Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 2
2 27. desember 2008 LAUGARDAGUR VM Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 575 9800 www.vm.is Hótel KEA, Akureyri, mánudaginn 29. desember kl. 17 Grand Hóteli, Reykjavík, þriðjudaginn 30. desember kl. 17 PERSÓNUVERND Persónuvernd hefur synjað fyrirtækinu Lánstrausti um leyfi til að safna og miðla persónuupplýsingum um greiðsluhegðun einstaklinga. Þetta er í þriðja sinn sem umsókn fyrirtækisins er hafnað. Lánstraust hefur í hyggju að safna saman kröfum á hendur einstaklingum, um gjalddaga, eindaga og greiðsludag, og vinna með þær án tillits til þess hvort vanskil verði. Upplýsingar yrðu nýttar til að reikna út meðal- greiðslutíma hvers einstaklings og seldur yrði aðgangur að þeim. Persónuvernd telur þetta ekki samrýmast lögum um persónu- vernd. - kóp Persónuvernd úrskurðar: Lánstrausti synj- að í þriðja sinn LÖGREGLAN Sextán innbrot voru framin á höfuðborgarsvæðinu frá aðfaranótt aðfangadags til annars dags jóla. Þar af voru sex innbrot framin í gær. Að öðru leyti var fremur rólegt. Aðallega var brotist inn í fyrirtæki, söluturna og skóla en lítið í heimahús. Brotist var inn í Varmárskóla í Mosfellsbæ og þar teknar tölvur og dvd-spilari. Í Laugarnesskóla var skjávarpa og tölvuskjám stolið. Öll brotin eru óupplýst. Þremur vélsleðum var stolið aðfaranótt jóladags. Sjö voru teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. - vsp Erill hjá lögreglunni um jólin: Sextán innbrot á jólunum STJÓRNMÁL Ljóst er að Samfylking- in mun ekki gera breytingar á ráð- herraliði sínu fyrr en eftir lands- fund Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í lok janúar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði um miðjan mánuðinn að ríkisstjórnin yrði að svara kalli almennings um mannabreytingar í ríkisstjórn, Seðlabanka og Fjár- málaeftirlitinu og hún væri að skoða þessi mál hvað Samfylking- una varðaði. Á Þorláksmessu sagði hún hins vegar að engar breytingar yrðu á ráðherraliði flokksins fyrir áramót og hverfandi líkur væru á breyt- ingum á næst- unni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þykir ekki ráðlegt að fara í breytingar á ráðherralið- inu svo skömmu fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingarfólki sé full alvara með að endurskoða stjórnarsam- starfið hafni Sjálfstæðisflokkur- inn Evrópusambandsaðild. Því sé rétt að bíða niðurstöðu landsfund- ar; lítil ástæða sé til breytinga verði stjórnarslit í febrúarbyrjun. Þingmenn Samfylkingar sögð- ust fæstir hafa búist við því að gerðar yrðu breytingar í bráð, þrátt fyrir yfirlýsingar formanns- ins. Þær hefðu verið útspil í innri valdabaráttu flokksins, jafnvel orðaðar til að taka bitið úr gagn- rýni óbreyttra þingmanna; væri von á ráðherrastól héldu menn sig á mottunni. Helst hefur verið nefnt til sög- unnar að þau Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hverfi úr ráð- herrastóli. Þórunn er gömul vin- kona og samstarfskona Ingibjarg- ar, meðal annars úr R-listanum, og ljóst er að ekki verður sárs- aukalaust að víkja henni til hliðar. Verði svo, er líklegast að Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, einnig úr R-listanum, fái embættið. Óljóst er hver yrði eftirmaður Björg- vins, hverfi hann á braut. Lúðvík Bergvinsson hefur lengi keppt við Björgvin og þeir Árni Páll Árnason og Gunnar Svavarsson hafa einnig verið nefndir til sög- unnar. Björgvin hefur lengi haft hug á embætti varaformanns, en Ágúst Ólafur Ágústsson þykir valtur í þeim sessi. Talið er að Ingibjörg Sólrún sé því mótfallin og brott- hvarf Björgvins af ráðherrastóli gæti orðið hluti af stærri fléttu sem lyki með því að Dagur B. Eggertsson, enn einn samstarfs- maður formannsins úr R-listan- um, yrði varaformaður flokksins. Landsfundur Samfylkingarinnar er fyrirhugaður 13. til 15. nóvem- ber. kolbeinn@frettabladid.is Samfylkingin bíður Sjálfstæðisflokksins Samfylking bíður niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins áður en ákvörð- un verður tekin um hrókeringar ráðherra. Niðurstaða í Evrópumálum ræður miklu um framhald stjórnarsamstarfsins. Innanflokksdeilur hjá Samfylkingu. BREYTINGAR Í VÆNDUM? Ljóst er að margir ásælast ráðherrastóla og þeir sem í þeim sitja eru ekki endilega tilbúnir til að standa strax upp. Samfylkingin mun bíða niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokks með mögulegar breytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR DÝRAHALD „Sextán hross eru dauð og sex til átta alvarlega veik,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis. Salmonellusýking kom í ljós í hestastóði á Kjalarnesi á sunnu- dag þegar fólk bar að garði. Eitt hross hafði þá dáið. Samtals hafa sextán látist síðan þá af því 41 hrossi sem var í stóðinu. Stóðið var allt á sama fóðri. „Við