Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 6
6 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR Reiðufé er vinsælasta jólagjöfin í ár því allir halda að sér höndum og bíða eftir útsölunum sem byrja eftir áramót. Mörgum finnst hálf ópersónulegt og glatað að gefa peningaseðla og Valgerður Vigdís Þráinsdóttir vildi nýta sér þjónustu Kaupþings sem býður svokölluð gjafakort. „Ég ætlaði að kaupa gjafakort handa þremur börnum fyrir tvö þúsund krónur á hvert kort. Þegar upp komst að ég er ekki viðskiptavinur bankans þurfti ég að gjöra svo vel að borga aukalega 450 krónur fyrir hvert kort, sem sagt 1.350 krónur. Það sem hefði átt að kosta mig 6.000 krónur hefði þá orðið 7.350 krónur. Ég hætti snarlega við allt saman.“ Það er auðvitað ekkert nýtt að bankar geri betur við viðskiptavini sína umfram aðra. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir nokkrar fýluferðir ef skýrt hefði verið tekið fram í kynningu á þjónustunni að hún sé aðeins ókeypis fyrir viðskiptavini í Vexti Kaupþings. Að öðru leyti er þetta ágætlega sniðug þjónusta því kortið kemur í gjafaumbúðum sem hægt er að pakka inn í stærri pakka en sem nemur einu plastkorti. Neytendur: Um gjafakort Kaupþings Bara frítt fyrir viðskiptavini bankans ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Ertu sammála launalækkun forseta Íslands? Já 91,7% Nei 8,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur afstaða flokka til eftir- launafrumvarps áhrif á hvernig þú kýst í næstu kosningum? Segðu skoðun þína á Visir.is STJÓRNSÝSLA Borgarráð hefur ekki synjað ósk bílafyrirtækisins Brimborgar um að fá að skila atvinnulóð á Esjumelum eins og sagði í Fréttablaðinu í gær held- ur var afgreiðslu erindis fyrir- tækisins frestað. „Brimborg býst fastlega við að borgarráð fari að lögum á endan- um og greiði fyrirtækinu útlögð gatnagerðargjöld í kjölfar skila á lóðinni í samræmi við lög um gatnagerðargjöld,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborg- ar. Brimborg var úthlutað lóðinni á Esjumelum árið 2006. Ætlunin var að byggja þar framtíðarað- stöðu fyrir atvinnutækja- sölu fyrirtæk- isins og sölu notaðra bíla ásamt öðru. Nú hefur Brim- borg hætt við þessi áform og vill fá að skila lóðinni og fá 113 milljóna króna gatna- gerðargjöld endurgreidd. Peningana vill Brimborg frekar nýta til að styrkja fjárhag fyrir- tækisins. Að sögn Óskar Bergssonar, for- manns borgarráðs, er Brimborg með frestun afgreiðslu erindis- ins gefinn kostur á að koma fram andmælum við umsögn skrif- stofustjóra framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær segir skrifstofustjórinn í umsögn til borgarráðs að borginni sé ekki skylt að taka aftur við lóð Brim- borgar. Aðstæður fyrirtækisins séu ekki sérstakari en annarra sem glíma við núverandi efna- hagsástand. Í bréfi lögmanns Brimborgar kemur hins vegar fram það sjónarmið að fyrirtæk- ið eigi rétt á að skila lóðinni. - gar Borgarráð hefur ekki afgreitt ósk Brimborgar um að skila 113 milljóna króna lóð: Frestun en ekki synjun á lóðaskilum 22. desemb STJÓRNSÝSLA Borgarráð hefur synjað Brimborg ehf. um að fá að skila 24 þúsund fermetra atvinnu-lóð á Esjumelum og fá 113 millj-óna króna gatnagerðargjöld end-urgreidd. Lögmaður Brimborgar, Tómas Jónsson, telur fyrirtækið eiga skýlausan rétt á að skila lóðinni en Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri hjá framkvæmdasviði Reykjavík-urborgar, telur borginni ekki skylt að leysa lóðina til sín.