Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 18
18 22. desember 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Kolbrún Baldursdóttir skrifar um jól í skugga alkóhólisma Margir fullorðnir muna vel eftir þeirri notalegu tilfinningu þegar þeir voru börn að hlakka til jólanna. Ákveðinn hópur barna hlakkar hins vegar ekki til jólanna heldur kvíðir þeim; það eru börn þeirra foreldra sem eiga við alvarleg vandamál að stríða, til dæmis áfengisvandamál. Í aðdraganda jóla og á jólunum sjálfum líður barni alkóhólistans oft illa. Ástand foreldris sem á við drykkjuvanda að stríða og aðstæður sem það skapar veldur því að dýrðar- ljómi hátíðarinnar fær á sig gráan blæ og tilhlökk- unin verður kvíðablandin. Sum þessara barna hafa lifað mörg jól þar sem drykkja foreldris hefur sett svartan blett á hátíðina og óttast að ástandið verði eins um þessi jól. Mörgum börnum alkóhólista hefur verið kennt með beinum eða óbeinum hætti að um þetta megi ekki tala. Í sumum fjölskyldum þar sem alkóhól- isminn kraumar er lögð áhersla á að allt líti vel út á yfirborðinu. Þess á milli sem kvíðahnúturinn herpist við tilhugsunina um hvort mamma eða pabbi verði drukkin um jólin, reyna börnin að gleyma sér og taka þátt í jólastemningunni. Óhjákvæmilega bera þau heimilislíf sitt saman við heimilislíf t.d. vina sinna þar sem sambærilegur vandi er ekki til staðar. Þau horfa á fölskvalausa gleði og tilhlökkun hjá þeim og óska þess að þau geti líka hlakkað áhyggjulaus til jólanna. Við svo óhagstæðan samanburð upplifa börn alkóhólistans eigin örlög enn bitrari. Tilfinning á borð við skömm, vanmátt og vonleysi grípur um sig og þau spyrja sig hvort þau beri jafnvel ábyrgð á ástand- inu. Ég bið foreldra sem kunna að eiga við áfengis- vanda að stríða og foreldra sem eiga maka sem eru alkóhólistar að setja sig í spor barna og ímynda sér hvernig það er að vera barn sem finnur til kvíða í stað tilhlökkunar þegar jólin nálgast. Sé vandinn einvörðungu hjá öðru foreldrinu er ábyrgð þess foreldris sem ekki drekkur mikil. Það er einmitt á valdi þess foreldris að skapa börnum sínum öruggar aðstæður þar sem þau geta átt áhyggju- lausa tilveru hvort heldur um jól eða á öðrum tímum. Minningar um jól, hvort heldur góðar eða slæmar, eru minningar sem lifa. Höfundur er sálfræðingur. Krakkar sem kvíða jólunum KOLBRÚN BALDURSDÓTTIR Þorláksmessuskatan Ef eitthvað er hefur áhugi Íslendinga á þjóðlegum siðum vaxið í fjármála- þrengingum undanfarinna vikna. Sala á íslenskri framleiðslu og hönn- un hefur sótt mjög í sig veðrið og íslenskar bækur seljast nú sem aldrei fyrr. Þá hefur áhugi á íslenskum mat- arhefðum glæðst að nýju. Síðastliðið haust þótti það beinlínis svalt að taka slátur og jólasmákökubakstur þykir ekki lengur merki um að fólk hafi ekkert betra að gera fyrir jólin. Því verður spennandi að sjá hvort einhver met verði slegin í skötuáti lands- manna á morgun, Þorláksmessu. Bjartari tíð Vetrarsólstöður voru í gær, 21. desember. Nánar tiltekið fór daginn að lengja klukkan 12.04 í hádeginu í gær. Í dag njóta flestir Íslendingar því dagsbirtunnar hátt í mínútu lengur en í gær. Það er ágætt, svona mitt í öllu svartnættinu, að ofurskuldir, bankahrunið, vaxtahækkanir, fjármálakreppan, Icesave-reikning- ar, og hvað þetta kallast nú allt saman geti ekki haft áhrif á hækkandi sól. Að minnsta kosti ekki enn þá. Flokkar án fata Þingmenn stefna á að komast í jólafrí í dag eða á morgun. Eins og svo oft áður fyrir þinghlé hafa fundir Alþingis þessa vikuna staðið lengur en jafnan gerist. Þá fundaði Alþingi á laugardaginn þegar nokkur galsi hljóp í þingmenn sem fóru meðal annars, mitt í umræðum um eftir- laun, að tala um nærföt og meint nærfataleysi. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins, sagði Samfylkinguna hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir á nærbrókinni. Síðar tók hún svo enn dýpra í árinni þegar hún sagði Samfylking- una rassskella samstarfs- flokkinn á beran bossann. olav@frettabladid.is Ég lenti í rökræðum um daginn við yngri dóttur mína um það hvort jólasveinarnir „væru til“. Við vorum að koma af fjölskyldu- tónleikum Sinfóníunnar og ég sveif enn á þeim vængjum sem Barbara trúður hafði smíðað handa okkur og vildi endilega halda fram þessari firru. Ein sönnunin hjá mér var sú sem ég hef stundum notað til að sanna tilvist Guðs: það er alltaf verið að tala um þá – og þar með eru þeir til sem slíkir. Hið sama gildir um Guð Þó að Guð væri ekki nema hugmynd, táknmynd, líking – þá er Guð að minnsta kosti til sem slíkur. Og þar með orðinn einhvers konar afl í lífi okkar. Margt fólk telur hann vera virkt afl í lífi sínu – nokkurs konar „raun-Guð“ á þönum við að uppfylla þarfir – og margir eru líka hinir sem telja hann óvirkan, ekki beinlínis til en samt einhvern veginn „til“. Guð Samt til. Einhvern veginn. Hvernig? Er hann í mannsmynd eða steinn? Er hann fjall, fugl eða hestur? Er hann ósýnilegt afl eða sýnilegur? Er hann í auga barns- ins, niði lækjarins, snjókorninu sem bráðnar? Er hann í gaddavírn- um amma? Í augum sumra er Guð önuglynd og afskiptasöm karlvera en öðrum er Guð frjósöm gyðja sköpunar og eyðingar. Guð sumra er síreiður smá- munapési og umhverfist ef glittir í kvenveru undan svörtum kufli eða samkynja fella hugi saman eða ruglast á áttinni til Mekka. Guð annarra er síblíður. Skilur allt, þekkir allt, umber allt – en gerir ekkert. Guð enn annarra er margskiptur: samfélag sundur- leitra goðmagna sem togast á um afdrif mannanna, snatta þeim til og frá eða bjarga þeim úr bráðum háska... Mennirnir hafa sem sé löngum haft ríka þörf fyrir að trúa því að til sé vitund í alheiminum. Okkur finnst eins og bak við blómið sem sprettur, strauma hafsins og það hvernig kattarrófan hlykkjast hljóti að vera ráðagerð, jafnvel handleiðsla og gott ef ekki hreinlega kærleikur. Þessi þörf fyrir tilbeiðslu æðri afla, átrúnað á eitthvað sem ofar er talið mannleg- um skilningi – þetta er innbyggð tilfinning fyrir samhengi tilverunn- ar og stað sínum í alheiminum. Um hríð hefur Markaðurinn skipað sess Guðs hér á landi og svokölluð lögmál hans verið talin algild. Hann er meira að segja þríeinn: Eignarétturinn, hagvöxt- urinn og neyslan. Auglýsingatím- arnir eru bænastundirnar. Textasmiðirnir og kvikmyndagerð- armennirnir eru Hallgrímur Pétursson og Michelangelo okkar daga. Boðorðin: eyddu, neyttu, kauptu... Frelsi mannanna Mér fyndist gott ef fólk gæti séð Guð út um gluggann. Ég held að farsælla sé fyrir fólk að sjá Guð – til dæmis í stokkum og steinum – en að tileinka sér trú á hann í framandi veruleika. Trúarþörf fólks ætti að finna sér farveg sem er í áreynslulausu samræmi við náttúru og landkosti þar sem það býr svo að það sýni náttúrunni og umhverfinu þá virðingu sem er nauðsynleg forsenda lífsins á jörðinni, byggi hús sín í sátt við form náttúrunnar, yrki jörðina af hófsemd, veiði skynsamlega, deili gæðum hennar réttlátlega. Mér hefur aldrei gengið vel að lifa mig inn í ævintýrin frá miðausturlöndum um Abraham og Söru og allt það eyðimerkurfólk á úlföldum. Ég get með engu móti skilið hvers vegna menn um allar jarðir telja sig þurfa að snúa í átt til Mekku eða líta svo á að Jerúsalemborg sé á þeirra vegum og jafnvel þeim til ráðstöfunar fremur en fólkinu sem þar býr eins og ógurlegustu trúfíflin telja. Ég klökkna hins vegar gagnvart voldugum fossi eða eyrarrós á blásnum mel. Þá finn ég óumræði- legt afl einhvers staðar innst í sjálfum mér, og þá finnst mér jafnvel að ég kunni að vera skapaður af sama efni og þessi undur og að ef ég vandi mig við líf mitt