Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 30
26 27. desember 2008 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Mundu það svo, Bjarni minn, ef þú kemur okkur aftur í siðmenninguna þá bíður þín stór bónus! Heyrðu Biddí, finnst þér ekki gaman að sprengja loftbólu- plast? Ha? Þú veist... loftbóluplast! Gera gat á bólurnar! Pá! Pá! Pá! Rosastuð! Jú, frá- bært! Ég ætla ekki að taka ánægjuna af þér, læknir! Ansans! Ókei mamma, ég kýli á það. Ég klippi af mér hárið og gef krabba- meinssjúk- um börnum. Ég er stolt af þér. Ég hringi á hárgreiðslu- stofuna og panta tíma. Hvenær viltu tíma? Bara eftir augnablik. Það er laust eftir kortér. Ókei, við tökum hann. Allt í einu virkar „augnablik“ eins og lengri tími en áður. Þetta var bara flott hjá þér! Ég er brjálað ánægður með þetta. Ömurlegur. Jæja, hérna er nýi vas- inn minn. Oooojjjjj! Er þetta það sem ég held? Þetta er frauðplast. Það verndar brothætta hluti á flutningi Ó. Hvað hélstu að þetta væri? Drauga- kúkur. Áramótaheit og loforð eru fastur liður í uppgjöri fólks í lok árs. Fólk er þó misjafn- lega stórhuga í loforðunum en á meðan margir lofa bót og betrun í lífsháttum sínum öllum láta sumir nægja að lofa að nota tannþráðinn oftar. Ég er ein af þeim. Finnst vissara að setja markið ekki of hátt til að vonbrigðin verði ekki of mikil með sjálfa mig þegar loforðið bregst. Það bregst nefnilega ansi oft. Það er eins og óskrifuð regla að áramótaheit bregðast yfirleitt og það tekur enginn mark á þeim lengur. Enginn sem ég þekki hefur staðið við að hætta að reykja á nýju ári, eða hætt að borða nammi, eða tekið upp heilsusam- legri lifnaðarhætti og viðkomandi sleppur yfirleitt við skammir. Enginn vill vera fyrstur til að kasta steininum því allir lúra á loforðum sem ekkert hefur orðið úr. Árið sem er að líða hefur verið viðburðaríkt og gengið á ýmsu. Líf margra hefur kollvarpast á nokkrum vikum og óvíst að það fólk sjái sér fært að strengja stórtæk áramótaheit. Þeir sem komu skriðunni af stað munu sennilega fara sparlega með stóru orðin um þessi áramót. Verst að þeir sem eiga að kippa þessu í liðinn virðast líka ætla að spara stóru orðin. En kannski eru þessi áramót einmitt áramótin sem allir ættu að strengja stór heit og standa við þau. Ef allir strengdu líka sama heitið eru kannski meiri líkur á því að það haldi. Við erum ekki það mörg. Rétt eins og að á mannmörgu heimili er hægt að sameinast yfir kvöldmatnum hljótum við að geta sameinast eitt kvöld. Strengjum þess heit að massa þetta og kannski hittum við á óskastund. Óskir geta ræst á áramótum NOKKUR ORÐ Ragnheiður Tryggvadóttir Gleðilega hátíð ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Hrífandi verk sem snertir okkur öll. EB, FBL fös. 2/1 örfá sæti laus fös. 9/1 örfá sæti laus Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 4/1 tvær sýningar Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hjörtun slá hraðar... lau. 27/12 örfá sæti laus sun. 28/12 örfá sæti laus Þjóðleikhúsið þakkar fyrir samfylgdina á árinu og óskar lands- mönnum gleði og friðar á nýju ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.