Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 23
FERÐALÖG 5 Tónleikar í Ölpunum Snowbombing er dans- og rokk- hátíð skíðamannsins í yfir 600 metra hæð í Mayrhofen í Austur- ríki. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og tónlistarmennirnir Dizzee Rascal og Fatboy Slim eru meðal þeirra sem munu drífa stemming- una áfram og risastórt diskótek verður haldið í snjóhúsi uppi á jökli. www.snowbombing.com Hvar: Mayrhofen, Austurríki. Hvenær: 29. mars - 4. apríl. Semana Santa í Granada Spánverjar sýna á sér alvar- lega hlið þegar dymbilvikan stendur yfir í apríl þegar þeir ganga saman í hópum um strætin hempuklædd- ir með blys við tregafull- an óm flamengósöngva og framhjá húsum prýddum helgimyndum af Jesú Kristi. Hvar: Granada, Spánn. Hvenær: 5.-12. apríl. Partí í Hollandi Í Amsterdam er dagur drottningar- innar haldin hátíðlegur og um 700 þúsund manns safnast saman að kvöldi 29. apríl og dansa um göt- urnar. Partíbátar fljóta niður síkin og enginn fer í háttinn fyrr en næsta dag. Hvar: Amsterdam, Hollandi. Hvenær: 29.-30. apríl Töfrandi Pétursborg Listahátíðin Hvítar nætur stendur yfir frá maí til júlí, en júní er besti tíminn til að fara. Þá er borgin afar rómantísk, böðuð sérkennilegri birtu, strætin glitra og listamenn- irnir glóa. Dagskráin verður kynnt í byrjun ársins en óperan í Mariins- kí-leikhúsinu verður eflaust einn af hápunktunum. Hvar: Sankti Pétursborg, Rússland. Hvenær: Júní. Drama í Finnlandi Ef þú hefur hugsað þér að njóta náttúrunn- ar í landi hinna þúsund vatna, Finnlandi, get- urðu gert það um sama leyti og óperuhátíðin Savonlinna stendur yfir. Hún er haldin í dramatísku umhverfi kast- ala Sankti Ólafs og verk eftir Pucc- ini, Donizetti og Boito verða í boði. Sjá: www.operafestival.fi. Hvar: Savonlinna, Finnlandi. Hvenær: 3. júlí-1. ágúst Flugeldar í Plymouth Áhugafólk um flugelda getur feng- ið útrás í Plymouth 11. ágúst þegar breska flugeldalandsmótið er hald- ið. Mestu skiptir að gleyma ekki eyrnatöppunum heima. Hvar: Plymouth, England. Hvenær: 11. ágúst. Úlfaldar í Rajastan Hundruð þúsunda manna og dýra safnast saman á úlfaldamarkaðin- um í Pushkar. Risastórum tjaldbúð- um er slegið upp á meðan stærsti dýramarkaður heimsins stendur yfir. Listamenn koma víða að, sögu- menn, töframenn, spámenn og tón- listarmenn. Hvar: Rajastan, Indlandi. Hvenær: 30. október. Fall Berlínarmúrsins Öll Austur-Evrópa mun fagna því að 20 ár liðin eru síðan Berlínar- múrinn féll. Risastór margmiðlun- arsýning verður við Branden- borgar hliðið, þar sem meðal annars hundruð skreyttra steina munu falla hver á eftir öðrum eins og dómínó til að tákna hrun múrsins. Hvort sem það mun virka eða ekki, þá verður partíið eflaust gott. Hvar: Berlín, Þýskalandi. Hvenær: 9. nóvember. Öðruvísi jól í Tyrklandi Í byrjun desember safnast fólk saman í Konya í Tyrklandi til að fylgjast með sérstakri athöfn mörg hundruð súfí-dulspekinga sem falla í trans við virkismúrana. Ólíkt ferðamannasýningunum í Istanbúl er engin sýndarmennska þarna á ferðinni. Hvar: Konya, Tyrklandi. Hvenær: 10.-18. desember. Úlfaldamarkaður Risastórum tjaldbúðum slegið upp í Pushkar. Fiðrildaský Í byrjun febrúar safnast 600 milljón fiðrilda saman í skógunum við Michoacan. Ferðaávísun gildir ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 45 95 1 2/ 08 Bókunartímabil er frá 22. desember til og með 23. jan. 2009. Jólapakkatilboð gildir til Boston, New York, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Oslóar, London, Manchester, Frankfurt, Parísar og Amsterdam. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is MUNIÐ AÐ BÓKA FYRIR 23. JANÚAR Þeir sem fengu gjafabréf Icelandair í jólagjöf geta bókað ferð á tilboðsverðinu til og með 23. janúar. Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 31. mars 2009. Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld með Icelandair. + Bókaðu ferðina á www.icelandair.is Traustur íslenskur ferðafélagi JÓLAPAKKATILBOÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.