Í bréfi til borgaryfirvalda rekur Tómas Jónsson þær áætlanir sem Brimborg hafði með lóðina sem fyrirtækið fékk úthlutað á Esju-melum í febrúar árið 2006. Þar hafi átt að vera framtíðaraðstaða sölu og þjónustu fyrir vörubíla, vinnuvélar og bátavélar auk sölu notaðra bíla og þjónustu við fólks-bíla. Þrátt fyrir mikinn samdrátt sem byrjað hafi í mars á þessu ári hafi Brimborg talið mögulegt að ljúka verkefninu. Forsendurnar hafi hins vegar brostið þegar bíla- og atvinnutækjamarkaðurinn féll eftir hrun bankakerfisins í byrj-un október. „Telur umbjóðandi minn að það muni taka ár og jafnvel áratugi fyrir þann markað að ná aftur fyrri styrk. Þeir fjármunir sem fást við endurgreiðslu gatnagerð-argjalda verða að sjálfsögðu not-aðir í þeim tilgangi að styrkja fyrirtækið í þeirri varnarbaráttu sem fram undan er,“ segir lög-maður Brimborgar í bréfi sínu. Tómas bendir á að starfsmenn fyrirtækisins séu um 200 talsins og segir mikla áherslu hafa verið lagða á að vernda störf þeirra. Að sögn Tómasar telur Brim-borg sig hafa skilað inn umræddri lóð 9. október. Það hafi verið 41 degi áður en borgarráð ákvað, 20. nóvember, að breyta verklagi við skil á lóðum. Ágúst Jónsson hjá fram-kvæmdasviði borgarinnar segir hins vegar að í lóðaskilmálunum hafi hvergi verið gert ráð fyrir að lóðarhafinn gæti einhliða skilað lóðinni til baka. Samþykkt borg-arráðs frá 20. nóvember hafi hins vegar aðeins verið árétting á fyrri skilmálum. Ástand efna-hagslífsins snerti alla og Reykja-víkurborg verði að gæta sinna hagsmuna. Aðstæður Brimborg-ar séu ekki svo sérstakar umfram aðra lóðarhafa að víkja beri frá almennum reglum vegna fyrir-tækisins. Að tillögu skrifstofustjórans samþykkti borgarráð að synja Brimborg um skil á lóðinni. gar@frettabladid.is Brimborg fær ekki að skila 113 milljóna lóðReykjavíkurborg neitar Brimborg um að skila lóð á Esjumelum og fá 113 millj-ónir endurgreiddar. Lögmaður Brimborgar segir forsendur brostnar og bíla- og atvinnutækjamarkaðinn jafnvel verða áratugi að jafna sig eftir bankahrunið. HJÁ BRIMBORG Í BÍLDSHÖFÐA Lögmaður Brimborgar segir fyrirtækið berjast við að halda starfsólkinu og vilja fá gatnagerðargjöld á Esjumelum endurgreidd til að nota í varnarbaráttu sem fram undan sé. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Telur umbjóðandi minn að það muni taka ár og jafnvel áratugi fyrir þann markað að ná aftur fyrri styrk. TÓMAS JÓNSSON LÖGMAÐUR BRIMBORGAR FORSETINN Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur óskað eftir því að laun hans verði lækk-uð til samræmis við launalækkan-ir annarra ráðamanna.Forsetinn sendi fjármálaráð-herra bréf fyrir helgi þar sem hann, „vegna hins mikla vanda sem nú steðjar að þjóðinni“, fer fram á að laun sín verði lækkuð á sama hátt og laun forsætisráð-herra og forseta Alþingis, hand-hafa forsetavalds. Í bréfi sínu vísar forsetinn til 2. málsgreinar 9. greinar stjórnar-skrárinnar sem kveður á um bann við skerðingu kjara forseta á kjör-tímabili hans. Slíkt ákvæði hafi verið sett til að vernda forsetann gagnvart