Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 34
26 22. desember 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Nicolae Ceausescu, forseta Rúmeníu, var steypt af stóli eftir 24 ára valdatíð á þessum degi árið 1989. Nokkrum dögum áður höfðu hermenn skotið á mannfjölda í bænum Timisoara þegar yfir- völd ætluðu að handtaka erki- klerkinn Laszlo Tokes. Fjöldi saklausra borgara féll í skot ár- ásinni og óljós orðrómur um fjöldamorð yfirvalda á þús- undum landsmanna barst um heimsbyggðina. Eftir það breiddust út mótmælaað- gerðir til annarra bæja með þeim afleiðingum að forsetinn boðaði til útifundar 21. desember í mið- borg Búkarest til að róa landsmenn og sýna heims- byggðinni hversu dáður hann var. Mikill mann- fjöldi beið ávarps Ceausescus og konu hans Elenu, en öfugt við þær móttökur sem forsetinn átti von á hrópaði lýð- urinn: „Niður með Ceausescu.“ Þetta varð upphaf að byltingu í Rúmeníu og samstundis voru sjónvarps- og útvarpsútsendingar frá viðburðinum rofnar. Eftir að herinn hafði komið Ceausescu í skjól hófst mikil skothríð á almenning. Daginn eftir ákvað rúmenski herinn að snúa baki við forseta sínum og ganga til liðs við mótmælendur, sem búið höfðu við kúgun í áratugi. Saman réðust herlið og almenningur í forsetahöllina til að hand- taka Ceausescu, en á ögurstundu flúði hann burt í þyrlu af þaki forsetahallarinnar. Á jóladag náðust forsetahjónin og voru tekin af lífi eftir stutt sýndar- réttarhöld. ÞETTA GERÐIST: 22. DESEMBER 1989 Nicolae Ceausescu steypt af stóli JOE STRUMMER LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 2002. „Maður lærir mest á því að kenna sjálfum sér um. Það lærist ekkert ef maður kennir öðrum um því þá er sökin ekki lengur manns eigin, heldur annars. Öll þessi ábyrgð er streituvaldandi. Ég reyni að takast á við hana með því að gefa henni ekki gaum.“ Joe Strummer var söngvari og gítar- leikari The Clash, sem ásamt Sex Pist- ols var ráðandi á bresku pönksenunni. Seinna sneri hann sér að kvikmynda- leik, með góðum árangri. Hann lést af hjartaáfalli fimmtugur að aldri. MERKISATBURÐIR 1897 Stundaklukka sett upp í turni Dómkirkjunnar í Reykjavík. 1919 Dómar kveðnir upp í Landsyfirrétti í síðasta sinn. 1963 Opinberu 30 daga sorgar- tímabili í Bandaríkjunum, vegna morðsins á John F. Kennedy, lýkur. 1968 Julie Nixon giftist Dwight David Eisenhower. 1984 Lag Madonnu, Like a Virg- in, fer rakleiðis í fyrsta sæti vinsældalista. 1987 Ný lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík staðfest í stað samþykktar sem gilt hafði í meira en hálfa öld. 1990 Lech Walesa settur í emb- ætti forseta Póllands. 1994 Ríkisstjórn Silvio Berlus- coni, forsætisráðherra Ít- alíu, segir af sér. „Ég man þegar ég tók við Fjarðar- póstinum, með innan við viku fyrir- vara, að ég settist inn í bíl og keyrði í ofboði um bæinn í leit að einhverju fréttnæmu til að fylla heilt blað. Síðan hefur ekki verið skortur á fréttaefni í Firðinum og reyndar svo mikið að gerast að ég hef ekki getað sinnt nema broti af því,“ segir Guðni Gísla- son, ritstjóri Fjarðarpóstsins, sem ný- verið stóð á aldarfjórðungs tímamót- um, en fyrsta tölublaðið kom út 29. dag septembermánaðar árið 1983. „Mér bauðst að taka við blaðinu árið 2001 en neitaði í fyrstu þar sem mér þótti starfið of bindandi. Eftir nánari umhugsun ákvað ég að slá til og hef síðan skrifað 345 blöð, eða 48 blöð á ári,“ segir Guðni sem var rit- stjóri Skátablaðsins áratuginn áður en hann tók við Fjarðarpóstinum og hefur með einum eða öðrum hætti vasast í útgáfu frá unglingsaldri. „Það er óskaplega gaman að vinna að Fjarðarpóstinum en stundum spyr maður sjálfan sig hvað maður sé að gera í þessu. Starfið ýtir undir for- vitni og með myndavél og penna að vopni kemst maður alls staðar inn til að svala henni,“ segir Guðni sem flutti til Hafnarfjarðar á fimmta ári og þekkir lungann af bæjarbúum og bæinn sinn vel. „Metnaður fyrir hönd bæjarfélags- ins rekur mig áfram og ég kaupi ekki að blaðamenn séu hlutlausir, þótt ég reyni vitaskuld að segja hlutlaust frá því sem ég sé og heyri í bænum, þrátt fyrir sterkar skoðanir,“ segir Guðni, sem í upphafi tók ákvörðun um að skrifa ekki leiðara en fann í fyrsta blaðinu engan stað betri fyrir þakk- ir til fyrrum ritstjóra. „Ég setti þá mynd í leiðarann til að menn gætu séð hvernig ég liti út og bar