Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 4
4 28. desember 2008 SUNNUDAGUR Sjómannafélag Íslands Aðalfundur félagsins verður haldin að Skipholti 50d 3. hæð, þriðjudaginn 30. desember kl. 17:00. Fundarefni, venjulega aðafundarstörf og önnur mál. Minnum félagsmenn á heimsíðu félagsins www.sjomenn.is Stjórnin MENNTUN Nær þrefalt fleiri hafa sótt um skólavist í Tækniskólanum nú en venja er, eða yfir 900 manns. Ekki eru fjár- veitingar til fyrir öllum þess- um fjölda og beiðni um auka- fjárveitingu hefur ekki enn verið afgreidd. Kennsla hefst 5. janúar. Baldur Gísla- son skólameistari segir óljóst hve mörgum þurfi að vísa frá. „Að öllu óbreyttu getum við tekið við svona 450 til 500 af þessum hópi, það fer eftir því í hvaða deildir sótt er um. Það gerbreytist náttúrlega fáum við aukafjárveitingu. Við gætum kannski aldrei tekið við öllum, en þó mun fleiri en ella.“ Baldur segir efnahagsástandið augljósa ástæðu fyrir aðsókninni. Bæði komi fólk til náms sem tekið hafi sér frí frá námi og verið í vinnu á meðan efnahagsástandið var gott og vel borgaða vinnu var að hafa. Þá komist margir ekki á samning og verði því að leita aftur inn í skólann, í stað þess að vera á vinnumarkaðn- um. „Við höfum rætt við ráðuneytið um aukafjárveitingu og höfum ekki fengið nei við því. En það er heldur ekki búið að samþykkja málið. Tím- inn fer að verða naumur þar sem við þurfum að ráða nýja kennara ef við eigum að taka við auknum fjölda nemenda.“ - kóp Nær þrefalt fleiri sækja um nám í Tækniskólanum en venja er: Vísa þarf frá í Tækniskólanum BALDUR GÍSLASON TÆKNISKÓLINN Yfir 900 manns hafa sótt um að hefja nám í Tækniskólanum nú um áramótin. Fjárveitingar duga ekki fyrir svo miklum fjölda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kviknaði í kertaskreytingu Slökkviliðið á Sauðárkróki var kallað að raðhúsi um tvöleytið í gær eftir að reykjarmökkur hafði mætt húsráðanda þegar hann kom heim. Kviknað hafði í út frá kertaskreytingu en eldurinn hafði hins vegar þegar slokknað. Litlar skemmdir urðu en lofta þurfti vel út til að losna við reykinn og lyktina. SLÖKKVILIÐ NOREGUR Fjórir norskir leiðang- ursmenn slógu met í göngu um jólin þegar þeir náðu á Suðurpól- inn á skíðum á 24 dögum, 8 klukkustundum og 50 mínútum. Það er níu og hálfum degi hraðar en aðrir hafa farið sömu leið, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. „Þetta er ótrúlegt afrek. Þeir hafa gert nokkuð sem má líkja við að ganga á fjallið Birkebeineren 25 sinnum í röð og til viðbótar dregið á eftir sér þrjá fjórðuhluta af sinni líkamsþyngd á sleða. Það eru ekki margir sem geta gert það,“ segir Lars Ebbesen, talsmaður leiðangursins. Fjórmenningarnir gengu að meðaltal 37 kílómetra á dag. Það er um 7,5 kílómetrum lengri dagleið en aðrir leiðangursmenn hafa náð. - ghs Norskir pólfarar slógu met: Ótrúlegt afrek á Suðurpólnum TYRKLAND, AP Sjónvarpsstöð sem sendir út á kúrdísku allan sólarhringinn hefur útsendingar á vegum tyrkneskra stjórnvalda í næstu viku. Kúrdíska var áður bönnuð í Tyrklandi, en talið er að sjónvarpsstöð stjórnvalda nú þjóni helst þeim tilgangi að skera á stuðning við uppreisnarsinnaða Kúrda í suðausturhluta landsins. Kúrdíska sjónvarpsstöðin Roj TV er vinsæl meðal þeirra fjórtán milljóna Kúrda sem talið er að búi í Tyrklandi og hefur verið starfrækt frá Belgíu. Hún hefur vakið reiði stjórnvalda fyrir að sýna reglulega ávörp uppreisnar- leiðtoga. - sh Kúrdískt sjónvarp í Tyrklandi: Sjónvarpi ætlað að veikja Kúrda VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 13° 2° 0° 0° 2° 1° 1° 0° 1° 4° 20° 5° 16° 26° -2° 1° 6° 0° Á MORGUN 3-10 m/s, stífastur NV-til -3 ÞRIÐJUDAGUR 3-10 m/s,stífastur NV-til og allra austast 6 7 5 3 1 5 7 8 7 6 3 10 10 6 5 5 4 3 5 6 10 8 4 1 55 -3 -3 -5 22 ÁGÆTAR ÁRAMÓTA- HORFUR Eins og staðan er nú eru alveg ágætar veðurhorfur fyrir ára- mótin. Yfi rleitt hægur vindur, síst þó með suðurströnd landsins þar sem búast má við strekkingi. Frostlaust verður sunnan til og vestan, annars vægt frost en þó gæti orðið frostlaust með strönd- um nyrðra. Úrkoma verður hverfandi á landinu. