Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar Í dag er mánudagurinn 22. desember 357. dagur ársins. 11.23 13.26 15.30 11.39 13.11 14.43 Árið sem senn er á enda á ekki eftir að líða þeim, sem komin eru til vits og ára, úr minni. Draumar margra um trygga atvinnu hafa brostið og vetrar- áform um sumarferðalag til útlanda virðast hálfsyndsamleg. Á dauða okkar áttum við von en ekki því að íslenska hagkerfið hryndi til grunna. Fólk sem alltaf virtist rekið áfram af háleitum hugsjón- um hefur reynst úlfar í sauðar- gæru, stjórnmálamenn jafnt sem fjölmiðlamenn. Nú lofa þeir bót og betrun en „Að venju þykir vafi leika um sum / þau aldin sem nýj- ust glóa á greinum trjánna“ eins og segir í ljóðinu Í aldingarðinum eftir Þorstein frá Hamri. ÞAÐ ER sorglegt að örfáir menn skuli hafa haft jafnmikil áhrif á líf okkar og komið hefur í ljós. Sumir þeirra töluðu eins og það væri óþarfa gustuk að bankarnir þeirra væru með útibú hér á landi, þeir þurftu ekkert á þessari þjóð að halda. Svo voru aðrir sem vildu að Íslendingar tækju upp ensku sem sitt annað mál – eða það fyrsta – ég man það ekki. Kannski þeim hefði þótt skárra að heyra okkur nú segja við þá: „We’re just like so disappointed in you, guys.“ LÁTUM þessa menn samt ekki komast upp með að eyðileggja líf okkar neitt frekar. Það hefur hing- að til ekki verið til þeirra sem við höfum sótt stolt okkar. Við búum enn yfir hugviti sem kemur okkur lengra en öll tengiflug heims. Verum stolt af sjálfum okkur, öllu því sem við höfum gert og öllum þeim verkum sem við eigum eftir að vinna. Semjum höfuðlausn okkar sjálf. Yrkjum lopapeysur, prjónum sögur, höggvum okkar eigin framtíð úr fjörugrjótinu. Nóg er til af því. Og lofum sjálfum okkur því að vanda okkur aðeins betur þegar efnt verður til kosn- inga næst. ÞETTA er land hinna týndu flokka. Fæstir þeirra sem í boði eru starfa að minnsta kosti eins og hugur minn, þeir starfa frekar eins og fætur færeysks þjóðdansara, tvö skref til hægri en bara eitt til vinstri. Flokkarnir sem nú eru við völd hljóta samt að hafa áttað sig á því að næst viljum við nýtt lag, nýjan undirleik og við viljum að þeir dansi í sama takti og við hin. Að þessu sinni verður fæðingar- hátíð frelsarans haldin í skugga fjárhagsþrenginga en munum að við verðum ekki dæmd af því hvað við náum að gefa dýrar gjafir. Látum frekar minnast okkar fyrir það hvað við sýndum mikla einurð og samstöðu í því að rétta aftur úr kútnum. Gleðileg jól! Í aldingarðinum Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.