löggjafar- og fram-kvæmdavaldinu. „Þetta ákvæði kemur hins vegar ekki í veg fyrirað for ti launalækkun þegar þjóðarhagur kallar á lækkun launa fjölmargraan aðstæður er bæði sjálfsagt oglegt að hið sama gildi um foann,“ segir í bréfi forsetans.Sigurður Líndal lagaprófetelur engin lagaleg rök mæla gþví að laun forsetans megi læmeð þessum hætti. „Ef þettaþáttur í almennum aðgerðumforsetinn óskar þessa sérstakleþá myndi ég skilja stjórnarskráþannig að þetta stæðist,“ seSigurður. Alþingi samþykkti á laugardað beina því til kjararáðs að laalþingismanna og ráðherra lækum 5 til 15 prósent frá áramótuLaun forseta Íslands eru n1.827.143 krónur á mánuði. 15 prsenta launalækkun myndi þýða alaun forseta Íslands lækkuðuú l Forsetinn óskar eftir launalækkun í samræmi við lækkanir annarra ráðamannÞjóðarhagur kallar á lækkun FRÁ ÞINGSETNINGU Laun forseta Íslands gætu lækkað um rúmlega 274 þúsund, gangi 15 prósenta launalækkun æðstu embættismanna eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ingólfur, þurfið þið að vísa fólki í fjárhúsin um jólin? „Er ekki allt fullt þar?“ Allar flottustur svíturnar á hótelum í Reykjavík eru bókaðar um áramótin. ngólfur Haraldsson, hótelstjóri á Nordica Hilton, þarf að sjá til þess að sá sem reiðir 125 þúsund krónur fyrir nóttina forsetasvítunni verði ánægður með völina. SKOTLAND, AP Þess var víðí gær að rétt 20 ár voru liðþví risaþota Pan Am-flugfhrapaði á skoska smábæinLockerbie eftir að sprengjí þotunni. Alls fórust 270 mþar af ellefu á jörðu niðri. Þotan var á leið frá Heatflugvelli til New York þegasprengjan sprakk, rétt eftirað staðartíma 21. desemberGuðsþjónustur voru haldnarkirkjum í Lockerbie, sem ogHeathrow og vestanhafs. Árið 2001 var lýbískur leyþjónustumaður, Abdel Basseal-Megrahi, dæmdur í Haag aðild að tilræðinu. . 20 ár frá Lockerbie-ti Athafnir au hafs og vest INDLAND Lögreg höggi við skotg menn í Taj Mah Mumbai í fyrra gestum að þeim yfirgefa herberg afleiðingum að þ á morðingjunum fólkið niður. Talsmenn lögr bug þessum ásök fréttavefur BBC hótelgestum sem Alls féllu yfir 1 borgarar fyrir he morðóðu hryðjuv höfðu það eitt að m drepa sem flesta. Skotæðið í M Lögreg um afg STJÓRNSÝSLA Margrét Frímanns-dóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, vill halda áfram sem for-stöðumaður í fangelsinu.Dómsmálaráðuneytið auglýsti forstöðumannsembættið laust til umsóknar um helgina. Athygli vekur að í auglýsingunni eru engar kröfur gerðar um hæfni umsækj-enda. Ekki liggur fyrir hvort það þýði að engar sérstakar hæfnis-kröfur séu gerðar yfirleitt eða hvort þeirra sé einfaldlega ekki getið í auglýsingunni. Ekki tókst að fá svör frá Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra um þetta atriði í gærkvöld. Margrét, sem er gagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, hefur gegnt embætti forstöðu-manns á Litla-Hrauni í afleysing-um frá 1. febrúar á þessu ári og rennur það tímabil út 1. febrúar á nýja árinu. Frá því haustið 2007 hafði Margrét áður verið verktaki hjá dómsmálaráðuneytinu og starfað við hlið þáverandi for-stöðumanns. Að sögn Margrétar er starfið á Litla-Hrauni bæði gefandi og skemmtilegt. „Það er langt síðan ég hef hlakkað til að fara í vinnuna á hverjum degi,“ segir hún.Margét býst