Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 26
22 27. desember 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is SNORRI HJARTARSON, BÓKAVÖRÐUR OG SKÁLD, ANDAÐIST 27. DESEMBER 1986. „Og þó oss virðist einatt hin hvítu öfl tilverunnar, fegurð og góðvild, lítilsmegnug í baráttunni við hin myrku öfl, illsku og græðgi, getur svo farið á einhvern hátt og þrátt fyrir allt, að öfl ljóss og lífs beri sigur úr býtum.“ Snorri Hjartarson skrifaði bæði sögur og ljóð. Hann hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981 fyrir Hauströkkrið yfir mér. MERKISATBURÐIR 1394 Jörundarkirkja á Hólum brotnar í ofsaveðri. 1845 Svæfing er í fyrsta sinn notuð við barnsburð. 1904 Abbey Theatre opnað í Dublin. 1919 Sænska kvikmyndafyrir- tækið Svensk Filmindustri er stofnað. 1936 Ungmennafélagið Valur er stofnað á Reyðarfirði. 1645 Belgía fær inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar. 1956 Staðfest eru lög um bann við hnefaleikum á Íslandi, bæði keppni og sýningu. 1988 Fyrsta fasta bílnúmerið í nýju númerakerfi er sett á bifreið Halldórs Ásgríms- sonar dómsmálaráðherra, HP 741. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn var stofn- aður 27. desember 1945 og var Ísland eitt af þeim 29 ríkj- um sem komu að stofnun sjóðsins. Í dag eru aðildarrík- in 185. Hlutverk sjóðs- ins er að auka sam- vinnu milli ríkja og sjá til þess að al- þjóðafjármálakerfi þeirra séu stöðug. Hann fylgist með gengi gjaldmiðla og greiðslu- jöfnuði milli ríkja heimsins. Einnig er hlutverk sjóðsins að minnka atvinnuleysi og skuldir ríkja en auka hagvöxt. Veitir sjóðurinn því aðildarríkj- um sínum lán þegar þau þurfa á aðstoð að halda. Ísland hefur fjór- um sinnum feng- ið lán hjá sjóðnum. Fyrsta lánið var tekið árið 1960 þegar Við- reisnarstjórnin var við völd, annað lánið var tekið árið 1967 til 1968 þegar afla- brestur varð í land- inu, 1974 til 1976 þegar olíuverð hækkaði, árið 1982 vegna útflutningsbrests og svo að síðustu í nóvember 2008 þegar Ísland tók að láni 2,1 milljarðs Bandaríkjadala, 294 millj- arða íslenskra króna á þeim tíma. ÞETTA GERÐIST: 27. DESEMBER ÁRIÐ 1945 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stofnaður Alls 60.000 krónur söfnuðust á góðgerðarbingói sem ungl- ingar í félagsmiðstöðinni Flógyn á Kjalarnesi héldu ásamt starfsmönnum mið- stöðvarinnar fyrir skömmu. Ágóði kvöldsins rennur óskiptur til Umhyggju, fé- lags langveikra barna. Krakkar á Kjalarnesi á aldrinum tólf til fimmtán ára komu með kökur á hlað- borðið og sýnd voru atriði sem nemendur í unglinga- deild Klébergsskóla hafa unnið að í vetur. Í nóvem- ber tóku unglingarnir þátt í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna, Rímnaflæði í Miðbergi og Stíl í Fífunni í Kópavogi, þar sem 60 lið frá öllum landshlutum kepptu um bestu hönnunina, hárið og heildarútlitið. Voru öll atriðin sýnd á góðgerðarkvöldinu við mik- inn fögnuð áhorfenda og þátttakenda. - kg Söfnuðu fyrir langveik börn Jónas Ingimundarson píanó- leikari og Auður Gunnars- dóttir söngkona flytja söng- lög á Ingimundarkvöldi í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, sunnudaginn 28. desem- ber. Þá mun biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, flytja erindi. Ingimundarkvöld eru ár- legur menningarviðburð- ur í Þorlákskirkju en þau eru nefnd eftir föður Jónas- ar, Ingimundi Guðjónssyni, sem var menningarfrömuð- ur í Þorlákshöfn, stjórnanda söngfélags Þorlákshafn- ar og organista kirkjunnar. Dagskráin hefst klukkan 16. Aðgangur er ókeypis. - ovd Ingimundarkvöld í Þorlákshöfn ÞORLÁKSHÖFN Ingimundarkvöld er árlegur menningarviðburður í Þorlákskirkju. RÁÐ Í TÍMA TEKIÐ Nemendaráð félagsmiðstöðvarinnar Flógyn og Klébergsskóla. „Ég mun byrja á að kynnast fólkinu fyrir austan og sjá hvað það er að gera. Síðan að marka stefnuna til framtíðar með stjórn markaðsstofunnar sem er áhugasöm og lífleg.