Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 14
14 27. desember 2008 LAUGARDAGUR Sigurganga Baracks Obama sem sverja mun embættiseið sem Banda- ríkjaforseti í janúar vakti heimsat- hygli og Íslendingar voru engir eftirbátar í því að fylgjast vel með kosningabaráttunni. Áhugafólk um stjórnmál, hvar sem í flokki stendur, kepptist líka við að lýsa stuðningi og aðdáun á Obama sem eftir spennandi baráttu við Hillary Clinton í upphafi forkosninganna sigldi örugglega til sigurs í forvali Demókrataflokksins. Eftir sigur á John McCain í forseta- kosningunum sjálfum hefur hann verið hylltur sem boðberi nýrra tíma. Eftir að efnahagshrunið hér á landi reið yfir skrifuðu margir bloggarar að rík þörf væri á hinum íslenska Obama sem koma ætti þjóðinni á réttan kjöl eftir að því hefði verið siglt í kaf af misvitrum stjórnmálamönnum og útrásarvíkingum. Enn bólar ekki á þeim bjargvætti en nýtt ár er rétt handan við hornið. Það er líka árið sem téður Obama þarf að sanna fyrir heiminum að hann standi undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Hinn 24. ágúst verður lengi í minnum hafður. Þá sat þjóðin límd fyrir framan sjónvarpstækið og fylgdist með Íslendingum etja kappi við Frakka í handbolta í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking. Þó að sigur Frakka væri öruggur þá var stoltið yfir silfri hreint rosalegt og víst er að eftir því var tekið, árangur íslenska landsliðsins rataði til dæmis á forsíðu The New York Times. Handboltaliðið byrjaði vel í keppninni og brátt var þjóðin sem límd við tækin til þess að fylgjast með framgangi liðsins en góð stemning í landsliðshópnum vakti einnig mikla athygli og átti Ólafur Stefánsson fyrirliði þar ekki sístan hlut. Eftir að landsliðið kom heim og fékk móttökur eins og þjóðhöfðingjum sæmir var haft á orði að sannkallað handboltaæði ríkti á landinu. Iðkendum greinarinnar fjölgaði til muna og meira að segja var farið að stunda handbolta á Ísafirði og í Reykjanesbæ þar sem aðrar íþróttir hafa verið hafðar í hávegum til þessa. Þó að tölur liggi ekki fyrir þá er mat þeirra sem til þekkja að handboltaspilurum hafi fjölgað mjög. Áhorfendum á handboltaleiki í meistaraflokkum karla og kvenna hefur einnig fjölgað og því má segja að frammistaða liðsins í ágúst hafi haft mikil áhrif. Árið 2008 er örugglega metár í framleiðslu íslenskra sjónvarpsþátta. Lengi höfum við litið frændur okkar Dani öfundaraugum er kemur að framhaldsþáttagerð og danskir þættir notið óhemju vinsælda hér á landi. En í ár bar svo við að hver þátturinn á fætur öðrum var framleidd- ur og flestir voru sýndir við miklar vinsældir. Kannski má segja að æði þetta hafi hafist með Næturvaktinni haustið 2007 en framhaldið var ekki síður vinsælt. Þátturinn Pressa sem sýndur var á Stöð 2 síðastliðið vor naut einnig vinsælda og þá ekki síður spennuþátturinn Svartir englar sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu. Upphaflega hefði sýningartími Svartra engla og Dagvaktarinnar skarast en vegna óánægju áhorfenda með það var þáttunum hnikað til og allir undu glaðir við sitt, ekki síst áhorfendur sem hafa lengi beðið eftir ári þar sem boðið væri upp á margar og fjölbreytilegar íslenskar þáttaraðir. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi tekið Facebook með trompi árið 2008. Allir og amma þeirra líka skráðu sig á Facebook sem naut vinsælda meðal Íslendinga árið 2007 en varð að algjöru æði árið 2008. Í grein í Fréttablaðinu sem birtist í september kom fram að tæplega sextíu þúsund Íslendingar væru skráðir á Facebook sem var slegið upp á forsíðu. Nú í árslok eru 115 þúsund Íslendingar skráðir notendur, þar af 99 þúsund átján ára og eldri. Sem eru 36% Íslendinga. „Ég sá það á Facebook“ er orðin viðurkennd útskýring í samtölum á meðal manna og alls konar fólk er duglegt að segja frá því á Facebook hvað það er að aðhafast þá stundina. Heyrst hefur að þeir fáu sem enn hafa ekki skráð sig séu annars vegar að reyna að gera þann leik að sérviskulegu og sjarmerandi persónu- einkenni eða þori ekki inn á vefinn af ótta við að rekast á ekkert nema fyrrverandi kærasta eða kær- ustur í þessum netheimi. Söngvamyndin sem byggð er á sam- nefndu leikriti byggðu á lögum sænsku snillinganna Björn Ulvæus og Benny Andersson úr Abba sló í gegn svo um munaði á Íslandi árið 2008. Hún var vinsælasta myndin svo mánuðum skipti hér á landi og sérstakar sýning- ar þar sem efnt var til fjöldasöngs við lög myndarinnar seldust upp á örskömmum tíma. Ekki er hægt að skýra vinsældir myndarinnar með því að Íslendingar á vonarvöl í fjármálum hafi þurft að flýja raunveruleikann með því að horfa á stórleikara á borð við Meryl Streep og Pierce Brosnan bresta í söng, myndin var frumsýnd um mitt sumar, áður en kreppan skall á. Tónlist Abba hefur hins vegar lengi skipað ríkan sess í hugum Íslendinga og myndin spurðist vel út meðal fólks á öllum aldri, ellilífeyrisþegar hópuðust á sýninguna og leikskólabörn söngluðu lögin. Mamma mia mun vera tekjuhæsta kvikmynd í íslenskum kvikmyndahús- um frá upphafi, alls sáu 119.000 manns myndina, sem er vel rúmur þriðjung- ur Íslendinga, hún náði þó ekki að slá stórmyndinni Titanic við, vantaði fimm þúsund áhorfendur upp á það. Abba-ævintýrið var í raun enn víð- tækara, diskurinn með lögum úr mynd- inni seldist í bílförmum og sama má segja um diskinn með bíómyndinni þegar hann var gefinn út í nóvember. Abba-æðið er svosem ekki séríslenskt, en líklega eru ekki margar þjóðir sem geta státað af því að hafa gengið svona langt í því. Mamma mia! Það eru allir á Facebook Íslendingar flykktust í bíó til að horfa á kvikmyndina Mamma mia, skráðu sig á Facebook og tóku íslenskum sjónvarpsþáttum opnum örmum. Sigríður Björg Tómas- dóttir skoðaði æðin sem runnu á landann árið 2008. MAMMA MIA FACEBOOK BARACK OBAMA HANDBOLTI ÍSLENSKIR SJÓNVARPSÞÆTTIR HAGSÝNI Þegar í september bárust af því fréttir að frystikistur seldust vel, spár um samdrátt fengu íslenska neytendur til þess að huga að sláturgerð og bakstri, nokkuð sem hafði verið sett til hliðar í góðæri undanfarinna ára. Meira seldist af slátri en undanfarin ár og svo þegar efnahagsáföllin dundu yfir brugðust sumir við þeim með því að hamstra matvæli. Nýkeyptu frystikisturnar voru því fljótt orðnar fullar. Versnandi ástand í efnahagslífinu hefur almennt skilað sér í hagsýni og voru kaupmenn sammála um það í nýafstaðinni jólaverslun að fólk hefði hagsýn- ina meira að leiðarljósi en fyrr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.