Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 48
40 22. desember 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Kynntu þér tæmandi lista yfir ferðir á leiki á www.expressferdir.is F í t o n / S Í A 27. feb. – 1. mars Arsenal Fulham Verð á mann í tvíbýli: 75.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, miði á leikinn, gisting í tvær nætur með morgunverði. 9. – 11. janúar Arsenal Bolton 78.900 kr. Verð á mann í tvíbýli: Innifalið: : Flug með sköttum og öðrum greiðslum, miði á leikinn, gisting í tvær nætur með morgunverði. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Hópfe rð ARSEN AL klúbb sins > Birgir Leifur fékk 2.200 evrur Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 65. sæti á opna suður- afríska meistaramótinu sem lauk á Pearl Valley vellinum í Höfðaborg í gær. Birgir Leifur lék lokahringinn á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Birgir Leifur lék hringina fjóra á tveimur höggum yfir pari og fékk 2.200 evrur í verðlaunafé sem gera um 375 þúsund íslenskar krónur. Birgir Leifur var 16 höggum á eftir suður-afríska golfar- anum Richard Sterne sem tryggði sér sigur á mótinu. Hann var með 13 fugla á 72 holum, 11 skolla og tvo skramba en 46 holur lék hann á pari. Heiðar Helguson er búinn að finna skotskóna sína með enska 1. deildarliðinu Queens Park Rangers og er búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með QPR. „Ég hef alltaf skorað þar sem ég hef spilað og sá enga ástæðu fyrir því að það ætti að vera eitthvað öðruvísi hjá QPR,“ sagði Heiðar sem lofaði því á heimasíðu félagsins að mörkin myndu koma eftir að hann hafði ekki skoraði í fyrstu leikjum sínum. Heiðar stóð heldur betur við það, skoraði 1 mark um síðustu helgi og svo tvö mörk í 3-2 sigri á Preston á laugardaginn. „Ég var ekki búinn að spila mikið undanfarna átján mánuði og það tók mann smá tíma að koma sér af stað en ef að maður ætlaði að vera mjög harður við sjálfan sig þá átti ég nú að vera búinn skora svona tvö mörk til viðbótar,” segir Heiðar í léttum tón. Heiðar segist hafa fengið möguleika á að innsigla þrennuna en varnarmaður náði að pota boltanum frá honum þegar hann var að sleppa í gegn. „Ég er mjög ánægður með þennan leik sérstaklega af því að við náðum að skora sigurmarkið í lokin,“ segir Heiðar sem segir stigin hafa ekki komið í hús við takt við frammistöðu liðsins. „Það hefði verið mjög leiðinlegt að klára ekki þennan leik ekki síst þar sem við áttum líka að ná í fleiri stig í síðustu þremur leikjum á undan.“ Heiðar segir að liðið þurfi að fara vinna nokkra leiki í röð ef það ætli sér hærra í töflunni. „Ég held að við getum ekki náð efstu tveimur sætunum en það yrðu mikil vonbrigði ef við kæmumst ekki í úrslitakeppnina í vor,“ segir Heiðar sem finnur sig vel með sínu nýja liði. „Leikstíll liðsins hentar mér mjög vel og liðið er að reyna að spila fótbolta. Eins og er þá erum við tveir frammi þannig að þetta er mjög fínt,“ segir Heiðar sem með sama áframhaldi ætti að gera orðið mikil hetja hjá stuðn- ingsmönnum QPR sem taka mikinn þátt í leiknum á Loftus Road. „Ég held ekki að þeir hafi verið farnir að syngja til mín. Þetta var skemmtilegur leikur og það var mikið að gerast í honum þannig að það var mikill æsingur á pöllunum. Það er mjög gaman að spila fyrir þessa stuðnings- menn,“ sagði Heiðar að lokum. HEIÐAR HELGUSON: BÚINN AÐ SKORA ÞRJÚ MÖRK Í SÍÐUSTU TVEIMUR LEIKJUM MEÐ QPR Þeir eru ekki farnir að syngja til mín enn þá FÓTBOLTI Ásthildur Helgadóttir ruddi brautina fyrir íslenskar knattspyrnukonur þegar hún spil- aði stórt hlutverk hjá sænska lið- inu Malmö frá 2003 til 2007. Áhug- inn á íslenskum leikmönnum í Svíþjóð hefur verið mikill síðan og í vetur hafa sex leikmenn og einn þjálfari bæst í hóp þeirra tveggja sem hafa spilað í deildinni síðasta sumar. Ásthildur fagnar þessari þróun og bíður eins og aðrir spennt eftir því hvaða áhrif þetta mun hafa á íslenska landsliðið sem tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti í Finnlandi í ágúst. „Það er mjög gaman að þær séu allar að fara út. Ég reyndi að pred ika þetta þegar ég fór út á sínum tíma og sagði þeim þá hvað það væri rosalega mikill munur á að spila heima og þarna úti. Með fullri virðingu fyrir deildinni hérna heima þá er þetta bara tvennt ólíkt. Þarna er miklu meira æft og það skiptir svo miklu máli að fá að spila einn hörkuleik í viku,“ segir Ásthildur. Er að hjálpa Malmö Ásthildur skoraði 46 mörk í 56 deildarleikjum fyrir eitt af bestu liðunum í Svíþjóð sem er frábær árangur. „Ég bætti mig mjög mikið og það var rosalega gaman hvað gekk vel hjá mér. Ég þótti vera með bestu