Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.12.2008, Blaðsíða 34
22 28. desember 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is 9. HVERVINNUR! HANN ER OFURHETJA, ÁN OFURHETJUKRAFTA , FRUMSÝND 26. DESEMBER Með íslen sku og en sku tali Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já EL KO Li nd um – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s ke yt ið. SENDU SMS ESL BOLT Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo á Bolt · DVD myndir Tölvuleikir · Varningur tengdu r myndinni · Fullt af Pepsi. N1-deildarbikar kvenna Haukar-Fram 32-30 (15-15) Mörk Hauka (skot): Hanna Stefánsd. 10/3(14/3) Ramune Pekarskyte 9 (14), Nína Arnfinnsd. 3 (4), Hekla Hannesd. 3 (8), Erna Þráinsd. 2 (4), Ester Óskarsd. 2 (5), Nína Arnfinnsd. 2 (6), Herdís Hallsd. 1 (1). Varin skot: Bryndís Jónsdóttir 6 (23/2, 26%), Heiða Ingólfsdóttir 4/1 (17/2, 24%). Mörk Fram (skot): Stella Sigurðard. 14/3 (24/3), Sigurbjörg Jóh. 6 (9/1), Þórey Stef. 3 (3), Elísa Viðarsd. 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Ásta Gunn- arsd. 2(5), Anna Friðriksd. 1(2), Arna Einars. 0 (1) Varin skot: Karen Einarsdóttir 9 (23/2, 39%), Sunneva Einarsdóttir 6 (24/1, 25%). Stjarnan-Valur 25-24 (9-14) Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Petrache 7/3 (17/4), Þorgerður Atlad. 5 (10), Elísabet Gunn- arsd. 4 (6), Harpa Eyjólfsd. 4 (13), Kristín Clausen 3 (3), Sólveig Kjærnested 2 (3). Varin skot: Florentina Staciu 33/2 (57/6, 58%). Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúlad. 8/4 (13/5) Kristín Guðmundsd. 5 (13/1), Guðrún Hólm- geirsd. 4 (7), Dagný Skúlad. 3 (6), Hildigunnur Einarsd. 2 (5), Soffía Gíslad. 1(1), Berglind Hansd. 1 (2), Íris Pétursd. 0 (2). Varin skot: Berglind Hansdóttir 21/1(46/4, 46%) N1-deildarbikar karla Fram-HK 31-26 (15-12) Markahæstir hjá Fram: Björn Guðmundsson 7, Rúnar Kárason 7, Halldór Sigfússon 6/2. Varin skot: Magnús Erlendsson 24 Markahæstir hjá HK: Valdimar Þórsson 9/3, Ásbjörn Stefánsson 5, Gunnar Jónsson 4. Varin skot: Björn Friðþjófsson 15 Valur-Haukar 25-26 (13-11) Markahæstir hjá Val: Arnór Gunnarsson 10/3, Elvar Friðriksson 6/1, Hjalti Gylfason 3. Varin skot: Ólafur Gíslason 12/2 Markahæstir hjá Haukum: Sigurbergur Sveinsson 6/3, Arnar Agnarsson 6, Andri Stefan 5, Kári Kristjánsson 4. Varin skot: Birkir Guðmundsson 17 ÚRSLIT HANDBOLTI Kristinn Björgúlfsson varð í gær norskur bikarmeistari með félagi sínu Runar eftir 27-24 sigur í úrslitaleik gegn Elverum. Kristinn skoraði fjögur mörk fyrir Runar en annar Íslendingur, Sigurður Ari Stefánsson, var atkvæðamestur hjá Elverum með sjö mörk. - óþ Norski handboltinn: Kristinn varð bikarmeistari FÓTBOLTI Stjórn enska úrvalsdeild- arfélagsins Sunderland tilkynnti í gær að bráðabirgðastjórinn Ricky Sbragia hefði samþykkt að stýra félaginu til næstu 18 mánaða en hann hefur stýrt Sunderland frá því að Roy Keane sagði upp störfum í byrjun desember. - óþ Tilkynning frá Sunderland: Sbragia ráðinn SBRAGIA Fær að stýra Sunderland áfram eftir gott gengi. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Toppbaráttuliðin Liver- pool, Chelsea og Arsenal verða öll í eldlínunni í ensku úrvals- deildinni í dag. Liverpool heimsækir meiðsl- um hrjáð lið Newcastle á St James‘ Park-leikvanginn en José Enrique, Mark Viduka og Habib Beye hafa nýlega bæst á langan meiðslalista en aldrei þessu vant er Michael Owen á meðal þeirra leikmanna sem eru heilir heilsu og getur því mætt sínu gamla félagi. Newcastle tapaði gegn Wigan á annan í jólum en Joe Kinnear og hans menn voru fram að því ekki búnir að tapa