Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 20
 27. 2 Nýju ári fylgir nýtt upphaf. Svo er einnig hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru en í byrjun árs hefjast ný námskeið í skólanum. Boðið er upp á fjölbreytt nám- skeið fyrir alla aldurshópa í Dans- skóla Jóns Péturs og Köru. Yngstu nemendurnir eru fjögurra til fimm ára og læra dans, syngja og leika. Þau læra dansa þar sem þau hreyfa sig í takt við tónlistina og sígildir dansar eins og fugladans- inn, fingrapolki og skósmiðadans- inn eru á dagskrá. Börnin fá út úr þessu hreyfingu en einnig læra þau að umgangast hvert annað og ekki síst hitt kynið sem eðlilegan hlut. Fleiri námskeið eru í boði fyrir eldri börn og unglinga. Sex ára og eldri geta lært samkvæmisdans og breik en þau sem eru eldri en tíu geta einnig lært hiphop og frís- tæl. Dans er góð leið fyrir hjón eða pör til að verja góðum tíma saman. Tvenns konar dansnámskeið eru í boði fyrir fullorðna. Annars vegar eru kenndir almennir samkvæm- isdansar eins og cha cha cha, mambó og salsa ásamt tjútti og fleiru. Hins vegar er boðið upp á sér námskeið í salsa. Hægt er að skrá sig á heimasíðu skólans, www.dansskoli.is, en kennsla hefst mánudaginn 12. jan- úar. Salsa-námskeiðin hefjast hins vegar í byrjun febrúar. Frá fugladansi til cha cha cha Ungir og gamlir læra að dansa hjá Jóni Pétri og Köru. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA JÓLAFRÍ skal nota sem slíkt. Námsmenn ættu að reyna að slaka á og bægja frá sér öllum áhyggjum af komandi önn. Þeir erfiðleikar verða tæklaðir þegar að því kemur. Nú er tími til að sofa, hvíla sig og lesa góða bók sem ekki tengist skólanum. Á vefsíðunni www.fristundir. is er safnað saman upp- lýsingum um námskeið og tómstundir á höfuðborgar- svæðinu. Frístundir Íslands hefur hann- að nýtt afsláttarkort fyrir árið 2009. Með því fá meðlimir póst- lista vefsíðunnar afslátt af ýmsum tómstundum frá fimm til fimmtán prósent eða jafnvel meira. Frístundir Íslands var stofn- að á árinu og kom til út frá þörf foreldra til að finna upplýsing- ar um tómstundir barna sem eru víða dreifðar. Frístundir Íslands hannaði því vefsíðu til að auðvelda leitina að nám- skeiðum og upplýsingum um þau fyrirtæki sem bjóða upp á slíka starfsemi á einum stað. Hægt er að leita með því að velja tiltekið svæði, eða til- tekna tómstund. www.fristundir.is Nýtt af- sláttarkort Allar nánari upplýsingar á www.tskoli.is og í síma 514 9000 Kvöldskóli Byggingatækniskólinn • Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Málaraiðn • Tækniteiknun • Grunnnám tréiðna Hönnunar- og handverksskólinn • Listnámsbraut, almenn hönnun Raftækniskólinn • Grunnnám rafiðna • Rafeindavirkjun • Rafvirkjun - verknám Tæknimenntaskólinn • Almenn námsbraut Véltækniskólinn • VA - vélstjórn ≤ 750, kennt í lotum Meistaraskólinn • Allar greinar Fjarnám Byggingatækniskólinn • Húsasmíði • Málaraiðn • Múraraiðn • Tækniteiknun Fjölmenningarskólinn • Íslenska fyrir nýbúa Tæknimenntaskólinn • Almenn námsbraut Upplýsingatækniskólinn • Tölvubraut • Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagr. Skipstjórnarskólinn • Skipstjórnarnám Raftækniskólinn • Rafeindavirkjun • Rafiðnabraut • Rafvirkjun Meistaraskólinn • Allar greinar • Staðbundnar lotur og fjarnám Nám til frambúðar Diplómanám Endurmenntunarskólinn • Rekstur og stjórnun í atvinnulífinu - Útvegsrekstrarfræði - Flugrekstrarfræði - Almenn lína í rekstri og stjórnun - Rekstrarfræði • Lýsingarfræði • Lýsingarhönnun • Margmiðlunarskólinn Flugskóli Íslands Næstu námskeið • Bóklegt einkaflugmannsnámskeið • Bóklegt atvinnuflugmannsnámskeið • Flugkennaranámskeið • MCC námskeið Skráning hafin á www.flugskoli.is Innritun í kvöldskóla og fjarnám lýkur 30. desember. Aðstoð við innritun verður dagana 29. og 30. desember frá kl. 16:00 – 19:00 á Skólavörðuholti. Leitið upplýsinga hjá sölufulltrúum; Jóna María 512 5473 Hugi 512 5447 Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.