Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 8
8 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR NOREGUR Óslóarborg hefur ákveðið að veita tugum milljarða norskra króna í byggingaverkefni af ýmsu tagi í Ósló á næsta ári, að sögn NRK. Borgin ætlar að byggja leik- skóla, skóla, íþróttahús og hjúkrunarheimili og fara í viðhald fyrir samtals um 30 milljarða norskra króna, eða sem samsvarar tæpum 600 milljörðum íslenskra króna. Þetta er gert til að halda uppi atvinnustigi í borginni. Fjárveitingin er ekki ný af nálinni heldur er sveitarfélagið mikið til að nota peninga sem höfðu verið eyrnamerktir í framkvæmdir en aldrei verið notaðir. - ghs Atvinnustigið í Ósló: Milljarðar settir í framkvæmdir ALÞINGI Rúmlega 7,6 milljörðum króna af heildarútgjöldum til heil- brigðismála var varið til geðheil- brigðismála á árinu 2007. Gera má ráð fyrir að þetta sé eingöngu hluti af útgjöldum til geðheilbrigðis- mála þar sem þjónusta getur verið fjármögnuð af félagsmálayfirvöld- um og/eða sveitarfélögum, til dæmis þjónusta við geðfatlaða. Þessar upplýsingar koma fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrir- spurn Sivjar Friðleifsdóttur, þing- flokksformanns Framsóknar- flokksins og fyrrverandi heilbrigðis ráðherra. Útgjöld Landspítalans til geð- heilbrigðismála námu rúmum þremur milljörðum króna á síðasta ári en aðrar stofnanir sem nutu hvað hæstra ríkisframlaga til málaflokksins voru SÁÁ, Sogn, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilsu- gæsla höfuðborgarsvæðisins, Reykjalundur og Dvalarheimilin Ás og Fellsendi. Útgjöld til sértækra forvarna-, meðferðar- og greiningarúrræða sem Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins sér um hafa vaxið sem hlutfall af heildarútgjöldum. Þá er áætlað að um 30 prósent samskipta heimilislækna tengist að meira eða minna leyti geðrænum einkenn- um, hvert svo sem tilefnið er. Í svari ráðherra kemur fram að tauga- og geðlyf eru kostnaðar- samasti lyfjaflokkurinn sem Tryggingastofnun ríkisins (TR) greiddi til á árinu 2007. Námu útgjöld til hans 2,2 milljörðum króna. Hafa verður hugfast að í lyfjaflokknum eru önnur lyf en geðlyf, svo sem lyf sem notuð eru vegna taugasjúkdóma, róandi lyf og svefnlyf. Lyfjakostnaður TR það ár nam rúmum sjö milljörðum. Þá kemur fram að árið 2007 voru tæplega 38 þúsund komur til sjálf- stætt starfandi geðlækna. Útgjöld ríkisins vegna þeirra námu rúm- lega 233 milljónum. Sjúklingar greiddu sjálfir rúm 26 prósent af heildarútgjöldum. Samkvæmt svari ráðherra var 130 milljónum króna veitt til menntunar og sérmenntunar fag- fólks á geðsviði Landspítala árið 2007. bjorn@frettabladid.is Tæpir átta milljarðar til geðheilbrigðismála Sex og hálfu prósenti af heildarútgjöldum til heilbrigðismála er varið til geð- heilbrigðismála. Tauga- og geðlyf kostuðu ríkið rúma tvo milljarða árið 2007. Það ár greiddi ríkið 230 milljónir fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi geðlækna. DEILD 31E Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn fyrrverandi heilbrigðisráðherra að útgjöld LSH til geðheilbrigðis- mála námu rúmum þremur milljörðum króna á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HRYÐJUVERKAVARNIR ÆFÐAR Indó- nesískir sérsveitarmenn síga niður á þak hótels úr þyrlu ásamt hundum sínum í umfangsmikilli hryðjuverka- varnaæfingu í höfuðborginni Djakarta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI „Ég get lofað því að þetta eru síðustu jólin þar sem íslensku plöturnar eru prentaðar í Austurríki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður og útgefandi. Hann gefur út plötu sína Silfursafnið sem nú þegar hefur selst í um 13 þúsund ein- tökum eða meira en nokkur önnur fyrir þessi jól. „Ég fékk minn skerf af kreppunni en hún kíkti í heim- sókn til mín í því formi að ég lét prenta plötuna mína í Austurríki en þegar ég gekk frá því í sumar var evran í 80 krónum. En svo dundu ósköpin yfir og kostnaður sem átti að verða 2,8 milljónir fór í 5,8 milljónir. Ég þurfti því að selja 10 þúsund plötur til að koma út á sléttu.“ Hann segist því telja að útgefendur muni frekar láta prenta hljómdiskana á Íslandi um næstu jól. „Það er reyndar engin prentsmiðja hér sem sérhæfir sig í prentun geisla- diska en ég er viss um að ef prentsmiðjurnar fá stórt upplag geta þeir boðið gott verð.