Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 20
20 24. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR Fyrir sex árum stofnuðu fimm hugsjónakonur Fjölskylduhjálp Íslands. Þangað getur fólk úr lágtekjuhópum, öryrkjar, einstæðir foreldrar, eldri borgarar og aðrir þeir sem tekst ekki að láta enda ná saman leitað eftir mat, fötum, búsáhöldum og fleiru. Nú fyrir jólin nýttu um átta hundruð fjölskyldur sér sérstaka jólaúthlutun Fjölskyldu- hjálparinnar. Hver fjölskylda fékk hátíðarmat á borð við hamborgarhrygg eða hangikjöt, allt meðlæti, ávexti og fleira. „Ég hef verið meðvituð um það í á annan áratug að ákveðnir hópar í þjóðfélaginu hafa það mjög lélegt,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður félagsins. „Maður veit ekki af fátæktinni sem er á Íslandi fyrr en maður fer að starfa í grasrótinni,“ segir hún. Þær Fjölskylduhjálparkonur eyða drjúgum tíma í að afla matar, ýmist með því að fá hann gefins eða með því að kaupa hann fyrir framlög. Ásgerður Jóna segir sérstaklega marga hafa lagt hönd á plóginn nú fyrir jólin. „Það er ánægjulegt að sjá hvað margir eru duglegir að hjálpa fyrir jólin. Stuðningurinn frá fyrirtækjum og einstaklingum er ómetanlegur. Konunum sem stofnuðu Fjölskylduhjálpina með mér hlýnar um hjartaræturnar við það. Þær hafa stöðugar áhyggjur af því að eiga nóga peninga til að kaupa mat fyrir fólkið.“ Um allt land eru Kiwanis-klúbbar starfandi sem flestir reka styrktarsjóði sem úthlutað er úr fyrir jól. Einn þeirra er kvenna- klúbburinn Sólborg í Hafnarfirði. Fyrir hver jól í þau fimmtán ár sem klúbburinn hefur starfað hefur hann gefið af sér til þarfra málefna. „Við búum til kertaskreytingar sem við seljum til fyrirtækja í bænum. Þetta hefur verið okkar stærsta fjáröflunarverkefni í mörg ár,“ segir Dröfn Sveinsdótt- ir, ein Sólborgarkvenna. Konurnar í klúbbnum leggja mikið í kertaskreytingarnar og sækja oftar en ekki námskeið í kerta- skreytingum sem sérstök jólaföndurnefnd klúbbsins skipuleggur. „Við bjuggum til um hundrað skreytingar í ár sem seldust allar til fyrirtækja í Hafnarfirði,“ segir Dröfn. „Skreytingin er svo afhent á aðventunni með jólakveðju.“ Hvern jólakrans selja þær á 3.900 krónur. Það er því dágóð summa sem safnast og rennur hún öll til góðgerðarmála. „Við höfum það fyrir reglu að styrkja Mæðra- styrksnefnd fyrir jólin. En við höfum líka meðal annars lagt íþróttafélaginu Firði lið og barna- og unglingageðdeild Land- spítalans.“ Dröfn segist varla geta hugsað sér að vera án fundanna í Sólborg. „Það er gott að vinna að einhverju góðu og geta glatt einhvern. Það gefur manni svo mikið til baka.“ „Það er til yndislegt hugtak í íslensku – sælla er að gefa en að þiggja. Fyrir mér snúast jólin um að gefa af mér. Það gerir hjarta mitt svo innilega glatt,“ segir Guðrún Langfeldt. Hún eyðir kvöldinu ásamt eiginmanni sínum, Hilmari Á. Ragnarssyni, börnunum þeirra og um það bil tuttugu öðrum sjálfboðaliðum á Hjálpræðishernum. Þar býðst heimilislaus- um og snauðum að fagna jólunum með öllu tilheyrandi. Þar er dansað í kringum jólatréð, allir fá pakka og auðvitað alvöru jólamat með öllu. Búist er við allt að tvö hundruð manns í kvöld. Þau hjónin hafa séð um að elda aðfanga- dagskvöldverðinn allt frá því árið 1999. Síðan þá hefur fjölskyldan öll sameinast um að gera jólamáltíðina á Hernum sem allra besta. „Við fáum bestu lambalæri sem völ er á, sem við fáum úrbeinuð frá Nóatúni. Þau eru krydduð á sérstakan hátt sem við hjónin höfum þróað með okkur. Þarna myndast alveg yndisleg stemning. Enda er mjög sjaldgæft að sjálfboðaliðar komi bara einu sinni. Þeir koma yfirleitt alltaf aftur.“ Fjölskyldan saknar þess ekkert að vera heima hjá sér á aðfangadagskvöld og geymir pakkana fram á jóladag. „Dætur okkar voru bara smástelpur þegar við byrj- uðum á þessu. Þær voru fljótt farnar að spyrja hvort við yrðum ekki alveg örugg- lega á Hjálpræðishernum um jólin. Þeim finnst þetta svo gaman.“ Guðrún fann Jesú fyrir 22 árum, sem hún segir hafa umbreytt lífi sínu. „Það að gefa hefur að gera með elsku mína til Jesú eða kærleik- ann sem ég finn að Jesú hefur til mín. Þessi kærleikur er svo sterkur innra með mér að ég þrái að gefa hann frá mér. Ég elska að gefa gjafir, helst þeim sem eiga ekki von á því að fá gjöf frá mér. Að koma einhverjum á óvart er mín stærsta skemmtun.“ Kveikja jólaljós í hjörtum Flestir eiga nóg með eigið annríki í aðdraganda jóla og finnst þeir eiga lítinn tíma aflögu. En það á ekki við um alla. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir talaði við nokkra miskunnsama samverja sem fórna drjúgum tíma með bros á vör í þágu annarra. GUÐRÚN LANGFELDT, SJÁLFBOÐALIÐI Á HJÁLP- RÆÐISHERNUM Guðrún, eiginmaður hennar og börn hafa eytt mörgum árum á Hjálpræðis- hernum þar sem þau sjá um að búa til dýrindisjólakvöldverð. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR DRÖFN SVEINSDÓTTIR KIWANISKONA Konur í Kiwanis-klúbbnum Sólborg í Hafnar- firði föndra hundrað kertaskransa fyrir jólin. Andvirði kransanna rennur til þarfra mála. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR FJÓRAR AF FIMM Anna Auðunsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Ragna Rósants dóttir og Guðrún Magnúsdóttir. Þær, auk Guðbjargar Pétursdóttur, stofnuðu Fjölskylduhjálp Íslands fyrir sex árum. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Hamrahlíðarkórinn Á hverjum degi í aðdraganda jóla og yfir hátíðarnar þeysist söngfólk úr Hamrahlíðarkórn- um út um borg og bý og syngur jólin inn í hjörtu þeirra sem mæta þeim. „Það er ómetanlegt að geta kveikt á ljósinu í hjörtum hvers annars. Það er lifandi mynd af því sem jólin fjalla um,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri. Fyrir jólin söng Hamrahlíðarkórinn meðal annars fyrir syrgjendur í Grensáskirkju og fyrir vist- menn og starfsfólk á Kleppi. Í gærkvöld leiddi hann svo Friðargönguna ásamt kór Menntaskólans í Hamrahlíð. Í kvöld syngja kórarnir aftur saman í miðnæturmessu í Dómkirkjunni. Hjálpa fjölskyldum að halda jólGott að geta glatt aðra Elskar að gefa gjafir Ég elska að gefa gjafir, helst þeim sem eiga ekki von á því að fá gjöf frá mér. Að koma ein- hverjum á óvart er mín stærsta skemmtun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.