á henni hatt sem fljótlega varð einkenni mitt. Ég hef nú gengið með sixpensara í nokkra mánuði en reglulega velt því fyrir mér að taka upp hattinn, en miðað við hvað gerst hefur með ritstjóra með hatta yrði sennilega óvinsælt að taka upp hatt- inn á ný,“ segir Guðni og skellir upp úr. Fjarðarpóstinum er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafn- arfirði og á Álftanesi, auk þess sem lesa má blaðið á www.fjardarpostur- inn.is. „Framtíðin er björt, þótt trúlega verði timburmenn í vor. Hingað til hefur gengið vel og burtséð frá efna- hagsástandinu og framtíð fréttamiðla á netinu held ég að nostalgían liggi einmitt í því að fá Fjarðarpóstinn inn um lúguna til að blaða í í rólegheit- um heima. Fjarðarpósturinn er mál- pípa bæjarbúa og lesinn spjaldanna á milli hér heima og víða um heim af Hafnfirðingum. Bæjarblað er feikna sterkur miðill fyrir bæjarbúa, því í því stendur það sem þeim er ætlað. Og menn sem efast hafa um mikinn lestur Fjarðarpóstsins og fengið birta mynd af sér á tímamótum hafa orðið undrandi á þeim miklu viðbrögðum sem þeir hafa fengið eftir að hafa sést í blaðinu,“ segir Guðni um Fjarð- arpóstinn sem í gegnum tíðina hefur haft mismunandi áherslur, en er ekk- ert óviðkomandi. „Það er stundum sagt að Hafnfirð- ingar séu sér þjóðflokkur og þannig viljum við hafa það. Að segja frá ómerkilegum hlutum á landsvísu en hampa því sem við höfum. Hér ríkir mikill bæjarbragur, þótt pólitíska lífið hafi verið þunglamalegt undanfarið. Fólk hefur skoðanir, vill koma þeim á framfæri og þannig er umræða lífleg um bæinn, hvort sem það er á kaffi- stofum eða í túnfætinum. Við látum svo Hafnarfjarðarbrandarana öðrum eftir að hlæja að, en gerum vitaskuld grín að sjálfum okkur líka.“ thordis@frettabladid.is FJARÐARPÓSTURINN Í HAFNARFIRÐI: FAGNAR ALDARFJÓRÐUNGS AFMÆLI Málpípa allra Hafnfirðinga INN UM LÚGUNA Guðni Gíslason ritstjóri skrifar greinar, tekur myndir, selur auglýsingar og brýtur um bæjarblað Hafnfirðinga, en ber það aldrei út sjálfur, þótt hann smeygi jólablaðinu inn um lúguna hér. Hann segir menn alltaf eiga eftir að njóta þess að fá blaðið heim til að lesa í ró og næði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Verkmenntaskólinn á Ak- ureyri hlaut tveggja millj- óna styrk frá LÍU. Hann á að styrkja vélstjórnarbraut VMA, eina skólans utan höf- uðborgarsvæðisins sem út- skrifar 4. stigs vélstjóra. Afhendingin fór fram við brautskráningarathöfn VMA fyrir helgi. Hjalti Jón Sveins- son skólameistari VMA ræddi þá um mikilvægi þess að skólinn sé í góðu sam- bandi við atvinnulíf á svæð- inu og tilgangur hans sé ekki síst að styrkja það með því að mennta fólk til að taka þátt í því. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri hjá Sam- herja, afhenti styrkinn og ræddi um upphaf Útvegs- mannafélags Norðurlands sem er 100 ára á árinu og vitnaði í fundargerð frá þeim tíma þar sem komið er inn á hagsmunamál útgerðarinnar. „Í fyrsta lagi vantar tilfinn- anlega menn sem geta gert við bátavélar og var fyrir- liggjandi tilboð frá Jóni Sig- urðsyni á Hellulandi sem bauðst til að taka að sér verk- ið ef hann fengi 600 krón- ur í fastakaup og 50 aura á tímann þegar hann væri að starfi. Fundurinn samþykkti að taka þátt í kostnaði við að koma verkstæði á fót, stað- settu í Hrísey.“ Svo sagði: „Einnig er áríðandi að stjórn- endur hreyfivéla læri að nota þær og hirða.“ Fyrir afhend- inguna sagði Kristján að út- vegsmenn vissu og skildu að kennsla í fræðunum væri jafn brýn og fyrir öld þegar framansagður texti var skrif- aður. Sjá www.liu.is. LÍU styrkir VMA VMA hlaut tveggja milljóna króna styrk frá LÍÚ. Fæðingardeild Landspít- ala Íslands áskotnaðist óm- tæki nýlega ásamt fylgihlut- um eins og prentara. Það var Kvennadeild Reykjavíkur- deildar Rauða kross Íslands sem kom færandi hendi og afhenti tækið sem er það lítið um sig að auðvelt er að flytja það milli herbergja. Tækið notast við ýmsar að- stæður á fæðingardeildinni til dæmis við tvíburafæð- ingar, við að kanna legu fóst- urs, staðsetningu fylgju og fleira. Myndgæði eru mikil og tækið hentar vel fyrir starfsemina. Það leysir af hólmi eldra tæki sem gefið var fyrir um átta árum. Kvennadeild RKÍ gefur ómtæki Stjórnarkonur í kvennadeildinni og starfsfólk fæðingardeildar Land- spítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.