Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.12.2008, Blaðsíða 28
 23. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR Skatan var á leið í pottinn hjá Vigni Hlöðverssyni og Mike Viney, kokkum á Grand hóteli, enda eiga þeir von á um 300 manns í mat í hádeginu í dag. Mike smakk- aði þennan kæsta eðalrétt fyrst í fyrra og kunni alls ekki að meta hann en Vignir er kampakátur. „Við höfum verið með skötu- veislu í mörg ár á Þorláksmessu hér á Grand hóteli. Það hefur verið geysivinsælt og við erum með fullbókað,“ segir Vignir, sem er yfirmatreiðslumaður á staðn- um. Mike er breskur og kynnt- ist ekki skötu fyrr en á síðasta ári. „Ég var ekki hrifinn,“ segir hann með áherslu en kveðst samt ætla að standa sína plikt í eld- húsinu, jafnvel þótt hann tárist yfir lyktinni. Skyldu þeir félagar verka skötuna sjálfir? „Nei, við kaupum hana af góðum mönnum sem kunna til verka. Hluti henn- ar kemur að vestan,“ segir Vign- ir, sem býður upp á þrjár gerðir, lítið kæsta, miðlungs og svokall- aðan Vestfirðing sem er sú sterk- asta. „Við erum líka með saltfisk og nætursaltaðan fyrir viðkvæma og berum fram rófur, kartöflur, rúgbrauð, hangiflot, hamsa og hnoðmör. Þetta á að henta öllum og sumir koma bara til að vera með en ekki vegna aðdáunar sinn- ar á skötu.“ En telur Vignir ekki vont að fylla hótelið af svona vondri lykt rétt fyrir jólin? „Nei, lykt- in er fljót að fara. Það er ágæt loftræsting í húsinu og við erum með skötuna á afmörkuðu svæði. Svo er lítill umgangur hér eftir veisluna og fram undir kvöld en þá koma erlendir gestir sem munu dvelja hér yfir jólahátíð- ina.“ - gun Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona heldur fast í hefðir æsku sinnar á Þorláksmessu. „Sem barn, og reyndar langt fram á fullorðinsár, fórum við fjölskyld- an alltaf á aðalæfingu jólasýning- ar Þjóðleikhússins á Þorláksmessu, en foreldrar mínir unnu báðir í Iðnó, þar sem ekki voru jólafrum- sýningar,“ segir Ragnheiður um Þorláksmessusiði bernskuáranna. „Úr leikhúsinu fórum við ávallt í skötuveislu hjá Ninna föðurbróð- ur mínum og Gullu, konu hans. Það var dýrðlegur fjölskyldufagnaður með vestfirskri, verulega kæstri skötu, þannig að maður gat rétt al- mennilega dregið andann, hnoð mör og staupi af brennivíni. Síðan var farið heim að skreyta,“ segir Ragnheiður sem rekur föðurætt sína vestur í Hnífsdal. „Eiginmað- ur minn gaf þeim Gullu og Ninna kassa með glerloki, en í honum var hamar sem hlaut nafnið Fnykvari; til öryggis ef maður væri við dauð- ans dyr úr skötu fnyk. Fnykvara fylgdi svohljóðandi vísa: Þó að skatan skilning teppi skynfæranna minna, þessu boði því ei sleppi, Þorláks, Gullu og Ninna. Ragnheiði finnst Þorláksmessa sviplaus án skötu, en undanfarin ár hefur skötuveislan færst yfir í hús foreldra hennar, leikarahjónanna Steindórs Hjörleifssonar og Mar- grétar Ólafsdóttur. „Mér þykir skata vera herra- manns matur og alltaf gaman að tárast yfir henni. Dóttir mín og eiginmaður fá sér kæsta pítsu á meðan við sonurinn förum í skötu, en mér þykir vænt um að smekkur- inn haldist áfram meðal afkomenda minna,“ segir Ragnheiður, sem á annan dag í jólum mun stíga á fjalir Þjóðleikhússins í Sumarljósi eftir Jón Kalman Stefánsson. „Nú verð ég sjálf að leika á að- alæfingu á Þorláksmessu. Það er sterk hefð hjá leikhúsfólki að mæta og mörgum sem finnst ekki vera jól nema farið sé í leikhúsið. Á eftir förum við í skötuveisluna og aðeins í bæinn til að upplifa andrúmið, en drífum okkur svo heim að klára, því eins og amma mín sagði: „Hún er drjúg innansleikjan“,“ segir Ragn- heiður sem ávallt skreytir heimili sitt á Þorláksmessukvöld. „Krakk- arnir harðneita að skreyta fyrr en á Þorláksmessu, eins og tíðkaðist áður meðal þjóðarinnar. Við erum enn í þeim takti og ljúkum öðrum undirbúningi fram eftir, en helst vil ég geta sofið út á aðfangadag og eiga bara eftir að skipta á rúm- unum og viðra vel. Það skiptir svo miklu að fá ferskt loft í sængurföt- in á jólanótt.“ - þlg Hún er drjúg innansleikjan Ragnheiður Steindórsdóttir hóf jólaundirbúninginn snemma í ár; sendi jólakortin í tíma og smám saman hafa jólagjafirnar skilað sér heim á borð þar sem hún lýkur við að pakka þeim í litríkan jólapappír, ásamt því að skreyta húsið hátt og lágt á Þorláksmessu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ólíkar skoðanir á skötunni Þeir Vignir og Mike á Grand hóteli ætla að bera fram þrenns konar skötu fyrir gesti sína í dag. Mike kann ekki að meta fnykinn. FRÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N 6. janúar 8. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.