Fréttablaðið - 23.12.2008, Page 42

Fréttablaðið - 23.12.2008, Page 42
26 23. desember 2008 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is 23. desember Þorláksmessa 11-17 24. desember Aðfangadagur LOKAÐ 25. desember Jóladagur LOKAÐ 26. desember Annar í jólum LOKAÐ 27. desember Laugardagur 13-16 28. desember Sunnudagur 13-16 29. desember Mánudagur 11-17 30. desember Þriðjudagur 11-17 31. desember Gamlársdagur LOKAÐ 1. janúar Nýársdagur LOKAÐ 2. janúar Föstudagur LOKAÐ GERÐUBERG Gerðubergi 3-5  Sími 575-7700  www.gerduberg.is  gerduberg@reykjavik.is opnunartími sýninga um hátíðarnar Menningarmiðstöðin Gerðuberg Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða Starfsfólk Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs Gleðileg jól Ekki er ofsögum sagt að Erla Bolla- dóttir hafi á sínum tíma verið fyr- irlitnasta kona landsins, eins og fram kemur á kápu nýútkominnar ævisögu hennar. Sem ein af aðal- persónunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtöluðustu sakamálum síðari tíma hér á landi, hefur Erla verið tíður gestur milli tanna á slúður- og skandalaþyrst- um almenningi í yfir þrjá áratugi, þótt lægst hafi stjarnan hnigið á áttunda og níunda áratugnum. Ævisagan, sem ber hinn skemmti- lega tvíræða titil Erla, góða Erla, skiptist í raun í fjóra hluta. Eðli málsins samkvæmt eru Guðmund- ar- og Geirfinnmálin fyrirferðar- mest, og gerir Erla vel í að ljóstra upp ýmsum upplýsingum og smá- atriðum um innviði hinnar viða- miklu lögreglurannsóknar og fang- elsisvistarinnar sem fylgdi í kjölfarið. Sem slík er sagan skyldu- lesning fyrir áhugamenn um málið og ætti að treysta enn í sessi þá viðteknu skoðun að í úrvinnslunni hafi átt sér stað allsherjar klúður, mannréttindabrot og dómsmorð. Meðal annars minnist Erla í fyrsta sinn opinberlega á kynferðislega misnotkun sem hún varð fyrir meðan á langri gæsluvarðhalds- vist hennar stóð, en lætur lesend- um eftir að reikna út hver rann- sóknarmanna átti þar í hlut. Ekki minna áhugavert er þó að fræðast um uppvöxt Erlu og þá runu atburða sem varð til þess að hún missti smám saman sjónar á beinu línunni bragðvísu. Áföll af ýmsu tagi virðast varða veginn fram á unglingsár og rennir frá- sögnin stoðum undir þá kenningu Erlu að henni hafi ungri lærst að til einskis væri að lifa flekklausu lífi; allt væri dæmt til að fara til fjandans á endanum. Þetta atriði fær aukið vægi þegar haft er í huga hversu mjög í mun Erlu var að þóknast rannsóknaraðilum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum með fölskum játningum. Þó kemur Erla þessu til skila án þess að beri um of á sjálfsvorkunn eða afneit- un. Hún horfist í augu við galla sína, og er það gegnumgangandi í sögunni. Þegar Erla hafði setið af sér dóm sinn tóku við nokkur ár í viðjum fíkniefnaneyslu á fjarlægum ströndum. Þessum tíma í lífi henn- ar er oft og tíðum óþægilega hrein- skilnislega gerð skil, enda líferni sem fæstir þekkja af eigin raun. Fór svo á endanum að Erla fann frið í trúnni, hjálparstörfum og maraþonhlaupum, og einblína lokakaflar bókarinnar á þetta lífs- skeið. Þeir kaflar eru fráleitt jafn krassandi og hinir fyrri, og mögu- lega of margir og langir, en rétt- lætanlegt er að björtu hliðunum séu gerð skil ekki síður en