Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 1

Fréttablaðið - 23.12.2008, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI þorláksmessaÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Maríanna Clara Lúthersdóttir hefur fyrir hefð að baka sörur fyrir jólin ásamt vinkonu sinni Esther Talíu Casey leikkonu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við Esther vinkona höfum n t ðnýjar sö Allt fer að lokum velMaríanna Clara Lúthersdóttir leikkona bakar sörur fyrir hver jól ásamt vinkonu sinni Esther Talíu C Hún segist þó alls ekki vera liðtæk í eldhúsinu og gengur því oft á ým JÓLATÓNLEIKAR verða haldnir í Jólaþorpinu í Hafnarfirði á Þorláksmessu frá klukkan 18 til 22. Kvöld- ið er tileinkað ABC barnahjálp en meðal flytjenda eru Frostrósir og söngkonurnar Lay Low og Regína Ósk. ÞRIÐJUDAGUR 23. desember 2008 — 351. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR Bakar eftir nýrri söru- uppskrift fyrir hver jól • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS Semja við Fat Cat Stórsveit Nix Noltes gefur út í Bandaríkjunum og Bretlandi á vegum plötuútgáfunnar Fat Cat. FÓLK 32 ÞORLÁKSMESSA Manndómsvígslur og veglegar veislur Sérblaðið Þorláksmessa FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Gleði og gjafir „Við Íslendingar erum sem stendur í erfiðu námi,“ skrifar Jónína Michaelsdóttir. „Námsefn- ið er þolinmæði, þrautseigja og útsjónarsemi.“ Í DAG 16 dagur til jóla1 Opið til 23 FÓLK „Þetta er auðvitað frábært og gaman að sjá að fólk skuli muna eftir okkur,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, annar söngvara Eurobandsins. Íslensku Eurov- ision-fararnir eru tilnefndir til verðlauna í sjö flokkum af hinum árlegu Eurovision-verðlaunum sem vefsíðan Esctoday.com stendur nú fyrir þriðja árið í röð. Úrslit verða kunngjörð á morgun. Meðal þeirra flokka sem Eurobandið er tilnefnt í eru besta lagið, besta framkoman og bestu búningarnir. - fgg / sjá síðu 32 Árleg Eurovision-verðlaun: Eurobandið tilnefnt í sjö flokkum Lét drauminn rætast Haukur Ingi Jónasson, lektor við HÍ, hefur hafið nýliðaþjálfun hjá Flug- björgunarsveit Reykjavíkur. TÍMAMÓT 20 HEILBRIGÐISMÁL Nýtt innlagnar- gjald á sjúkrahúsum verður um fjögur þúsund krónur. Gjaldið skilar 110 milljónum króna á ári eða aðeins þriðjungi af þeim 360 milljóna króna viðbótartekjum sem áætlaðar eru í breytingu á lögum um sjúkratryggingar. Um 250 milljónir króna verða inn- heimtar með hækkunum annarra gjalda á sjúklinga, segir formaður heilbrigðisnefndar. Álfheiður Ingadóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, sem situr í heilbrigðisnefnd, segir að nýtt innlagnargjald á heilbrigðisstofn- unum verði um fjögur þúsund krónur eða sama upphæð og komu- gjald á slysa- og bráðadeildum Landspítalans er nú. Hún telur stjórnvöld vera að lauma inn nýjum sjúklingasköttum í skjóli lagabreytingar. Verið sé að gefa heilbrigðisráðherra opna heimild til að leggja ný gjöld á sjúklinga og hækka þau sem fyrir eru. Innlagnir á heilbrigðisstofnun- um á Íslandi eru áætlaðar um 32 þúsund á ársgrundvelli. Gjaldið mun því skila um 110 milljónum í viðbótartekjur en ekki 360 millj- ónum, eins og kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjár- málum á laugardag. Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður heil- brigðisnefndar, staðfestir að um 110 milljónir fáist með upptöku innlagnargjalda. „Annað mun nást með hækkun annarra gjalda í heil- brigðisþjónustunni.