við að margir sæki um embættið og kveðst ekki átta sig vel á möguleikum sínum til að halda starfinu. „Ég hef að minnsta kosti ekki fengið neinar kvartanir yfir mínum störfum,“ bendir hún á. - gar Embætti forstöðumanns á Litla-Hrauni auglýst án þess að gera hæfniskröfur:Margrét vill halda starfinu MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Forstöðu-maðurinn segist hlakka til hvers vinnu-dags á Litla-Hrauni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI „Við endurrlífsins er mjög mikiekki sömu aðilana h at he af eig ge tæ tak end inn Árm Óla alþium þingsályktunartillendurskoðun á samkepHann segir mikla fákeríkt á íslenskum marktil krosseignatengsla í eignarhaldsfélögum á Samson, Stoðir og FL-GHann segir menn þar í þáttum atvinnulífsins, hþað er bankastarfsemi,starfemi, smásöluverslufjölmiðlar. Vill skoða samke Jöfn tæki endurreis ÁRMANN KR. ÓLAFSSON NMÁL „Við vonum auðvitað ð takist að ljúka sem mestu gun [í dag] en það er aldrei að gefa nein ákveðin eit um þá framvindu,“ sagði Böðvarsson, forseti Alþing-störf þingsins fyrir jólahlé endur til 20. janúar. Á ndi í dag er lokaumræða rlagafrumvarp næsta árs a málið á dagskrá. Þess að ræða breytingar á m lögum frá 2003 um n ráðamanna, frumvarp ytingu á afnotagjöldum varpsins í nefskatt, auk gra breytinga á lagaheim-rir stimpilgjaldi af sendurritum. - gar ngi í fjögurra vikna frí: lja ljúka sem estu fyrir jól RLA BÖÐVARSSON Forseti Alþingis st til að störfum þingsins ljúki í dag. kattar íslenska ríkisins legri olíu- og gasvinnslu æðinu verða allt að 59 tekjum sem olíulind-að því er kom fram á rkvöld. Þetta er lægra nn taka hæst en svipað jum og Kanada. „Lagt nnslugjald, sem á illjónir tunna verður 5 fer síðan stighækk-p í 58 prósent af sagði Stöð 2. - gar á Drekasvæði í janúar: skattur allt 9 prósent FRÉTT BLAÐSINS Í GÆR Útvarpshúsið keypt Ríkissjóði er heimilt að kaupa hús Ríkisútvarpsins við Efstaleiti 1. Heim- ild þess efnis er í fjárlögum næsta árs. Til skoðunar er að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar RÚV og eignist húsið í staðinn. ALÞINGI Hlýtur nafnið Fagfélagið Sameinað félag Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags bygginga- manna Eyjafirði hefur hlotið nafnið Fagfélagið. Félagið vinnur á Stór- Reykjavíkursvæðinu utan Hafnar- fjarðar og á Eyjafjarðarsvæðinu til Siglufjarðar en þjónustar félagsmenn hvar sem þeir vinna á landinu. VINNUMARKAÐUR HVERAGERÐI Ferðamannastaðnum Eden hefur verið lokað þar sem reksturinn í húsinu er farinn í þrot. Sparisjóður Suðurlands hefur auglýst fasteignirnar og reksturinn til sölu eða leigu og eru nokkrir aðilar að velta fyrir sér að gera tilboð, að sögn Ólafs Elíssonar sparisjóðsstjóra. Hann býst við að reynt verði að ná samkomulagi á næstu dögum, helst fyrir áramót. Ólafur segir að leigan nemi nærri 20 milljón- um króna á ári en vill ekki segja hverju ársveltan gæti numið. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- stjóri í Hveragerði,hefur fullan trú á að rekstur verði hafinn í Eden innan tíðar. - ghs Eden í Hveragerði: Fór í þrot og var lokað EFNAHAGSMÁL Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 18,1 prósent síðastliðna tólf mánuði, sam- kvæmt nýjum útreikningum Hag- stofunnar og hefur ekki hækkað jafn mikið síðan í maí 1990. Verð- bólgan nú hækkaði um 1,52 pró- sent frá því í nóvembermánuði. Vísitölutryggðar skuldir Íslend- inga eru, gróflega áætlaðar, um 1.100 milljarðar, samkvæmt Ólafi Darra Andrasyni, deildarstjóra hagdeildar ASÍ. Samkvæmt því hækkuðu vísitöluskuldir um 16,7 milljarða við þessa hækkun verð- bólgu. Frá og með 1. desember gátu lántakendur, með innlend verð- tryggð veðlán, fengið greiðslu- jöfnun. Fylgja afborganir þá greiðslujöfnunarvísitölu í stað vísitölu neysluverðs. Í greiðslu- jöfnunarvísitölu er vegin launa- þróun og þróun atvinnustigs. Í niðursveiflunni fylgja því greiðslujöfnuð lán mun lægri vísi- tölu en lán sem fylgja vísitölu neysluverðs. Mismuninum á greiðslum er frestað, þar til kaup- máttur atvinnutekna hefur aftur náð sama stigi og um síðustu ára- mót. Tímabundið verður greiðslu- byrðin af greiðslujöfnunarlánum því léttari, en þegar upp er staðið munu slík lán verða dýrari þegar tekið er tillit til vaxta og verð- bóta. Hægt er að taka dæmi af láni, sem fylgir neysluverðsvísitölu, þar sem afborgun í desember var 100 þúsund krónur. Í janúar mun afborgunin hækka í 102 þúsund og um þúsund krónur að auki í febrúar, miðað við verðbólgu og útreikninga sérfræðinga félags- málaráðuneytisins. Afborgun sama láns, sem breytt var í greiðslujöfnunarlán, var 1. desember verður 94 þúsund og 91 þúsund í febrúarmánuði, miðað við spár um launaþróun og atvinnuleysi. Munurinn á afborguninni eftir því hvor leiðin er farin verður því um tólf þúsund krónur í febrúar og líkur eru á að hann muni auk- ast fram undir mitt ár 2009. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum hafa tæplega tvö hundruð manns óskað eftir greiðslujöfnun og upplýsingafull- trúi Kaupþings segir að á annað hundrað lánum hafi verið umbreytt í greiðslujöfnunarlán hjá þeim. Ekki fengust upplýsing- ar hjá Glitni og Íbúðalánasjóði, en hægt er að sækja um breytingu fyrir 20. hvers mánaðar. svanborg@frettabladid.is Hækkun verðbólgu ekki meiri í átján ár Verðbólga síðastliðna 12 mánuði hefur ekki verið meiri síðan í maí 1990. Með tilkomu greiðslujöfnunarlána lækkar afborgun í febrúar um 12 þúsund krónur á láni sem var með 100 þúsund króna afborgun í desember. BREYTINGAR Á MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM LÁNA Í þúsundum króna Mánuður M.v. vísitölu neysluverðs M.v vísitölu greiðslujöfnunar des 2008 100 94 jan 2009 102 93 feb 2009 103 91 Miðað við lán þar sem afborgun var 100 þúsund nú í desember. BREYTINGAR Á VÍSITÖLU NEYSLUVERÐS FRÁ 1989 Ársbreyting síðustu 12 mánuði í % 18,1% 25,2% júní 1989 desember 2008 25 20 15 10 5 0 VIÐSKIPTI Félag kráareigenda hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er harðlega aðför stjórnvalda að veitingastöðum með hækkun áfengisgjalda. Í tilkynningunni kemur fram það álit félagsins að með hækkun- inni séu stjórnvöld að beina viðskiptum frá veitingahúsum, sem séu einkarekin fyrirtæki, til vínbúða sem séu í eigu ríkisins. Þannig sé verið að stuðla að miklum erfiðleikum í rekstri veitingahúsa, enda neyðist veitingamenn til að mæta hækkuninni með frekari verð- hækkunum en hafi nú þegar átt sér stað. - kg Félag kráareigenda: Mótmæla aðför stjórnvalda KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.