eigi ég hugsanlega kost á því að verða einhvers konar jafnoki eyrarrósarinnar á melnum. Þrátt fyrir allt. Og svo koma jól. Mitt í kvíðan- um og reiðinni sem gagntekið hefur okkur hér við ysta haf vegna þess hve vondir menn hafa sólundað fé og orðspori þjóðarinn- ar erum við minnt á undrið mesta og besta: sólin rís. Í dag gerist kraftaverkið – sólin rís. Ljósið kemur, það kemur með sitt frumglæði. Og þjóðin sem meinvill í myrkrum markaðstrúarinnar lá finnur á ný frelsisins lind og tekst á við verkefnin sem dagurinn færir henni. Gleðileg jól. Frumglæði ljóssins GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Jólin F urðu vekur að fjögur af fimm stærstu sveitarfélögum landsins skuli kjósa að láta kröfur sínar á hendur ein- staklingum í hendurnar á innheimtufyrirtækjum á borð við Intrum eða Momentum. Frá þessu greindi í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær. Einungis Hafnarfjörður tekur annan pól í hæðina. Þar á bæ hafa menn komist að því að hagkvæmara sé að sveitarfélagið annist innheimtuna sjálft. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri lýsti í fréttinni jafnframt öðrum sjónarmiðum sem hljóta að vega jafnþungt í það minnsta og hagkvæmnissjónarmiðin. Hann bendir á að hjá sveitarfélögunum sé að ræða alls kyns viðkvæma innheimtu, svo sem vegna félagsíbúða, skólamáltíða og annars. „Þetta er vandmeðfarið og við viljum stýra því hvernig meðferð hvert mál fær,“ segir hann og bendir á að taka kunni tillit til sérstakra aðstæðna og þá henti ekki að búa til fjarlægð milli sveitarfélags- ins og skuldarans með því að fyrirtæki úti í bæ hafi milligöngu um innheimtuna. Viðhorfi Hafnarfjarðarbæjar ber að fagna, enda lýsir það ábyrgri og mannlegri stjórnsýslu. Nú sem aldrei fyrr ríður á að ekki sé farið offari í innheimtu skulda fólks og þar ættu opinber- ar stofnanir að fara á undan með góðu fordæmi, í stað þess að ganga á undan í hugsunarlausri og harðneskjulegri innheimtu. Auðvitað á fólk að standa skil á sínu og greiða til samfélagsins eftir settum reglum. Sveitarfélög hafa hins vegar alla burði til að annast sín innheimtumál sjálf og eiga ekki að þurfa að nýta sér innheimtuþjónustu úti í bæ. Nægir aðrir eru til þess. Opin- berar skuldir eiga ekki að fara í sama ferli og kröfur vídeóleigna sem nota milligöngufyrirtæki til að hrella meinta skuldara. Á næstu vikum rennur út uppsagnarfrestur hjá fjölda fólks og um leið hætt við frekari vandkvæðum fyrirtækja sem hér berjast við að halda sjó í vaxtapíningu og óvissu um framtíð gjaldmiðilsins. Því er fyrirséð að æ fleiri lendi í því að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar og um leið fari óánægja mjög vaxandi í samfélaginu og óþol yfir getuleysi stjórnvalda til að marka skýra stefnu til framtíðar. Í slíku árferði þarf ekki mik- inn neista til að friðsamleg mótmæli vindi upp á sig. Þrír mánuðir eru liðnir frá hruni bankakerfisins og tími kom- inn til að mörkuð verði leiðin út úr þeim vandræðum sem þjóðin hefur ratað í. Þar hlýtur að vera líklegust til að afla þjóðinni trausts á ný að taka upp aukið samstarf við aðrar Evrópuþjóð- ir og sækja þangað bæði umgjörð og bakland handa íslenskum iðnaði að starfa í. Í þessum efnum eigum við að líta til reynslu nágrannaþjóða okkar og læra af reynslu þeirra og kannski ekki síður mistökum. Á morgun er Þorláksmessa og við tekur jóla- og áramótahald með góðum fríum sem fólk nær vonandi að nýta sér til að safna kröftum fyrir baráttuna sem í hönd fer. Á fyrstu vikum næsta árs fer svo fyrir alvöru að reyna á langlundargeðið í bið eftir svörum og stefnu til framtíðar. Nú tekur við jóla- og áramótahald og áhyggjum af framtíðinni vonandi sem víðast slegið á frest. Óþol gæti aukist að hátíðahaldi loknu ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.