Fréttablaðið - 28.12.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 28.12.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 33,4% 70,7% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Fréttablaðið er með 112% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ... alla daga Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008. Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 28. desember 2008 — 354. tölublað — 8. árgangur LJÓTU KARLARNIR EKKI ÓMISSANDI Kvikmyndin um æringjavinkonurnar Skoppu og Skrítlu var frumsýnd á ann- an í jólum. VIÐTAL 12 ÁSTIN ER BLIND Í HOLLYWOOD Skilnaður Madonnu og Guys Ritchie stendur upp úr á viðburðaríku ári í ástamálum stjarnanna NEYTENDUR Ný innheimtulög taka gildi nú um áramótin. Samkvæmt þeim setur viðskipta- ráðherra reglugerð, þar sem hægt er að kveða á um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Þá verða vanskilagjöld óheimil. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir lögin mikla réttarbót. Í þeim séu ýmis nýmæli. „Helst ber að telja hámark á inn- heimtukostnað. Þá er einnig kveðið á um innheimtuviðvörun, sem skuldara verður send áður en krafa fer í innheimtu. Með lögunum er fyrsta skrefið stigið í að rétta hlut neytenda og tryggja stöðu skuldara.“ Í drögum að reglugerð er kveðið á um að óheimilt sé að leggja á prósentugjöld miðað við skuld. Óvíst er hvort reglugerðin tekur gildi um áramótin og talsmenn inn heimtu fyrir- tækja hafa gert athugasemdir við ákvæðið. „Við teljum að það sé ekki í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu að setja hámark á innheimtukostnað, heldur eigi samkeppnin að ráða. Við vitum ekki hver niðurstaðan verður, hvort þetta hefur áhrif á starfsemi okkar. Við höfum þó áhyggjur af því að ef hámarkið verður sett of lágt þá leggist þessi milli- innheimta af og við fáum aftur það ástand þegar mál fóru beint í lögfræðinga,“ segir Bjarni Þór Óskarsson, lögfræðilegur ráðgjafi hjá Intrum. Gísli segir tvær ástæður vera fyrir því að menn greiði ekki skuldir, fyrir utan trassa- skap sem innheimtuviðvörunin tekur á. „Stundum geta menn einfaldlega ekki borgað og þá er óþarfi að hlaða upp enn meiri kostnaði fyrir skuldarann og þjóðfélagið. Vilji menn hins vegar ekki borga, hafa eitthvað við kröfurnar að athuga. Það þarf þá að leysa, en ekki bæta háum kostnaði við.“ Gísli segir mjög mikilvægt að reglugerðin komi sem fyrst, ekki of löngu eftir gildistöku laganna. Óljóst er þó hvenær hún kemur fram. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskipta- ráðherra, segir að mögulega þurfi lengra umsagnarferli. „Það er erfitt að sætta sjónarmið, annars vegar Neytendasamtakanna og talsmanns neytenda og hins vegar innheimtufyrirtækj- anna sem óttast um grundvöll starfsemi sinnar. Mögulega þarf að fara út í nánari kostnaðargreiningu hjá fyrirtækjunum,“ segir Jón Þór. - kóp Vanskilagjöld gerð óheimil og þak sett á innheimtukostnað Samkvæmt nýjum innheimtulögum sem taka gildi um áramót getur ráðherra sett hámark á innheimtu- kostnað. Talsmaður neytenda segir þetta mikla réttarbót. Innheimtufyrirtækin eru uggandi. ÁFRAM MILT Í dag verða suðlægar áttir, 3-10 m/s, stífastar norðvestan til. Lítilsháttar súld hér og hvar á landinu sunnan og vestanverðu en yfirleitt bjart norðaustan og austan til. Hiti 0-9 stig, svalast eystra. VEÐUR 4 6 5 1 77 Stundum geta menn einfaldlega ekki borgað og þá er óþarfi að hlaða upp enn meiri kostnaði fyrir skuldarann og þjóðfélagið. GÍSLI TRYGGVASON TALSMAÐUR NEYTENDA [ SÉRBLAÐ FRÉT TABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög DESEMBER 2008 Heitustu áfangastaðirnir ÁRIÐ 2009 VEÐRIÐ Í DAG FYLGIR Í DAG 19 BESTU OG VERSTU BÓKATITLAR ÁRSINS Rökkurbýsnir vekja lukku en 10 ráð ekki GAZA, AP Minnst 225 Palestínu- menn féllu í gær og mörg hundr- uð særðust eftir einhverjar blóð- ugustu árásir Ísraelsmanna á Gazaströndina frá upphafi. Reyk lagði yfir Gaza eftir að yfir hundrað tonnum af sprengi- efni var varpað víðs vegar á svæðið á skömmum tíma. Mikil ringulreið ríkti á meðan fólk leit- aði barna sinna og ættingja meðal látinna og særðra á götum úti. Flestir látinna voru úr lögreglu- liði Hamas-samtakanna, en óbreyttir borgarar og börn voru einnig þar á meðal. Loftárásirnar koma í kjölfar eldflaugaárása Hamas-liða yfir landamærin eftir að vopnahléi lauk 19. desember. Leiðtogar um allan heim biðl- uðu til Ísraelsmanna og Hamas- samtakanna að slíðra sverðin í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði árásirnar óverjandi. - sh / sjá síðu 4 Ísraelsmenn gerðu tugi loftárása á Palestínumenn og segjast ekki hættir: Á þriðja hundrað felldir á Gaza RINGULREIÐ Palestínskur íbúi Buriej-flóttamannabúðanna á miðri Gazaströndinni heldur á fórnarlambi loftárása Ísraelsmanna. SLYS Banaslys varð við Reykja- nesbraut á sjötta tímanum í gær. Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós en svo virðist sem bíllinn hafi lent á ljósastaur og oltið í kjölfarið. Ökumaður bílsins, kona á sextugsaldri, var látinn þegar að var komið. Konan var ein í bílnum. Slysið varð á milli Ásbrautar og Kaldárselsvegar í Hafnar- firði, til móts við gamla kirkju- garðinn. Loka þurfti Reykjanes- braut vegna slyssins um hríð og kom slökkvilið kom á vettvang og klippti á rafgeymi, vegna eldhættu, en ekki þurfti að beita klippum á bílinn. Ljósastaurinn lagðist á jörðina við áreksturinn. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. - kóp Banaslys við Reykjanesbraut: Ökumaður lét lífið í bílslysiN O R D IC PH O TO S/ A FP 14

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.