erum ekki búnir að finna orsökina, hvort hún kemur frá fóðri eða annars staðar frá. Við teljum hins vegar að salmonellu- sýking sé í yfirborðsvatni þeirra. Skoðun á þeim sýnum er reyndar ekki fulllokið,“ segir Gunnar. Hestarnir eru meðhöndlaðir kvölds og morgna og hvenær sem þurfa þykir í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ af nokkrum dýra- læknum að sögn Gunnars. Reynt er að styrkja vökvakerfi þeirra en það er það sem brenglast þegar þarmarnir hætta að starfa eðli- lega. Ekki þorir Gunnar að segja til um hvort hrossin muni lifa af eða deyja. Hann segir alls engan grun um vanrækslu á hrossunum. „Hestarnir eru í góðu standi og vel feitir,“ segir Gunnar. -vsp Sextán hross hafa látist úr salmonellusýkingu úr einu stóði af Kjalarnesi: Sýking líklega í yfirborðsvatni HESTHÚSAHVERFIÐ Hrossin eru meðhöndluð í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ kvölds og morgna af nokkrum dýralæknum. Sigríður, fórstu í jólaköttinn? „Nei, en margir fengu jólaketti í ár.“ Meteftirspurn var eftir köttum í Kattholti fyrir jólin og tugir katta fengu ný heimili. Sigríður Heiðberg er formaður Kattavina- félagsins og forstöðukona Kattholts. ÚKRAÍNA, AP Að minnsta kosti 26 manns hafa látist og yfir 20 er enn saknað eftir mikla spreng- ingu í stóru íbúðarhúsi í Yevpat- oriya í Úkraínu á miðvikudag. Óttast er að fjöldi fólks sé fast í rústum hússins, sem eyðilagðist í sprengingunni á aðfangadag. Viktor Yushchenko forseti og Yulia Tymoshenko forsætisráð- herra eru í Yevpatoriya og hafa skoðað slysstaðinn. Yushchenko lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í gær og Tymoshenko lofaði að öllum þeim sem komust lífs af verði tryggt húsnæði fyrir áramót. Þá bauðst Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, til þess að senda hermenn úr sjóher Rússlands, sem eru í Úkraínu, til þess að hjálpa til við björgunar- aðgerðir. Það var þó afþakkað. Allt að 700 manns hafa unnið að björgunaraðgerðum og 21 manns hafa fundist á lífi í rústunum. Talið er að sprengingin hafi orðið vegna leka í súrefniskútum, sem geymdir voru í kjallara hússins. - þeb Á þriðja tug lést í sprengingu: Þjóðarsorg ríkir í Úkraínu RÚSTIRNAR Miðhluti hússins hrundi niður í sprengingunni en þar voru 35 íbúðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR BRETLAND, AP Útsölur í Bretlandi og Bandaríkjunum nú eftir jól eru þær mestu sem nokkurn tíma hafa sést. Sala fyrir jól olli miklum von- brigðum á báðum stöðum og var einhver sú lélegasta í mörg ár. Útlitið er því dökkt hjá mörgum verslunum og ekki einu sinni víst að mikil sala á útsölunum muni bjarga þeim. Í Bretlandi tóku neytendur vel í útsölurnar og er talið að um 500 þúsund manns hafi verið í mið- borg London í gærdag. Vonast er til þess að metsala verði á jólaút- sölunum í ár en verð á útsölum hefur verið lækkað um allt að níu- tíu prósent. Verslanir eins og John Lewis og Marks og Spencer hófu útsölur á vefsíðum sínum á jóla- dag og mældist það vel fyrir. Í Bandaríkjunum tóku neytendur útsölunum af meiri ró, þrátt fyrir um 50 til 75 prósenta afslátt á flestum stöðum. Endanlegar tölur úr jólaversluninni og jólaútsölun- um munu ekki liggja fyrir fyrr en í janúar. Jólaverslun á Íslandi gekk betur en í Bretlandi og Bandaríkjunum, og var framar vonum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist ekki vita til annars en að útsölur verði með eðlilegum hætti hér á landi í ár. - þeb Verslanir í Bretlandi og Bandaríkjunum halda brunaútsölur: Reynt að bjarga búðunum ÖRTRÖÐ Í LONDON Um tvö þúsund manns biðu fyrir utan verslun Selfridges á Oxford Street í London í gærmorgun. Ekið á dreng á Sæbraut Ekið var á dreng á reiðhjóli við Sæbraut klukkan rúmlega þrjú í gærdag. Drengurinn er ekki talinn alvarlega slasaður. Að sögn lögreglu segist ökumaðurinn hafa keyrt á eðli- legum hraða. Það verði síðan skoðað út frá ummerkjum, bremsuförum og bremsuskilyrðum. LÖGREGLUFRÉTTIR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P VIÐSKIPTI „Við ætlum að fara í alþjóðlegt hlutafjárútboð á öðrum ársfjórðungi næsta árs og reynum að standa við það, hvort sem það verður í íslensku eða erlendu félagi,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP, sem framleiðir tölvuleikinn Eve Online. Sögusagnir hafa verið á kreiki að CCP flytji starfsemi sína úr landi. Ástæða er sögð vera gjaldeyrishöft á erlendum gjaldeyri hér á landi. Gjaldeyrisreglunum var breytt í síðustu viku þannig að fyrirtæki sem hafa yfir 80 prósent tekna í erlendri mynt fá undanþágu. Vilhjálmur segist vona að CCP falli þar undir og vonar að ekki komi til neinna breytinga hjá CCP. „Við viljum helst hafa félagið skráð á Íslandi,“ segir Vilhjálm- ur. -vsp CCP vill helst vera á Íslandi: Hlutafjárútboð á næsta ári SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.