“ Ásta segir ekki hafa verið skilgreint hvaða gjöld verði hækkuð. Hún bendir einnig á að komugjöld hafi ekki verið hækkuð um langt árabil og að komugjöld barna og unglinga hafi verið felld niður um síðustu áramót. - shá Segja stjórnvöld fela nýja sjúklingaskatta Innlagnargjald á sjúkrahúsum skilar aðeins þriðjungi af þeim 360 milljónum sem forsætisráðherra boðaði. Innlagnargjaldið mun nema um fjögur þúsund krónum. 250 milljónir verða innheimtar með hækkun annarra gjalda. VIÐSKIPTI Íslensk framleiðsla selst vel fyrir þessi jól Útgefendur og kaupmenn sem Fréttablaðið talaði við eru sammála um að neytendur hafi tekið ákvörðun um að velja íslenskt í pakkana í ár. „Íslenskar skáldsögur seljast sérstaklega vel og ég fæ ekki betur séð en að að meðaltali verði keypt eitt íslenskt skáldverk inn á hvert íslenskt heimili í ár,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Það þýðir að um 100 til 120 þúsund eintök seljist í þessum eina bókaflokki. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri íslenskrar tónlistar hjá Senu, segir að sömu sögu sé að segja í tónlistarút- gáfunni. „Sala á íslenskri tónlist er í meðallagi góð en sala á erlendri tónlist hefur hins vegar sjaldan verið daprari,“ segir hann. „Jólasalan hefur gengið ótrúlega vel og við finnum fyrir miklum velvilja í garð íslenskrar hönnunar,“ segir Halla Bogadóttir, framkvæmdastjóri verslun- arinnar Kraums. Þar eru seldir skartgripir, húsgögn, fatnaður og fleira eftir hundrað íslenska hönnuði. „Íslendingar eru okkar helstu viðskiptavinir,“ segir hún. - jse Vel yfir hundrað þúsund eintök af íslenskum skáldverkum seljast fyrir þessi jól: Neytendur velja íslenskt í pakka FÓLK Fríður flokkur tenóra mun í kvöld þenja raddböndin á árlegum Þorláksmessutónleikum í miðborg Reykjavíkur. Tónleik- arnir nú verða þó á nýjum stað. „Ákveðið var að færa tónleik- ana í Kvosina, á svalir Gimlis við útitaflið í Lækjargötu,“ segir Guðríður Inga Ingólfsdóttir, viðburðafulltrúi Höfuðborgar- stofu. Er það gert í hagræðingar- skyni þannig að fleiri geti notið tónleikanna en svæðið við Sólon þykir of lítið. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og þar koma fram Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Snorri Wiium, Gissur Páll Gissurarson og Garðar Thor Cortes verður með í fyrsta skipti. Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur undir. - hs / sjá sérblaðið Þorláksmessa Fjórir tenórar í stað þriggja: Tenórar syngja á Gimlissvölum SUNGIÐ Á SVÖLUM GIMLIS Þótt hér sjáist bara tveir tenórar verða þeir fjórir í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 4 4 2 56 STORMUR Í KVÖLD Í dag verða SV 10-20 m/s, hvassast norðvest- an til. Snýst í sunnan 18-23 m/s vestan til á landinu í kvöld. Bjart eystra annars skúrir. Mikil rigning sunnan- og vestanlands í kvöld. VEÐUR 4 Sögulegur tíu manna listi Nú er ljóst hvaða tíu íþróttamenn urðu í efstu sætunum í kjöri SÍ á Íþróttamanni ársins 2008. ÍÞRÓTTIR 34 ÁTÖK VIÐ JÓLATRÉSÖLUNA Það er ekki heiglum hent að koma jólatré í plast en þarna eru menn frá Flugbjörgunarsveit Reykja- víkur á ferð svo að þeir bjarga sér alveg. Viðskiptavinir kippa sér hins vegar ekkert upp við hamaganginn en líta á úrvalið í ró og næði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.