra síðan í október árið 2003. Þetta er rúmlega fimmtíu prósenta verð- lækkun á hálfu ári. Verðlækkun á áli er ekkert einsdæmi en hrávöruverð, svo sem á gulli og kopar, hefur lækk- að talsvert upp á síðkastið. Norski vefmiðillinn E24 bendir á að ástæðan fyrir verðfallinu sé einkum erfiðleikar hjá bílafram- leiðendum, samdráttur í bíla- og flugvélaframleiðslu og uppsöfn- un álbirgða samhliða minni eftir- spurnar. - jab Álverð í fimm ára lægð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.