Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 7
r » .t T • J 1 ; , .;T'\ fc? MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1982. erlent yfirlit ■ Rowny og Karpov tókust í hendur þegar viðræðumar hófust i Genf fyrra þriðjudag. Vidræðurnar í Genf um kjarnavopnin Lítil von um skjótan árangur ■ FYRRA þriðjudag (29. júní) hófust í Genf viðræður milli fulltrúa Bandarikj- anna og Sovétríkjanna um takmörkun og fækkun langdrægra eldflauga. Sama daginn héldu fulltrúar þessara ríkja, sem ræða um takmörkum meðal- drægra eldflauga i Evrópu, 35. fund sinn og höfðu viðræður þá staðið yfir i nær sjö mánuði. Samkomulag er um það milli aðila að segja ekkert frá þessum viðræðum, en líkur þykja benda til, að enn hafi ekki neinn árangur náðst. Af þessum ástæðum óttast margir, að hinar nýju viðræður geti einnig dregizt á langinn og á meðan haldi kjamavopna- kapphlaupið áfram með fullum krafti. Það er þessi ótti, sem hefur ýtt undir tillöguna um að risaveldin semji í upphafi um að stöðva alla framleiðslu á kjamavopnum undir ströngu eftirliti. Það eitt gæti tekið drjúgan tíma, að ná samkomulagi um, hvemig slíku eftirliti yrði hagað. Það er þvi vart að vænta skjóts árangurs hvaða leið sem valin verður. Vænlegast virðist þó að byggja á því að stöðva fyrst framleiðslu kjamavopn- anna og semja siðan um samdrátt þeirra. Það var i upphafi stefna Reagan- stjórnarinnar að hefja þessar viðræður ekki fyrr en Bandaríkin væm búin að tryggja sér yfirburði með framleiðslu nýrra kjarnavopna. Vegna almennings- álitsins bæði i Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu, þótti ekki pólitískt hyggilegt að framfylgja þessari stefnu. Þess vegna hófust viðræðurnar fyrr en ella, fyrst um meðaldrægar eldflaugar og síðan um langdrægar eldflaugar. Sovétrikin hafa jafnan talið sig tilbúin til slikra viðræðna. FORMENN beggja sendinefndanna, sem ræða um takmörkun og niðurskurð langdrægra eldflauga hafa báðir mikla reynslu í þessum efnum. Þeir þekkjast vel og eru taldir þekkja hvor á annan. Báðir em taldir hafa þann metnað að ná árangri. Þeir em hins vegar ekki einráðir i þeim efnum. Edward Leon Rowny, sem er formað- ur bandarísku sendinefndarinnar, hefur verið talinn mikill harðlínumaður í umræddum málum. Flann þótti því óvenjulega mildur, þegar hann ræddi við blaðamenn rétt áður en viðræðumar hófust. Rowny sagði það m.a. skoðun sina, að Rússar vildu í alvöru semja um takmörkun kjamavopna og bætta sam- búð við vestræn ríki. Þeir myndu hins vegar ekki semja, nema þeir teldu sig hafa hag af samningunum, og eðlilega hefðu Bandaríkjamenn sama sjónar- mið. Vandinn væri að finna þann grundvöll, sem báðir aðilar teldu sér hagkvæman. Rowny sagði, að það hefði vitanlega áhrif á viðræðurnar, hvemig sambúð ríkjanna væri háttað á öðmm sviðum. Ef mikill ágreiningur ríkti utan veggja um önnur mál, hlyti það að torvelda viðræðumar. Sumir fréttaskýrendur hafa gripið þetta í lofti og sagt, að tilraunir Bandaríkjastjómar til að koma i veg fyrir gasleiðsluna miklu væm annað en liklegar til að bæta fyrir afvopnunarvið- ræðunum. Aðrir hafa sagt, að ástandið i Afganistan og Póllandi geri það ekki heldur. Edward Rowny er 65 ára gamall. Foreldrar hans voru pólsk og áttu heima i þeim