Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAD! Miðvikudagur 7. iúlí 1982, 151. tbl. 66. árg. Síðumúla 15-Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn 86300.'- Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 862 Sjónvarpid ver einkarétt sinn á útsendingu HM-leikja hérlendis: FÉKK LÖGBANN SETT Á FYRIRTÆKIÐ VIDEÓSON Á hesta- slódum — bls. 22 » „Helvíii hart, stykkðnu", þegar sjónvarpið stendur sig ekki í f orsvarsmaður Vídeóson forsvarsmaður Videóson, í samtali við Tímann í gær. „Mér finnst óneitanlega helviti hart, að Sjónvarpið, sem ekki stóð í stykkinu varðandi útsendingar frá heimsmeistarakeppninni, skuli fara fram á þetta lögbann. Það kemur úr hörðustu átt því áð það eina sem fyrir okkur vakti, var að gefa fólki kost á að fylgjast með þessu vinsæia sjónvarpsefni," sagði Jóhannes. „C.B.U. hefur selt Ríkisútvarpinu sýningarréttinn á öllum leikjum frá heimsmeistarakeppninni á Spáni. Sjónvarpið borgaði fyrir hann 450 þúsund krónur og þvi var farið fram á þetta lögbann," sagði Bergur Guðna- son, lögmaður Ríkisútvarpsins í lög- bannsmálinu. „Þegar ég fór þess á leit, féllust Vídeósonmenn á að sýna ekki fleiri leiki frá keppninni. En ég taldi ekki nægilega tryggt, að loforðið yrði haldið. Pess vegna varð að fara fram á lögbann. Þvi brot á lögbanninu er alvarlegt mál sem kallar yfir sig refsiábyrgð," sagði Bergur. Ennfremur sagði Bergur, að innan viku yrði Ríkisútvarpið að höfða staðfestingarmál, þar sem skotið yrði lagalegum rökum undir lögbanns- beiðnina. Ef beiðnin reynist ekki á rökum reist, fellur lögbannið niður og verður þá Ríkisútvarpið að greiða allan kostnað sem af þvi hlýst til Videóson. k - Sjó. Og sund er lika heUsusamlegt sport sem sjálfsagt er að sttmda, þótt Tímamynd: EUa „KUGSANLEGA HL GOÐS" — segir Ólaf ur Jóhannesson, utanríkisráðherra, um ef nahagssamvinnusamninginn við Sovétríkin ¦ „Kjarni málsins er sá að ég tel hugsanlegt að samningurinn verði til góðs fyrir ísland. Peim möguleika megum við aldrei vísa á bug ókónnuð- um. í þessum samningi tel ég engar hættur felast, því í honum eru ekki neinar skuldbindingar. Hér er að finna viljayfirlýsingar en nánari framkvæmd fer svo alveg eftir þeim samningum sem kunna að verða gerðir með skírskotun til þessa samnings. Ég verð þvi að skora á þá sem telja einhver ákvæðanna hættuleg að benda á þau. Ég get ekki komið auga á þau." Þetta sagði Ólafur Jóhannesson, utanrikisráðherra, i samtali við Tímann í gær, þegar hann var spurður álits á nýundirrituðum efnahagssam- vinnusamningi Islands og Sovétrikj- anna, sem skiptar skoðanir hafa verið um. Sjá nánar viðtal bls. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.