mönnum í þessari deild sem var frábært. Það skiptir miklu máli að íslenskir leikmenn hafa gott orð á sér og það er rosalega mikið hringt í mig og spurt um leikmenn. Ég er að hjálpa Malmö í að finna leikmenn og er að vinna fyrir þá hérna á Íslandi. Þeir eru mjög áhugsamir um íslensku stelpurnar,“ segir Ásthildur. Ásthildur segir það enn skemmtilegra að leikmennirnir séu að dreifa sér niður á liðin. „Það er mjög gaman að sjá þær dreifa sér á svona mörg lið og þetta verður rosalegt ævintýri fyrir þær. Það er miklu meira æft þarna, það kemur fleira fólk á leikina og svo fá þær að spila við hverjar aðrar þarna líka. Þær geta líka skipst á ráðum og það er bara styrkur að þær séu svona margar að fara út,“ segir Ásthildur og hún segir metnaðinn í að standa sig vel á EM í Svíþjóð örugglega vera kveikjuna af því af hverju svo margar landsliðskonur stukku nú á tilboð frá Svíþjóð. Vilja vera í toppformi á EM „Það var búið að vera markmið- ið hjá landsliðinu í mörg ár að komast á þetta stórmót og síðan þegar við náum því þá vilja allir standa sig sem best á því og vera í toppformi. Þá er næsta skref að fara í betri deild og betra lið þar sem eru stífar æfingar, meiri sam- keppni og maður þarf að leggja harðar að sér,“ segir Ásthildur sem er samt viss um að með því að fara út og komast í svona góða deild þá gæti það hjálpað stelpun- um við að lengja sinn feril. Ásthildur veit hins vegar manna best að það bíður stelpnanna krefj- andi undirbúningstímabil. „Ég þekki það frá Malmö sem er eitt af topp þremur liðum í deild- inni að þar eru miklar kröfur á æfingunum og hátt tempó. Það er æft átta sinnum í viku. Það sem þær þurfa fyrst og fremst að aðlagast er æfingaálagið og að maður þarf bara að hvíla sig á milli æfinga. Það þarf líka að hugsa um svefn og mataræði og því meira sem þær komast inn í þá rútínu því betra. Hvað fótboltann varðar þá eru leikmenn í sænsku deildinni með betri tæknilegan grunn og það er rosalega mikið um send- inga- og tækniæfingar. Ég myndi halda að allar þessar stelpur myndu bæta sig í því sem er mjög gott,“ segir Ásthildur. Ætlar að mæa til Finnlands Ásthildur átti mikinn þátt í að breyta hugarfari landsliðsins á sínum tíma og fá leikmenn liðsins til að stefna hærra og setja þá pressu á að komast inn á stór- mót. „Þetta er mjög spennandi og það var rosalega mikilvægt skref fyrir kvennaboltann hér á Íslandi að ná þessum áfanga að komast inn á stórmót. Það eru mjög margir sem eiga þátt í þessu og þetta hefur verið í rauninni tíu ára þróun. Þetta er frábær áfangi og ég ætla að mæta til Finn- lands, það er engin spurning,“ segir Ásthildur og bætir við. „Vonandi verða allar heilar og að spila með sínum liðum því þá verðum við í góðum málum í Finnlandi,“ sagði Ásthildur að lokum. ooj@frettabladid.is Verður rosalegt ævintýri fyrir þær Ásthildur Helgadóttir, sem átti frábær ár í Svíþjóð, segir að íslensku landsliðskonurnar sem eru á leið til Svíþjóðar þurfi fyrst og fremst að aðlagast æfingaálaginu og ekki gleyma að hvíla sig vel á milli æfinga. Linköpings FC Margrét Lára Viðarsdóttir* 22 ára sóknarmaður LdB FC Malmö Dóra Stefánsdóttir 23 ára miðjumaður Djurgården Guðbjörg Gunnarsdóttir* 23 ára markvörður KIF Örebro DFF Edda Garðarsdóttir* 29 ára miðjumaður Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir* 26 ára varnarmaður Kristianstads DFF Erla Steina Arnardóttir 25 ára miðjumaður Hólmfríður Magnúsdóttir* 24 ára miðju-/sóknarmaður Guðný Björk Óðinsdóttir* 20 ára varnar-/miðjumaður Elísabet Gunnarsdóttir* 32 ára þjálfari Tyresö FF í B-deild Ásta Árnadóttir* 25 ára varnarmaður *Ný í Svíþjóð 2009 Þóra Björg Helgadóttir er einnig að leita sér að liði og gæti hugsanlega bæst í hópinn áður en tímabilið byrjar í apríl. ÍSLENSKAR LANDSLIÐSKONUR Í SÆNSKU KNATTSPYRNUNNI SUMARIÐ 2009 FÓTBOLTI Barcelona hélt áfram sigurgöngu sinni í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 2-1 sigur á Villarreal á útivelli. Sigurinn færði liðinu tíu stiga forskot á toppnum en liðið hefur nú á skömmum tíma unnið öll fjögur liðin sem standa næst þeim í töflunni. Barcelona er nú með 41 stig og 48 mörk út úr fyrstu 16 leikjum tímabilsins. Barcelona lenti undir í leiknum en Seydou Keita jafnaði leikinn skömmu síðar og það var síðan Frakkinn Thierry Henry sem skoraði sigurmarkið með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf Xavi. Eiður Smári Guðjohnsen missti sæti sitt í byrjunarliðinu til Sergi Busquets og sat á bekknum allan leikinn. - óój Barcelona vann Villarreal: Enginn Eiður SIGURMARKINU FAGNAÐ Barcelona er í góðum málum. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.