“ - jse Páll Óskar þurfti að selja tíu þúsund diska: Spáir íslenskri prentun PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON GRÆNLAND Umfangsmikil sameining sveitarfélaga á Grænlandi tekur gildi um áramót. Fækkar sveitarfélögum úr átján í fjögur. Mörg sveitarfélög hafa verið fámenn og veikburða sem hefur aftrað flutningi margvíslegra verkefna frá landsstjórninni til sveitarfélaga. Með sameiningunni er þess freistað að styrkja sveitarstjórn- arstigið og fjölga verkefnum þess. Um 57 þúsund manns búa á Grænlandi. Lágmarksíbúafjöldi í nýju sveitarfélögunum verður átta þúsund. - bþs Sveitarfélög á Grænlandi: Fækkar í fjögur um áramótin STJÓRNSÝSLA Það kemur í hlut kjararáðs að fjalla um ósk forseta Íslands um að laun hans verði lækkuð. Forseti sendi nýverið fjármála- ráðherra erindi þar sem hann fer fram á að laun hans verði lækkuð á sama hátt og laun forsætisráð- herra og forseta Alþingis, sem eru handhafar forsetavalds. Launalækkun þeirra er byggð á sérstökum lögum sem samþykkt voru á síðustu starfs- dögum þingsins. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu verður erindi forsetans sent kjararáði til afgreiðslu. - bþs Beiðni um lækkun launa: Kjararáð fjalli um ósk forseta ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON LÍKAMSRÆKT Afgreiðslutími sundlauganna í Reykjavík verður lengdur um jól og áramót. Í dag, aðfangadag eru allar laugarnar opnar til klukkan 12.30. Á morgun, jóladag eru laugarnar lokaðar en á annan dag jóla getur sundáhugafólk svo sótt Árbæjar- laug eða Laugardalslaug sem opnar eru milli klukkan 12 og 18. Milli jóla og nýárs verður opnunartími sundlauganna með hefðbundnu sniði. Á gamlársdag verður opið í öllum laugum til klukkan 12.30 en á nýársdag er opið í Laugardalslaug frá klukkan 12 til 18. - ovd Opnunartími sundlauganna: Sundlaugarnar opnar um jólin FRÁ LAUGARDALSLAUG Slakað á í heita pottinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNING Á vefsíðu Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur- borgar er nú að finna texta um íslenska jólasiði á fimm tungu- málum. Það eru enska, litháíska, pólska, spænska og taílenska. Á vefnum segir að upplýsing- arnar séu innlegg í starfsemi ÍTR í jólamánuðinum og liður í að efla þjónustu við innflytjendur á Íslandi. Upplýsingarnar má finna undir viðkomandi þjóðfána á síðunni itr.is - ovd Þjónusta við innflytjendur: Upplýsa um íslenska jólasiði GLUGGAGÆGIR Íslensku jólasveinarnir eru meðal annars kynntir á síðu ÍTR. AUSTURRÍKI, AP Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu hefur ákveð- ið að hætta starfsemi sinni í Georg- íu vegna andstöðu Rússa. Ekki hefur náðst samkomulag um fram- hald verkefnisins, sem hefur verið í gangi síðan 1992. Allar ákvarðanir stofnunarinnar eru háðar einróma samþykki allra aðildarríkjanna, þannig að til þess að koma í veg fyrir frekara starf í Georgíu þurfti ekki nema að eitt aðildarríkið væri á móti. „Þetta snýst um það,“ segir Ian Cliff, sendiherra Breta, „að Rússar standa fastir á því að viðurkenna þurfi sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu í framtíðarskipulagningu starfsins.“ Alexander Stubb, utan- ríkisráðherra Finnlands og formað- ur ÖSE, segist vonast til þess að hægt verði að hefja Georgíustarfið að nýju eftir ár. Um 200 starfsmenn hafa sinnt þessu verkefni í Georgíu, bæði heimamenn og útlendingar. Starfið er fjölbreytt, ekki aðeins eftirlit með stríðsátökum heldur er einnig unnið að mannréttindamálum, efnahagsmálum, umhverfismál- um, stjórnsýslueftirliti og fjöl- miðlafrelsi. Rússar hafa síðan í sumar, í kjölfar nokkurra vikna stríðs við Georgíu, einir ríkja stutt sjálfstæði héraðanna Abkasíu og Suður-Ossetíu. - gb Rússar setja Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu afarkosti: Hætt við allt eftirlit í Georgíu ÞUNGIR Á BRÚN Johan Verbeke, sendi- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Georgíu, Pierre Morel, sendifulltrúi Evrópusam- bandsins í Georgíu, og Heikki Talvite, sendifulltrúi ÖSE, skýra blaðamönnum frá niðurstöðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.