þeim dökku. Erla, góða Erla segir sögu af helst til viðburðaríku lífshlaupi rúmlega fimmtugrar konu, sem þrátt fyrir alla sína vankanta kemur lesendum fyrir sjónir sem bæði dugleg og hugrökk. Hrein- skilni er slíkri sögu nauðsynleg og er í lykilhlutverki hér. Kjartan Guðmundsson Uppgjör meints glæpakvendis Fjóli Fífils einkaspæjari er mætt- ur til leiks öðru sinni. Með honum í för er Fornfríður vinkona hans og hinn dyggi ofurhamstur Pedró. Sögurnar af Fjóla eru í teikni- myndastíl. Söguþráðurinn er hrað- ur, allar lýsingar litríkar og mynd- rænar og samtölin lík því að geta átt heima í talsetningu í teikni- mynd. Sögupersónurnar eru ýktar rétt eins og söguþráðurinn. Sagan daðrar aðeins við raunveruleik- ann, í lausn sakamálsins koma bæði Rússland og Noregur við sögu, þó að staðarheiti í sögunni sé að finna í hvorugu landinu. Forn- fríður er vel að sér í öllu sem er fornt og veit hvar á að leita heim- ilda. Gátan sjálf tengist norrænni goðafræði. Þrátt fyrir að goða- fræðin sé sannarlega ekki raun- sæisleg verður vísanin til hennar til þess að hægja mátulega á hrað- anum í sögunni. Höfundur ætlar sér greinilega stóra hluti með Fjóla og hans fólk. Rétt eins og fyrri bókin gaf fyrirheit um fram- hald bendir margt til þess í lok bókarinnar að framhalds megi vænta. Kristjana hefur fengið nýjan myndskreyti til liðs við sig. Eva Kristjánsdóttir myndskreytir þessa bók en fylgir þeim stíl sem Ingi Jensson lagði upp með í fyrstu bókinni um spæjarana. Eva er sög- unni trú og myndirnar líkar því að vera klipptar út úr teiknimynd. Hver veit nema aðdáendur Fjóla Fífils megi eiga von á því að sjá hetjuna hreyfast á skjánum ein- hvern daginn. Fjóli Fífils er hröð og galsafull spennusaga, þar sem teiknimynda- heimurinn mætir heimi skáld- sagnanna. Hildur Heimisdóttir Galsi og hraði BÓKMENNTIR Fjóli fífils - Lausnargjaldið Kristjana Friðbjörnsdóttir ★★★ Hröð og galsafull spennusaga. BÓKMENNTIR Erla, Góða Erla Erla Bolladóttir ★★★★ Áhugaverð ævisaga einnar umtöl- uðustu konu landsins. vel skrifuð og hreinskilin. UMDEILD Erla Bolladóttir hefur gefið út ævisögu sína. Kl. 22 Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða haldnir í Háskólabíói í kvöld. Í meira en tuttugu ár hefur Bubbi haldið þessari hefð sinni á Þorláksmessunni og eru tónleikarnir orðnir fastur liður í jólaundirbúningnum hjá aðdáendum hans. Bubbi hefur verið þekktur fyrir að ræða málin opinskátt á þessum tónleikum og verður væntanlega engin breyting á í kvöld. Að venju verður útvarpað frá tónleikunum á Bylgjunni. Miðaverð er 2.900 krónur og fást miðar á vodafone.is og í verslunum Vodafone. Ný tónleikamynd með Sigur Rós er í undirbúningi. Leikstjórinn heitir Vincent Morrisset, sá hinn sami og tók upp myndband við lag kanadísku sveitarinnar Arcade Fire, Neon Bible. Morrisset tók upp tvenna tón- leika Sigur Rósar í London í síð- asta mánuði sem hann mun klippa til á næstunni og búa til heil- steypta tónleikamynd. Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin kemur út en ljóst er að hún verður ekkert í líkingu við heimildar- myndina Heima, þar sem ýmis- legt annað spilaði inn í en bara frammistaða sveitarinnar á tón- leikum. Ný tónleikamynd

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.