Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 27.12.2008, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 27. desember 2008 Leikarinn Dustin Hoffman segist aldrei ætla að setjast í helgan stein. Hann óttast þó að fá ekki eins góð hlutverk og áður eftir því sem aldurinn færist yfir hann. „Ef ég gæti lært frönsku, spænsku og ítölsku þá gæti ég leikið í athyglisverðari myndum,“ sagði Hoffman, sem er 71 árs. „Þessi lönd búa enn til ástarsögur um fólk sem er komið yfir þann aldur þar sem það telur sig þurfa á lýtaaðgerð að halda. Þú mátt alveg eldast í Evrópu,“ sagði hann. Nýjasta mynd Hoffmans nefnist Las Chance Harvey og fjallar einmitt um að finna ástina seint á lífsleiðinni. Sest ekki í helgan stein DUSTIN HOFFMAN Hoffman segist aldrei ætla að setjast í helgan stein. Leikkonan Kirsten Dunst hefur fengið nálgunarbann á náunga að nafni Christopher Smith. Sá hafði gerst ansi nærgöngull á heimili leikkonunnar og bankað þar upp á eins og ekkert væri sjálfsagðara þrátt fyrir að aðstoðarmaður Dunst hefði útskýrt að hún væri ekki heima. Smith þessi virðist hafa þróað með sér sérstakt dálæti á leikkonunni og var ekkert á þeim buxunum að gefast upp við að ná í skottið á henni. Hann var síðan handtekinn og færður til skýrslu- töku eftir þetta atvik. Dómari í Los Angeles úrskurð- aði að Smith væri bannað að koma nálægt Dunst, aðstoðarfólki henn- ar eða einhverjum af þeim vinnu- stöðum þar sem Dunst sinnir sinni vinnu. Kirsten Dunst fær nálgunarbann NÁLGUNARBANN Dunst fékk nálgunar- bann á Christopher Smith sem vildi komast í tæri við leikkonuna. Brad Pitt, Angelina Jolie og börnin þeirra bjuggu til að minnsta kosti eina jólagjöf og gáfu einhverjum innan fjölskyld- unnar. Nauðsynlegt er að vinna sé lögð í gjafirnar. Þessu sagði Brad frá í samtali við OK, og bætti því við að það væri mjög fallegt að sjá börnin gefa hvert öðru. Brad segir fjölskylduna ekki endilega gefa stórar og dýrar gjafir. Hann segir börnin ekki biðja um stórar gjafir vegna þess að þau horfi ekki á bandarískar teiknimyndir. Þegar þau hafi horft á slíkar teiknimyndir hafi þau farið að biðja um leikföng, svo þau hjónaleysin hafi ákveðið að leyfa þeim ekki að horfa á of mikið af teiknimyndum. Bjuggu til jólagjafir NÆGJUSÖM Angelina og Brad halda börnum sínum á jörðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP laugardag og sunnudag Sp rBíó kl. 12 í Álfabakka YES MAN kl. 1.30 í Álfabakka kl. 2 í Kringlunni CITY OF EMBER kl. 1.30 í Álfabakka MADAGASCAR 2 m/ísl tali kl. 12 í Álfabakka, Selfossi og í Keflavík. kl. 2 í Kringlunni og á Ak. BOLT m/ísl tali kl. 12 í Álfabakka (sýnd í þrívídd kr 850) kl. 2 í Kringlunni (sýnd í þrívídd kr 850) kl. 12 á Selfossi og í Keflavík og kl. 2 á Akureyri (kr 550.) 550kr 550kr 550kr 550kr G ot t F ól k | 3 78 06

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.