“ Þetta segir Ásta Þorleifsdóttir, sem var valin úr hópi 23 umsækjenda sem framkvæmda- stjóri Markaðsstofu Austurlands og tekur við um áramótin. Hún hlakkar til starfsins og finnst ekkert mál að flytja úr borginni út á land. „Ég er náttúru- barn,“ segir hún og kveðst hafa alist upp við ferðalög með föður sínum, Þor- leifi Einarssyni jarðfræðingi. „Ég var skálavörður í Þórsmörk nokkur sumur og var nánast alein fyrsta mánuðinn á hverju vori. En það er nú ekki aldeil- is einsemd sem bíður mín fyrir austan. Egilsstaðir er mikill menningarstaður og byggðirnar í kring. Markaðsstofan hefur ferðamál á sinni könnu og um- dæmi hennar nær frá Vopnafirði til Djúpavogs. Þar verður örugglega nóg fyrir mig að gera.“ Ásta kveðst líka svo heppin að Hall- ór Björnsson, eiginmaður hennar, sé farinn austur á undan því hann gegni embætti héraðsdómara á Austurlandi. Hún hafi því verið fljót að sækja um þegar hún sá heppilegt starf auglýst og telur sig lukkunnar pamfíl að hreppa það. Gott ef hún þakkar það ekki óska- steini af Búlandstindi. „Ég er alsæl og held þetta geti orðið virkilega gaman,“ segir hún. Ásta er bæði jarðfræðingur og um- hverfisverkfræðingur. Hún hefur unnið sem leiðsögumaður og farar- stjóri og verið kennari í ferðamála- fræði bæði á framhalds- og háskóla- stigi. Svo er hún að ljúka meistara- námi í opinberri stjórnsýslu. Síðustu ár hefur hún starfað sem ráðgjafi og verkefnisstjóri í ýmsum verkefnum, meðal annars í náttúrutengdri ferða- þjónustu. Hún sér ótal möguleika á þeim sviðum á Austurlandi og nefn- ir hreindýrin sem dæmi. „Hreindýr- in eru áhugaverður möguleiki til að skapa eitthvað í kringum. Veiðin hefur hlotið mikla athygli og vinnsla úr af- urðunum en ég held við ættum líka að leyfa fólki að skoða dýrin. Það er erf- itt að nálgast þau á sumrin en á vet- urna er það auðveldara,“ lýsir hún og heldur áfram: „Ég hlakka virkilega til að vera þarna í vetur og finna þá möguleika sem felast í vetrarævintýrum, íshell- unum í jöklunum og skíðasvæðinu í Oddsskarði svo ég nefni dæmi. Á Aust- urlandi eru svo oft vetrarstillur.“ Ekki lítur Ásta síður björtum augum til sumarsins og náttúruperlnanna sem hún veit af fyrir austan. Nefnir Hengi- foss, einn af flottustu fossum Íslands, Húsey með sitt óviðjafnanlega fugla- líf og Kollumúlann við Héraðsflóa sem skartar stórkostlegum litbrigð- um í klettunum. Einnig lýsir hún komu sinni í Bjarnarey, Fagradalseldstöðina í Vopnafirði og Brúnavík í Borgarfirði eystri. „Ferðaþjónustan snýst ekki bara um að setjast inn í flugvél eða ferju á leið til landsins. Það eru svo mikil verð- mæti fólgin í að fá hvern og einn til að dvelja einum degi lengur. Möguleik- arnir til að laða fólk að og hjálpa því að njóta eru óendanlegir og þeir eru allan ársins hring,“ segir hún sannfærandi. „Það er virkilega hægt að gera ferða- þjónustuna að þeirri lyftistöng sem við viljum hafa hana.“ gun@frettabladid.is ÁSTA ÞORLEIFSDÓTTIR: NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI MARKAÐSSTOFU AUSTURLANDS Möguleikarnir til að laða fólk að og njóta eru óendanlegir FRAMKVÆMDASTJÓRINN „Ég er alsæl og held þetta geti orðið virkilega gaman,“ segir Ásta sem ætlar auðvitað með heimilishundinn Tátu með sér til Egilsstaða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI Linda Pét- ursdóttir, athafnakona og fyrrum fegurðar- drottning, er 39 ára. Gerard Depardi- eu leikari er sextugur í dag. Þórólfur Þórlindsson prófessor er 64 ára. Bjarni Felix- son íþrótta- fréttamað- ur er 72 ára í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.