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Árás í Afganistan Norskar hersveitir urðu fyrir skotárás í norðurhluta Afganistan, skammt frá norsku herbúðunum nálægt Meym- aneh, á laugardagsmorgun. Enginn særðist og eru norsku hermennirnir nú komnir af hættusvæðinu. NOREGUR GAZA, AP Minnst 225 Palestínumenn fórust í linnulausum loftárásum Ísraelsmanna á Gazaströndina í gær. Um 700 til viðbótar særðust í árásunum, sem eru fordæmalaus- ar og þær blóðugustu á svæðinu í áraraðir. Loftárásirnar voru svar við tugum eldflaugaárása herskárra Palestínumanna yfir landamærin, sem hófust þegar vopna- hléi hinna stríðandi fylkinga lauk 19. desember. Loftárásum Ísraelsmanna í gær var helst beint gegn ýmsum bækistöðvum Hamas-liða, en þær eru margar hverjar í miðjum íbúðahverfum. Árásirnar voru gerðar þegar börn voru að ljúka skóla. Stór hluti fallinna er úr herliði Hamas-samtak- anna, en ekki liggur fyrir hversu margir óbreyttir borgarar féllu. Þó er víst að börn voru þeirra á meðal. Hamas-samtökin svöruðu árásunum að bragði í gær og skutu að minnsta kosti fimmtíu loftskeytum yfir landamærin. Einn Ísraelsmaður lést og sex særðust. Samtökin hafa sagst munu berjast til síðasta blóð- dropa og heita því að láta árásir Ísraela ekki hræða sig, eins og segir í yfirlýsingu þeirra. Umheimurinn brást hart við fregnum af árásunum. Evrópusambandið krafðist þess að árásunum yrði hætt tafarlaust og að samið yrði um vopnahlé og Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, og stjórn- völd í Rússlandi hvöttu deiluaðila til að láta af ofbeldinu. Bandarísk stjórnvöld biðluðu til Ísraels- manna að þyrma lífum óbreyttra borgara en sögðu þó Hamas-samtökin ábyrg fyrir ástandinu. Í svipaðan streng tóku þýskir ráðamenn og Nicolas Sarkozy Frakklands- forseti, sem þó fordæmdi það hversu óhóflega Ísraelar beittu vopnavaldi sínu. Leiðtogar margra Arabaríkja sögðu Ísraelsmenn hafa gerst seka um stríðsglæpi og hafa blásið til neyðarfundar vegna átakanna í dag. Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist í gær trúa því að heimurinn hefði skilning á aðgerðunum. Verja þyrfti þjóðina fyrir árásum öfgasinnaðra íslamista. Ehud Olmert forsætisráðherra hafði áður sagt að árásirnar væru aðeins byrjunin á því sem koma skyldi. stigur@frettabladid.is Blóðugustu árásir í áraraðir Á þriðja hundrað Palestínumenn féllu í fordæmalausum árásum Ísraelsmanna á Gaza. Stjórnvöld víða um heim biðla til stríðandi fylkinga að slíðra sverðin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir árásirnar óverjandi. HRYLLINGUR Á GAZA Palestínumenn bera særðan félaga sinn úr rjúkandi rústum á Gaza, yfirráðasvæði Hamas- samtakanna í gær. Minnst 225 manns létust og mörghundruð særðust. NORDICPHOTOS / AFP Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra telur hernað- araðgerðir Ísraels á Gaza- ströndinni í gær óverjandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðdegis í gær. „Þó að Ísrael standi frammi fyrir öryggisógn og að ákvörð- un Hamas um að segja sig frá vopnahléi sé röng verða viðbrögð að vera í samræmi við hættu eins og alþjóðleg mannúðarlög krefjast,“ segir í yfirlýsingunni. „Alþjóðasamfélagið getur ekki lengur látið óátalið að mannréttindi og alþjóðlegar skuldbindingar séu fótum troðnar á Gazasvæðinu. Ísland styður að málið verði tekið til umfjöllunar á vettvangi örygg- isráðsins og að deiluaðilar verði kallaðir til raunverulegrar ábyrgðar og látnir standa við fyrirheit sín.“ KALLA SKAL DEILUAÐILA TIL ÁBYRGÐAR INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Átta líknarfélög fá styrki Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra hefur ákveðið að styrkja átta líknar- og stuðningsfélög með hluta af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar, samtals um fimm milljónir. HEILBRIGÐISRÁÐHERRA GENGIÐ 23.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,8308 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,82 124,42 183,13 184,03 173,12 174,08 23,218 23,354 17,625 17,729 15,801 15,893 1,3753 1,3833 191,00 192,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.