Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.12.2008, Blaðsíða 36
 24. DESEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR Rósa Kristjándóttir, djákni á Land- spítalanum, hefur yfirleitt í mörg horn að líta í starfi sínu því hún þjónar Landspítala við Hringbraut og tekur svo vaktir í Fossvogi, Landspítala Landakoti, Landspít- ala geðdeild, Barnaspítala Hrings- ins og líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Hún slær ekki slöku við þessi jólin. „Við erum alltaf með mikið helgihald á aðventu í formi að- ventustundar, þar sem annað hvort kemur saman starfsfólk eða starfsfólk, sjúklingar og aðstand- endur þeirra. Við erum þá með hugleiðingu og höfum haldið utan um þessar stundir. Þess utan er ég síðan með guðsþjónustu.“ Rósa bætir við að átta starfs- menn annist helgihald á spítöl- unum og sjö deili með sér vökt- um yfir árið. „Við skiptum deild- unum á milli okkar og sömuleiðis aðventustundum eftir þeim deild- um sem við þjónum. Þegar að- ventu lýkur er farið inn í aðfanga- dag. Þar eru fimm til sex hátíðar- guðsþjónustur víða um spítalana. Á jóladag leikur svo Lúðrasveit Reykjavíkur undir í guðsþjónustu. Við komum líka á jólaball starfs- manna og opnum þá samveru. Svo eru skráðar þrjár áramótaguðs- þjónustur: á Landakoti, Grensási og í Fossvogi.“ Af ofansögðu má ljóst vera að Rósa hefur í nógu að snúast um jólin sem endranær. „Já, hér er sko unnið dag og nótt. En ég er hjúkr- unarfræðingur og hef vanist því að vinna alla daga. En því má held- ur ekki gleyma að þetta er mjög gefandi í alla staði.“ - rve Rósa er með kyrrðarstundir á fimmtudögum sem eru að hennar sögn vel sóttar. „Ég held að fólk sæki sérstaklega í andlega næringu núna.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Er gefandi í alla staði Í fangelsum landsins eiga margir um sárt að binda yfir hátíðarnar. Hreinn Hákonarson fangaprestur segir foreldra í fangelsum eiga erfiðast um jól. „Jólin eru fyrst og fremst fjöl- skylduhátíð og í fangelsum verður aðskilnaður fjölskyldna hrópandi á mjög skammarlegan hátt; því í fangelsisvist felst yfirlýsing sam- félagsins um vanþóknun á gjörðum fangans,“ segir séra Hreinn Hákon- arsonar fangaprestur, sem predikar í fjórum guðþjónustum á aðfanga- dag. „Jólahald í fangelsum er með hefðbundnum hætti. Ég verð með guðþjónustur á Sogni klukkan 14, Litla-Hrauni klukkan 16, í Hegning- arhúsinu klukkan 18 og Kópavogs- fangelsi klukkan 19.30. Fangar fá jólagjafir sem þeir taka upp í fyrra fallinu á aðfangadag og flestir sjá um jólamatinn sjálfir. Margir eru afbragðs kokkar og með því að elda sjálfir þurfa þeir að hugsa um hvað á að vera í matinn og vera hagsýnir, en allir fá þeir matarpeninga til að versla með í Rimlakjöri,“ segir séra Hreinn um jólahátíðina í fangelsum landsins, þar sem margir eiga mjög Jóladagar einsemdar, „Á aðfangadag er hátíðarguðs- þjónusta klukkan 15.30 í kapellu líknardeildarinnar. Þá er opið fyrir sjúklinga og aðstandend- ur og reynt að gera þetta eins há- tíðarlegt og hægt er. Líka fyrir starfsfólkið. Enda snýst þetta ekki um dauðann heldur að njóta líð- andi stundar,“ segir Svandís Írís Hálfdánardóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítalanum, sem hefur starfað á líknardeild spítal- ans yfir jólin. Alls eru átta rúm á líknardeild og yfirleitt er þar fullt að sögn Svandísar. „Allt er gert til að koma því við að sjúklingarnir fái að fara heim í að minnsta kosti nokkra klukkutíma á aðfangadag. Margir aðstandendur koma líka á aðfanga- dagskvöld, sumir með mat að heiman til borða með sínum nán- ustu. Engin ein leið er til að fara í gegnum jólin. Hver og einn verð- ur að finna hvað gefur stundinni gildi, en við reynum að stuðla að því að stundirnar verði innihalds- ríkar með því að mæta þörfum sjúklinga og aðstandenda. Þetta er ómetanlegt fyrir aðstandendur, einkum þegar fram í sækir.