Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 18
4 FERÐALÖG Á næsta ári eru tækifærin næg til að kynda undir ævintýramennsk- unni. Af mörgu er að taka og nóg um að vera um allan heim. Hér er brot af því sem hægt er að sjá og gera á nýja árinu. Forsetaskipti í Washington Ein stærsta veisla ársins verður eflaust í Washington þegar Barack Obama tekur við embætti forseta Bandaríkjanna. Búist er við mikl- um mannfjölda alls staðar að úr heiminum og eru öll hótel í Wash- ington DC þegar uppbókuð, en það er möguleiki að taka þátt í þessari sögulegu stund með því að gista í nágrenninu og taka lestina í bæinn. Hvar: Washington DC, Bandaríkj- unum. Hvenær: 20. janúar. Áramót í Hong Kong Ári uxans verður fagnað með stór- kostlegri skrúðgöngu í Hong Kong 26. janúar. Þúsundir tónlistar- manna, danshópa, trúða og lista- manna munu taka þátt í skrúð- göngunni og skreytingarnar verða stórfenglegar. Hvar: Hong Kong, Kína. Hvenær: 26. janúar. Fiðrildi í Mexíkó Ef þú hefur einhvern tímann látið þig dreyma um skógargöngu þar sem þúsundir fiðrilda fljúga um þá er þetta tækifærið. Í byrjun febrú- ar munu 600 milljónir fiðrilda safn- ast saman í skógunum við Michoa- can. Fjöldinn er slíkur að stundum hafa trjágreinar brotnað undan þunga fiðrildanna. Hvar: Michoacan, Mexíkó. Hvenær: Í byrjun febrúar. BRJÁLAÐAR FERÐIR ÁRIÐ 2009 Sérfræðingar, vefsíður og ferðaskrifstofur eru nú í óða önn að birta lista yfi r næstu staði sem maður bara verður að sækja heim á næsta ári. Obamafögnuður Stærsta partý ársins verður í Washington í janúar Litskrúðug áramót Nýtt kínverskt ár hefst 26. janúar og nefnist ár uxans. Fallsins minnst Í nóvember verður haldið upp á 20 ára afmæli falls Berlínarmúrsins. Ferðaávísun gildir ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 45 95 1 2/ 08 HLUNNINDI SEM FYRIRTÆKJASAMNINGUR VEITIR: • Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki • Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn - alla daga ársins • Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair • Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum + Skráðu fyrirtækið þitt núna á www.icelandair.is ÞJÓNUSTA SEM SPARAR FYRIRTÆKJUM TÍMA OG PENINGA ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? M A D R ID B A R C E LO N A PARÍS LONDO N MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN DÜSSELDORF FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LI FA X NE W YO RK OR LAN DO MINN EAPOL IS – ST. P AUL TOR ONT O BO ST ON REYKJAVÍK Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.