Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.12.2008, Blaðsíða 8
7.000 17,8 157milljarðar króna, eða 64 milljarðar dollara, er tap vogunarsjóða heims-ins í nóvember samkvæmt saman-tekt tímaritsins Eurekahedge. prósent verður verðbólguvísitalan í desem- ber gangi eftir ný spá Greiningar Glitnis. Mæling Hagstofunnar verður birt föstudag- inn 18. næstkomandi. milljarða króna tap færist í bækur þýska bankans HSH Nordbank á árinu vegna hruns íslensku bankanna. Þýska blaðið Focus segir tapið verða einn milljarð evra á árinu. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Börnin sem sóttu árlegt jólaball Vífilfells um síðustu helgi fengu óvæntan glaðning í formi sæl- gætis, eins og endranær. Raunar var í ár boðið upp á nýjung. Nú fengu börnin nefnilega lítinn pung með súkkulaðipeningum í gylltum og silfruðum álpappír, súkkulaðipeningum í formi evra. Svo brostu blessuð börnin fal- legu súkkulaðibrúnu evrubrosi þegar þau dönsuðu í kringum Vífilfellstréð með jólasveinun- um, augljóslega hæstánægð með þennan gjaldmiðil. Fyrirtækin í landinu hafa sem kunnugt er kvartað mikið undan krón- unni. Þetta er kannski viðleitni Vífilfells til að venja börnin við það sem koma skal. Börn á evruballi Eðlilega hefur um fátt verið rætt upp á síðkastið en Icesave-skuld- ir Íslendinga gagnvart evrópsk- um sparifjáreigendum. Margir hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að koma málinu í þann far- veg að málið verði leyst, ef ekki nú þá seinna. En Icesave-skuldin er ekkert einsdæmi. Líkt og Jón Sigurðsson, fyrrum forseti Hins íslenska bókmenntafélags, lagði dæmið á borðið um miðja þar- síðustu öld þá skulduðu Danir Íslendingum 120 þúsund ríkis- dali á ári í afgjald fyrir aldalanga kúgun. Ætla má að þetta sé, kalt mat, í kringum tveir milljarðar króna á ári í dag miðað við upp- reiknaða vísitölu. En líkt og flest mál sem dagað hafa uppi í nefnd hefur lítið spurst til greiðslunn- ar frá Dönum að undanskildum smáhlut upp í kostnað vegna strandgæslu þeirra á tímum heima stjórn- ar innar. Þetta er alltént mikilvægt að hafa í huga þegar samið verður um Icesave-skuld- ina. Kannski hún sé best geymd í nefnd. Mikilvægi sögunnar Það er greinilega af sem áður var. Þegar góðæri ríkti hér á landi og Landsbankinn var almennings- hlutafélag þar til í byrjun októb- er skrifaði að minnsta kosti hluti starfsfólk bankans, sem þurfti að bregða sér af bæ, leigubílaferðir gjarnan á reikning bankans, að því er ónefndur leigubílstjóri segir. En nú er tíðin önnur með ríkisvæddum blómum í haga. Hinir sömu − eða þeir sem enn starfa í bankanum − greiða nú sjálfir fyrir allar sínar prív at- ferðir með sínum eigin debet- og kreditkortum þegar á leið- ar enda er komið. Nú borgar hver fyrir sig

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.