“ Svandís bætir við að sorgin sé óhjákvæmileg um jólin. „Ég heyrði eitt sinn að í lífinu væri sorgin 30 prósent, gleðin 30 og hitt undir manni sjálfum komið. Gald- urinn er að gera gleðinnni hærra undir höfði þótt sorgin sé undir- liggjandi. Þetta snýst um að gera tímann hér og nú mikilvægan.“ - rve Að njóta líðandi stundar Svandís, sem vinnur á líknardeild, segir mikilvægt að gera gleðinni hærra undir höfði á líknardeild um jólin þótt sorgin sé undirliggjandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Séra Hreinn Hákonarson fangaprestur messar í fjórum fangelsum á aðfangadag, ásamt því að flytja ávarp á jólasamkomu Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld. Hann hefur ekki notið hefðbundinna jóla við hátíðaborðið klukkan sex síðastliðin sextán ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jól í Neskirkju 24. desember – aðfangadagur Jólastund barnanna kl. 16.00 Aftansöngur kl. 18.00 Jólasöngvar kl. 23.30 25. desember – jóladagur Hátíðarmessa kl. 14.00 26. desember – annar í jólum Jólaskemmtun barnastarfsins kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 28. desember Messa og barnastarf 31. desember - gamlársdagur Aftansöngur kl. 18.00 1. janúar - nýársdagur Hátíðarmessa kl. 14.00 Helgihald yfi r hátíðarnar 2008 Aðfangadagur á Hrafnistu í Reykjavík Hátíðarguðsþjónusta klukkan 16 í samkomusalnum Helgafelli. Organisti og kórstjóri Magnús Ragnarsson. Kórfélagar úr Áskirkjukórnum syngja ásamt kór Hrafnistu. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið. Forsöngvari Júlíus Vífi ll Ingvarsson. Einsöng syngur Lilja Guðmundsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. Heimilisfólk, aðstandendur og starfsfólk boðið velkomið. 2. dagur jóla Hrafnista Reykjavík - H- bygging Hátíðarguðsþjónusta klukkan 14 á 1. hæð í H- byggingu á Hrafnistu í Reykjavík. Organisti Magnús Ragnarsson. Kórfélagar úr kirkjukór Áskirkju syngja. Einsöng syngur Alma Atladóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. Heimilisfólk, aðstandendur og starfsfólk boðið velkomið. Jóladagur á Vífi lsstöðum Hátíðarguðsþjónusta klukkan 15.30 í samkomusalnum. Organisti og kórstjóri Jóhann Baldvinsson. Kórfélagar úr kirkjukór Vídalínskirkju syngja. Einsöng syngur Júlíus Vífi ll Ingvarsson. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. Heimilisfólk, aðstandendur og starfsfólk boðið velkomið. Aðfangadagur á Hrafnistu Hafnarfi rði Hátíðarguðsþjónusta klukkan 16 í samkomusalnum. Organisti Skarphéðinn Þór Hjartarson. Kirkjukór Fríkirkjunnar syngur. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Gamlársdagur á Hrafnistu í Hafnarfi rði Hátíðarguðsþjónusta klukkan 16 í samkomusalnum. Organisti Skarphéðinn Þór Hjartarson. Kirkjukór Fríkirkjunnar syngur. Séra Sigríður Kristín Helgadóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Grensáskirkja Aðfangadagur 24. desember. Jólastund barnanna kl. 16 í umsjá Lellu. Aftansöngur kl. 18. Geir Jón Þórisson syngur einsöng. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Náttsöngur kl. 23:30 Prestur sr. Ólafur Jóhannsson Jóladagur 25. desember. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir Annar í jólum 26. desember. Jólaguðsþjónusta kirkju heyrnarlausra kl. 14. Prestur sr. Miyako Þórðarson. Frekari upplýsingar á vefsíðunni: www. kirkjan.is/grensaskirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.