Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 16
16 27. desember 2008 LAUGARDAGUR Styrjaldir, óeirðir, kosningar, hamfarir og efnahagshrun. Að undanskildu þessu síðasta hefur árið 2008 gengið fyrir sig með svipuðum hætti og flest önnur ár. Þeir stórviðburðir sem plássfrekastir reynast í heimsfréttunum hafa kannski sjaldnast góð áhrif á örlög þeirra einstaklinga sem fyrir þeim verða, en myndir frá þessum heimsviðburðum eru einatt þeim mun áhrifaríkari fyrir þá sem fjær standa, eins og sjá má hér á opnunni. JARÐSKJÁLFTI Í KÍNA Jarðskjálftinn sem reið yfir í Sichuan-héraði í Kína hinn 12. maí kostaði nærri 70 þúsund manns lífið, þar á meðal þúsundir skólabarna sem fórust þegar lélegar skólabyggingar hrundu hver á fætur annarri. Á myndinni situr kínverskur bóndi framan við rústirnar af húsi sínu í Hanwang. NORDICPHOTOS/AFP EILÍFÐARÁTÖK Ísraelskur hermaður dregur tvo ísraelska landtökumenn á eftir sér þegar hús í borginni Hebron á Vesturbakkanum var rýmt í byrjun desember. Landtökufólkið hefur komið sér fyrir víða á her- teknu svæðunum og torveldar með því alla friðarsamninga við Palestínumenn, en sjaldan hefur Ísraels- stjórn lagt í að rýma landtökubyggðirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÓEIRÐIR Í KENÍA Í byrjun ársins brutust út heiftarlegar óeirðir í Ke seti lýsti yfir kosningasigri. Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðu sætti sig ekki við opinberar kosningatölur. Á myndinni sjást nokkr í Kisumu. Ofan á bifreiðinni brennur gúmmídekk. Undir vorið ger með sér samkomulag um að Kibaki verði áfram forseti en Odinga ÆVINTÝRI Sigurganga Baracks Obama hefur verið ævintýri líkust. Hann tekur við af George W. Bush Bandaríkjaforseta 20. janúar næstkomandi og verður fyrsti hörundsdökki maðurinn til þess að gegna því embætti. Víða um heim bindur fólk miklar vonir við að hann geri verulegar breytingar á stefnu og starfsháttum Bandaríkjastjórnar. Á myndinni fagnar hann sigri á sviði í Chicago að kvöldi 4. nóvember ásamt fjölskyldu sinni. NORDICPHOTOS/AFP STÓLASKIPTI Í MOSKVU Dmitrí Medvedev, áður forsætisráðherra Rússlands, tók við forsetaembættinu af Vladimír Pútin, sem sjálfur tók að sér forsætis- ráðherraembættið. Margir telja fullvíst að Pútín stjórni landinu í raun áfram og ætli sér að bjóða sig fram til forseta á ný þegar fjögurra ára kjörtímabili Medvedevs lýkur. NORDICPHOTOS/AFP STRÍÐ Í GEORGÍU Í ágúst braust út heiftarlegt stríð í Georgíu milli rússneska hersins og Georgíumanna. Átökin hófust eftir að Georgíuher réðst inn í aðskilnaðarhér- aðið Suður-Ossetíu, og sögðust þá vera að bregðast við ögrunum frá rússneskum friðargæsluhermönnum þar. Eftir að átökum lauk virðast Georgíumenn endanlega hafa misst frá sér héröðin Suður-Ossetíu og Abkasíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Erlendar fréttamyndir ársins 2008

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.