hluta Póllands, sem laut Rússlandi, áður en þau fluttu til Bandarikjanna. Þau höfðu orðið að læra rússnesku að boði yfirvalda og nýtur Rowny nú þess, þvi að hann lærði rússnesku af þeim. Eftir að Rowny lauk háskólanámi í félagsfræði, gekk hann i herforingja- skóla. Hann tók þátt bæði í síðari heimsstyrjöldinni, Kóreustriðinu og Víetnamstriðinu. Hann hlaut hershöfð- ingjatitil fyrir framgöngu sína. Árin 1973-1979 var hann fulltrúi herráðs Bandarikjanna i öllum viðræðum um afvopnunarmál, sem fóru fram i Genf. Hann sagði þvi starfi upp 1979 vegna óánægju með Salt-2 samninginn. Victor P. Karpov, sem er formaður rússnesku sendinefndarinnar i viðræð- unum um takmörkun langdrægra eld- flauga, er 53 ára. Hann fékk menntun sína á sérstökum háskóla i Moskvu, sem hefur það hlutverk að undirbúa menn til starfa í utanríkisþjónustunni. Á árunum 1962-1964, starfaði Karpov við rússneska sendiráðið i Washington. Eftir heimkomuna til Moskvu vann hann hjá þeirri deild utanríkisráðuneyt- isins, sem fjallar um málefni Kanada og Bandaríkjanna. Árið 1972 fékk hann sæti í sendinefnd- inni, sem tók þátt í viðræðunum um Salt-1 og siðar átti hann sæti í sendinefndinni, sem fjallaði um Salt-2. Hann er því ekki siður þaulkunnugur þessum málum en Rowny. ÞAÐ þykir liklegt að viðræðurnar nú hefjist með svipuðum hætti og fyrri viðræður, þ.e. með þjarki um kjama- vopnastyrkleika risaveldanna og saman- burð á þeim. Jafnvel þótt góður vilji væri fyrir hendi, gæti orðið erfitt að ná samkomulagi um þetta, þar sem hér er fjallað um margar og mismunandi vopnategundir. Bæði hafa risaveldin viðrað ýmsar hugmyndir um grundvöll að nýju samkomulagi, sem komi i stað Salt-2, og sé að ýmsu leyti ítarlegri. Rússar kjósa helzt, að Salt-2 saming- urinn verði staðfestur og hann lagður til grundvallar nýjum samningi. Þetta telja margir Bandaríkjamenn hyggilegt, t.d. Kissinger, en hann hefur jafnan mælt með staðfestingu hans. Reagan forseti mun hins vegar telja þetta óhagstætt sér pólitiskt, því að hann gagnrýndi Salt-2 harðlega i kosningabaráttunni 1980. Hvorugt risaveldanna hefur enn lagt fram raunhæfar tillögur, enda vart við þvi að búast á þessu stigi. Tillöguflutn- ingur þeirra til þessa hefur borið svip af því, sem þau myndu telja sér hagstæð- ast. Þetta gildir t.d. um tillögur þær, sem Reagan varpaði fram á síðastliðnum vetri. Þótt menn vænti ekki mikils árangurs að sinni, er það spor i áttina að risaveldin ræðist við um þessi mál. Það getur m.a. hjálpað til að brjóta ísinn á öðrum sviðum. Það sem stendur mest i vegi sam- komulags nú, eins og jafnan áður, er tortryggnin. Mikilvægt er því að reynt sé að draga úr henni á allan hátt. í þeim efnum eru engin ráð betri en aukin samskipti og verzlun. Á því sviði þurfa bæði risaveldin að bæta ráð sitt, þótt með mismunandi hætti sé. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Líbanon: Bandaríkja menn vilja senda land- göngulida til Beirút ■ Bandarikjastjórn segist reiðu- búin að senda allt að 1000 land- gönguliða til Beirut i Líbanon til að hjálpa til við brottflutning PLO- manna frá vesturhluta borgarinnar, ef ósk um það kemur fram. Talsmaður Reagan forseta sagði að forsetinn hefði samþykkt þetta svo framarlega sem allir aðilar væru einnig samþykkir þessu. Talsmaður- inn Iagði á það áherslu að hingað til hefði ekki komið fram ósk um þetta. Fréttamenn i Washington telja þetta mikilvæga ákvörðun í sögu stefnu Bandaríkjanna gagnvart Mið- austurlöndum og minnast þeir þess að Eisenhower forseti hafi gert hið sama fyrir 24 árum siðan er hann reyndi að koma reglu á í Líbanon. Ljóst virðist í áætlunum um þetta að nota eigi sjötta flota Bandaríkja- hers ef til þessa kemur og eigi að senda PLO-mennina til fjögurra arabarikja, Alsír, Egyptalands, íraks og Sýrlands. Ennfremur herma fregnir að Frakkar eigi einnig að senda herlið til aðstoðar en því hefur verið neitað af talsmanni stjórnarinnar i Paris... „við erum ekki komnir á það stig enn“ sagði hann. Talsmaður PLO i Beirut lýsti áætluninni sem fáránlegri og tals- maður PLO í París sagði að Palestinumenn höfnuðu öllum til- lögum Bandarikjamanna um brott- flutninga PLO-manna frá Beirut. Hann sagði ennfremur að Banda- ríkjamenn bæru ábyrgð á þvi sem hann kallaði ... „útrýmingarstríðið gegn Palestinumönnum“... Fregnir frá Beirut herma að Philip Habib sérlegur sendifulltrúi Banda- í;: ■ " Mffg ■- -; A'V ■ Lif óbreyttra borgara í Beirut er orðið mjög erfitt þar sem vistir komast ekki i gegnum línur Israels- manna. rikjamanna hafi fengið loforð frá Palestínumönnum um að þeir myndu yfirgefa Beirut ef alþjóðlegt herlið myndi ábyrgjast öryggi þeirra. Vopnahlé rofið í gærkvöldi hermdu fregnir frá Beirut að vopnahléið þar hefði verið rofið einu sinni enn og að miklir bardagar hefðu blossað upp. Sam- kvæmt frásögnum sjónarvotta þá féllu sprengjur í grennd við forseta- höllina og stór svartur mökkur sást breiða sig út yfir vesturhluta borgar- Aðdragandi Falklands- eyjastríðsins rannsakaður I Margret Thatcher forsætisráð- herra Bretlands hefur greint frá þvi hvernig opinberri rannsókn verður hagað á aðdraganda striðsins á Falk- landseyjum. í yfirlýsingu til breska þingsins sagði Thatcher að rannsóknarnefnd- in yrði skipuð meðlimum frá báðum flokkum en formaður hennar yrði Lord Franks. Fyrr hefur komið til harðra deilna á milli Thatcher og leiðtoga stjórnar- andstöðunnar Michael Foot um hve langt aftur i tímann rannsóknin næði til en Thatcher vildi að hún næði allt til ársins 1965... en hún varð að láta undan með þetta og mun rannsóknin aðallega beinast að mánuðunum rétt áður en striðið skall á. Flugvél hrapar í Sovét ■Sovésk flugvél Aeroflot flugfé- lagsins mun hafa hrapað skömmu eftir flugtak frá Moskvu. Talið er að með vélinni hafi verið 90 farþegar og er talið að allir hafi þeir farist í slysinu. Opinberlega hefur þetta ekki verið staðfest en flugmálaráðuneyti Sovétríkjanna hefur sent samúðar- kveðju til þeirra sem áttu ættingja um borð. Vélin mun hafa verið í áætlunar- flugi til Dacca og Freetown i Afriku. Dauðadómar á Seychelles- eyjum ■ Fjórir menn sem tóku þátt i uppreisnartilrauninni á Seychelles- eyjum hafa verið dæmdir þar til dauða fyrir landráð en sá fimmti, sem segist vera meðlimur leyni- þjónustu Suður-Afríku hlaut 20 ára fangelsis dóm. Þeir 43 menn sem sluppu frá eyjunum og til Suður-Afríku eru nú fyrir rétti þar sakaðir um að hafa rænt flugvél Air India félagsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.