Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þessi jólapíramídi er frá Erz- gebirge, sem er svæði í fyrrum Austur-Þýskalandi, nálægt Dres- den. Handverkið er aldagamalt og unnið úr skógi á svæðinu sem var mjög fátækt bændasamfélag þar sem fólk dundaði sér við tréút- skurð á veturna,“ segir Arianne Gahwiller, kennari við Öskjuhlíð- arskóla. Arianne er frá Sviss og hefur búið hér ásamt íslenskum eiginmanni og börnum í áratug. „Jólapíramídar eru vel þekktir í Mið-Evrópulöndum og í dag seldir um allan heim, en ég fékk hann frá föður mínum sem eignaðist vin í samstarfsmanni sínum frá Erz- gebirge og hlaut frá honum píra- mídann að gjöf. Þeir eru til í stærri útgáfum og stundum málaðir og gylltir, en pabba fannst hann fal- legastur úr viði, eins og mér sjálfri,“ segir Arianne sem nýtur þess að kveikja á þessu fádæma fallega jólaskrauti alla aðventuna og fram yfir jól. „Yfirleitt er jólapíramídi ein- göngu notaður sem jólaskraut, enda skreyttur með Maríu, Jósef og Jesúbarninu, vitringunum þremur og englakór. Ylur kerta- ljóssins sér um að knýja áfram spaða sem snýr þá öllu í fallegum takti. Jólapíramídinn er því mið- punktur hátíðaborðsins á aðvent- unni og um jólin, þegar við röðum mat og drykk í kring, en sumir nota hann einnig sem stofustáss,“ segir Arianne sem upphaflega kom til Íslands sem ferðamaður þegar hún stundaði göngur um íslenskt hálendi. „Ég hreifst strax af íslenskri náttúru og þótt Sviss sé geysilega fagurt líka er það svo smátt að maður mætir of mörgum á ferðum sínum. Ég var svo farin að koma svo oft til Íslands að skynsamleg- ast var að vera um kyrrt,“ segir Arianne hláturmild. „Ég blanda saman íslensku og svissnesku jólahaldi, en held fast í svissneskar hefðir eins og St. Nik- ulás sem kemur með smágjafir til barnanna þann 6. desember og skreyti heimilið aðeins með heima- gerðu skrauti. Ég vil ekki sjá jóla- skraut úr plasti, en kýs fagra og persónulega muni úr við, pappír og ull.“ thordis@frettabladid.is Jólapíramídi að austan Hverju landi fylgja fallegir jólasiðir og sérkennilegt jólaskraut. Íslendingar búa við það ríkidæmi að eiga að vinum og samferðamönnum fólk frá öðrum löndum sem sýnir þeim inn í töfraheim sinna jóla. Arianne Gahwiller með undurfagran jólapíramída frá Austur-Þýskalandi. Á borðinu eru jólasveinavíkingar eftir ungan son hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÓNLEIKAR verða haldnir í Neskirkju í kvöld klukkan 20 í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fæðingu Giacomo Puccini. Fram koma söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Sendiráð Ítalíu á Íslandi býður Íslendingum ókeypis aðgang að tónleikunum. t í ö Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Siemens ryksugur á jólaverði. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.isRyksuga - rauð VS 01E1800, 3 l poki, 1800 W. Jólaverð: 15.900 kr. stgr. Ryksuga - blá VS 06G1802, 4 l poki, 1800 W. Jólaverð: 19.900 kr. stgr. A T A R N A Opið laugardaga til jóla kl. 11-16 Lyftu þér upp um jólin Rafknúnir hægindastólar sem auðvelda þér að setjast og standa upp. • Fást með tveimur mótorum • Einfaldar stillingar • Falleg hönnun • Fjölbreytt úrval www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.