í sex leikjum í röð. Liverpool vann sannfærandi sigur á Bolton á annan í jólum og er taplaust í síðustu átta leikjum sínum í deildinni en þar af er liðið búið að vinna fjóra leiki og gera fjögur jafntefli. Liverpool mun endur- heimta tvo mikil- væga leikmenn úr meiðslum fyrir leik- inn gegn Newcastle, þá Fernando Torres og Javier Maschera- no, en framherjinn Torres er þó líklegur til þess að byrja leikinn á varamannabekkn- um. Chelsea komst aftur á sigur- braut gegn WBA á annan í jólum eftir tvö jafntefli í röð þar á undan en Luiz Felipe Scolari ferðast með sína menn á Craven Cottage-leikvanginn þar sem þeir mæta Fulham í Lundúna- slag. Fulham hefur ekki tapað í deildinni síðan 1. nóvember og státar af einni bestu vörn- inni um þessar mundir og hefur haldið marki sínu hreinu í þremur leikjum í röð og raunar ekki fengið á sig mark í deildinni í um 355 mín- útur. Eftir að Arsenal missti unninn leik niður í jafntefli gegn Aston Villa á annan í jólum má Lundúnafélagið vart við því að tapa fleiri stigum í bráð ætli það sér einhverja hluti í toppbar- áttunni. Arsenal fær Ports mouth í heimsókn á Emirates-leikvanginn í dag en Tony Adams, knattspyrnu- stjóri Portsmouth, var sem kunnugt er fyrirliði Arsenal til margra ára. Adams á nú undir högg að sækja eftir þrjú töp í röð hjá Portsmouth. - óþ Átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag: Snýr Torres aftur? TORRES Gæti fengið að sprikla á ný með Liverpool í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY Fram hafði yfirhöndina gegn Haukum framan af leik og komst fljótt í 1-6 en Haukarnir komu til baka og staðan var orðin jöfn, 15-15, þegar flautað var til hálfleiks. Fram byrjaði seinni hálfleikinn einnig betur en Haukarnir sýndu mikla seiglu og neituðu að gefast upp. Haukarnir sigu fram úr á lokakafla leiksins og unnu að lokum, 32-30. „Ég verð nú að viðurkenna að þetta var stolið. Framstelpur spil- uðu miklu betur en við í leiknum og við vorum alls ekki að finna okkur, hvorki varnarlega né sóknarlega, fyrr en bara rétt aðeins í lok leiksins. Við getum ekki leyft okkur að spila aftur svona leik ef við ætlum að vinna leiki. Það sýnir þó vissulega karakterinn í liðinu að hafa aldrei gefist upp og náð að vinna að lokum. Við stefnum að sjálfsögðu á að vinna úrslitaleikinn og það sem mikilvægast er, að spila betur,“ segir Hanna Guðrún Stefánsdóttir hjá Haukum. Hún dró vagninn að vanda fyrir Hafnarfjarðarliðið og skoraði 10 mörk en stórskyttan Ramune Pekarskyte kom næst með 9 mörk. Hjá Fram var Stella Sigurðardóttir allt í öllu og skoraði 14 mörk. Valur hreinlega keyrði yfir Stjörnuna í fyrri hálfleik í gær en staðan var 9-14 í hálfleik og engu líkara en að Stjörnustúlkur væru eitthvað ryðgaðar eftir að þremur leikjum þeirra var frestað fyrir jól vegna þátttöku markvarðarins Florentinu Stanciu á EM með landsliði Rúm- eníu. Stjörnustúlkur náðu þó áttum í seinni hálfleik og Florentina átti sannkallaðan stórleik og lagði grunninn að 25-24 sigri Stjörnunnar með 33 skotum vörðum. „Það er mjög gott að vera komin til baka. Vörnin var frábær og mér gekk að sama skapi vel að verja og við spiluðum góðan handbolta. Við verðum bara að halda áfram á sömu braut og vinna úrslitaleikinn,“ segir Florentina. Alina Petrache var markahæst hjá Stjörn- unni með 7 mörk en Hrafnhildur Skúladóttir var atkvæðamest hjá Val með 8 mörk og Berglind Íris Hans- dóttir varði 21 skot í markinu. N1 DEILDARBIKAR KVENNA Í HANDBOLTA: HAUKAR UNNU FRAM OG STJARNAN LAGÐI VAL AÐ VELLI Haukar og Stjarnan mætast í úrslitaleiknum > Logi skoraði 11 mörk fyrir Lemgo Logi Geirsson fór á kostum og skoraði 11 mörk í 33-27 tapi Lemgo gegn Melsungen í efstu deild þýska hand- boltans í gær en Vignir Svavarsson skoraði 2 mörk fyrir Lemgo. Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk og Ingimundur Ingimundarson 1 í 23-27 tapi Minden gegn Nordhorn og Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk þegar Gum- mersbach tapaði 23-27 fyrir Göppingen. Guð- jón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk í 27-31 sigri Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag gegn Grosswallstadt en Einar Hólmgeirs- son skoraði 3 mörk fyrir Grosswallstadt. Þá unnu Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel sinn sautjánda leik í röð í deildinni, 25-33 gegn Dormagen. HANDBOLTI Fram og Haukar leika til úrslita í N1-deildarbikarnum annað árið í röð eftir sigra á HK og Val í Laugardalshöllinni í gær- dag. Leikur Fram og HK var jafn lengst af fyrri hálfleiks en Fram átti góðan endasprett og náði þriggja marka forystu, 15-12, fyrir lok hálfleiksins. Fram hélt svo áfram þar sem frá var horfið í upphafi síðari hálf- leiks og náði fljótt átta marka for- ystu, 22-14. Það var ekki fyrr en HK-menn höfðu misst tvo leikmenn útaf með rauð spjöld að þeir fóru að saxa á forskotið sem varð minnst eitt mark, 26-25, en nær komust þeir ekki og Fram landaði að lokum góðum fimm marka sigri. „Við æfðum ekki mikið í jólafrí- inu. Við byrjuðum af krafti og svo fór úthaldið að segja til sín. Við tókum hvíld og svo náðum að klára þetta á geðveikinni í lokin,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leik- maður Fram. Jóhann er allur að koma til eftir langvarandi meiðsli í öxl. „Ég var frá í sjö mánuði og hef verið á bekknum og fékk svo fáar mínút- ur af bekknum á móti Val og Vík- ingi, ekkert alvöru. Svo þegar maður fær að spila þá kemur til- finningin aftur og eins og sást í hraðaupphlaupi þar sem við vorum tveir á móti einum, þá kom aldrei til greina að gefa boltann. Það er svo langt síðan ég hef skor- að einhver mörk,“ sagði Jóhann í léttum dúr. Góður endasprettur Hauka Valsmenn voru sterkari aðilinn lengst af í leik Vals og Hauka og þrátt fyrir að eiga mun auðveld- ara með að finna netmöskvana munaði aldrei miklu á liðunum. Valsmenn voru tveimur mörk- um yfir í hálfleik, 13-11, og enn munaði tveimur mörkum þegar stutt var til leiksloka, 25-23. Haukar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sæti í úrslitum á dramatískan hátt þegar Arnar Jón Agnarsson skoraði sig- urmarkið rétt áður en lokaflautið gall. „Það má með sanni segja að við höfum stolið þessu í kvöld, þeir voru skárri aðilinn allan leikinn og áttu kannski skilið að vinna þetta en það er ekki alltaf sanngirni í boltanum. Þetta féll okkar megin í lokin,“ sagði Birkir Ívar Guð- mundsson, markvörður Hauka, sem varði vel eftir að hafa verið seinn í gang. Eitt marka Hauka í úrslitunum í fyrra var ótalið sem hafði mikil áhrif á gang leiksins. „Það var ein- hver farsi í fyrra en við ætlum ekki að láta neitt slíkt ráða úrslit- um aftur heldur vinna öruggt,“ sagði Birkir. - gmi Sömu lið í úrslitunum og í fyrra Fram vann HK og Haukar lögðu Val í N1-deildarbikar karla í gær og því er ljóst að Fram og Haukar leika til úrslita í dag. Liðin mættust einnig í fyrra þegar mistök tímavarða höfðu mikil áhrif á úrslit leiksins. BARÁTTA Framarinn Rúnar Kárason stuggar við HK-ingnum Valdimar Fannari Þórs- syni. Báðir áttu þeir góðan leik fyrir lið sín í gær en það voru Framarar sem fóru með sigur af hólmi og leika til úrslita í dag gegn Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.