Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1982. eftir helgina sóttur heim af íbúum grannsveitarfélaga Reykjavikur en Austurver, um 12% af úrtaki, og hefur því ekki víðara markaðssvið en Austurver. Þeir sem versla frá vinnustað i Glæsibæ, koma flestir frá vinnustöðum í Gamla bænum, við Suðurlandsbraut og í Ármúlahverfi. Hagkaup eru aftur á móti hinn dæmigerði stórmarkaður með mjög vítt markaðssvið og því tiltölulega fáa viðskiptavini frá næstu íbúðarhverfum. Hagkaup er bæði með lang hæst hlutfall af hinum sex stórverslunum af viðskipta- vinum búsettum utan höfuðborgarsvæð- isins (31% af heildarúrtaki), og hæst hlutfall af viðskiptavinum úr grannsveit- arfélögum Reykjavikur (26% af úrtaki innan höfuðborgarsvæðisins). Tiltölu- lega fleiri utanbæjarmenn versla i Hagkaupum i miðri viku en um helgar. Innan Reykjavíkur koma tiltölulega fæstir viðskiptavinir Hagkaupa úr Vest- urbænum. Ekki er marktækur munur á dreifingu viðskiptavina á miðvikudegi og föstudegi. Eins og áður hefur komið fram versla tiltölulega fáir af viðskipta- vinum Hagkaupa frá vinnustað, miðað við hinar stórverslanirnar. Flestir sem versla frá vinnustað i Hagkaupum, koma frá nærliggjandi vinnustöðum. JL-húsið er ekki jafn miðsvæðis i borginni og hinar stórverslanimar ef Stórmarkaður KRON er undanskilinn. Stærsti hluti viðskiptavinanna koma því úr Vesturbænum og Gamla bænum, en mjög fáir úr hverfum miðsvæðis í borginni, þar sem margar stórverslanir eru staðsettar. Ótrúlega margir sem búa i Árbæjar- og Breiðholtshverfum versla i JL-húsinu og munu flestir þeirra vinna vestarlega í borginni eða eiga oft þangað önnur erindi. JL-húsið er með næst hæst hlutfall af viðskiptavinum úr grannsveit- arfélögunum á eftir Hagkaupum (24%), en um helmingur þeirra kemur frá Seltjarnarnesi. JL-húsið er með vitt markaðssvið miðað við hinar stórversl- anirnar. Tiltölulega fleiri viðskiptavinir koma frá fjarlægari hverfum á föstudeg- inum en miðvikudeginum, sem sýnir að JL-húsið er ekki síður stórmarkaður en hverfismiðstöð. JL-húsið hafði hæst hlutfall af öllum stórverslununum, af þeim sem voru að versla frá vinnustað (45%). Þar sem Stórmarkaður KRON er staðsettur í miðju athafnahverfi, og um 300 metrar í næstu íbúðarhús koma tiltölulega fáir viðskiptavinir frá heimil- um, sem eru í innan við 500 metra fjarlægð frá versluninni. Stærsti hluti viðskiptavina kemur frá austur- og miðhluta Kópavogs og úr Breiðholts- hverfum. Um þriðjungur viðskiptavina báða daga komu úr Breiðholtinu, mun fleiri á föstudeginum, og um 50% af viðskiptavinum Stórmarkaðsins frá Reykjavík. Flestir sem koma frá öðrum hverfum í Reykjavik en Breiðholtinu til að versla i Stórmarkaðnum, koma frá vinnustað en ekki frá heimili. Vörumarkaðurínn er likt og Hagkaup með tiltölulega jafna dreifingu við- skiptavina og marga viðskiptavini úr fjarlægum hverfum, þótt ekki séu jafn margir frá grannsveitarfélögunum (12%) og hjá Hagkaupum og JL-húsinu. Það er greinilegt að fleiri viðskiptavinir koma úr fjarlægari hverfum, utan 2 kílómetra fjarlægðar, á föstudeginum en á miðvikudeginum, t.d. úr Fossvogs- hverfi og Breiðholti. Þeir sem versla frá vinnustöðum koma flestir frá nærliggj- andi vinnustöðum í Ármúlanum, en mjög fáir frá vinnustöðum í miðbænum, enda umferðartengls þar á milli oft erfið á álagstímum i umferðinni. Hínir eiginlegu stórmarkaðir Aðeins þrjár hinna sex stórverslana, Hagkaup, Vörumarkaðurinn og JL- húsið, eru eiginlegir stórmarkaðir, með mikinn fjölda viðskiptavina, lágt vöru- verð, sérstakar deildir með öðrum vöruflokkum en matvöru og mjög vítt markaðssvið. Stórmarkaður KRON í Kópavogi, fær tiltölulega fáa viðskipta- vini, nema um helgar og hefur ekki eins vítt markaðssvið og stórmarkaðirnir i Reykjavík. Glæsibær og Austurver eru fyrst og fremst stórar hverfismiðstöðvar með góðar matvöruverslanir með mikið vöruúrval, en ekki lágt vöruverð, auk mikils fjölda valvöruverslana. -Kás Að sigla með óperunni ■ Oft valda staðarnöfn mér nokk- urri umhugsun, og einhvern veginn hefur mér ávalt fundist sænska borgin Malmö heita Málmhaugar á islensku en ekki Málmey. Ég er líka viss um að Þórarinn, vinur minn sem útskýrði Eiðaauðinn, myndi líka án efa vilja nefna þennan stað Málm- hauga. Að vísu er hérna eyja, fremur smá að vísu og það er undarlegt að fara að nefna stórborg eftir henni, ekki sist þar sem sömu jarðefni virðast vera á fastalandinu og á eyjunni sjálfri. Sumsé gráleitt stein- efni sem notað er í sement. Vatnið er líka hvitt eins og mjólk-eða sementsblanda og fólk fær litla pakka með kaffimaskínum og öðrum slíkum tækjum til að losa þau við brjósthroðann. Svíþjóð er gott land, svona peningalega séð þótt mörgum finnist það nú heldur járntjaldslegt. Og ef til vill eru Svíar duglegastir Norður- landabúa við að framleiða allt milli himins og jarðar. Og þeir hafa líka ýms önnur séreinkenni. Eru nákvæmari en aðrir Norðurlandabúar og líka stundvís- ari. Til marks um það að þá kemur morgunblaðið eða Dagens Nyheter ávallt inn um bréfalúguna hjá okkur á slaginu fjögur. Þú getur stillt klukkuna þina eftir þvi blaði. Konan, sem ber út blaðið, hefur lykil að öllum blokkunum. Hún opnar útidyrnar og fer síðan upp í lyftunni og byrjar efst að troða blaðinu í bréfalúgurnar eins og hafragraut i krakka og heldur siðan áfram niður eftir húsinu, sem er 12 hæða. Og siðan fer hún í næsta hús, og svona heldur hún áfram, uns allir hafa fengið sitt blað og búið er að troða Dagens Nyhether í bréfalúgur allra sannra íslendinga og sannra Svía, og þeir geta lesið blaðið sitt áður en þeir fara að gera eitthvað annað eða til daglegra starfa. Ög svona gengur það dag eftir dag, ár eftir ár, þar til á miðvikudaginn var en þá bar svo við að konan stakk þriðjudagsblaðinu aftur i bréfalúg- una okkar hvemig svo sem á þvi stendur. Og í raun og veru, þá botnaði enginn upp eða niður i þessu auka þriðjudagsblaði, en miðviku- dagsblað fengum við ekkert þann daginn. En þar sem ekkert er eins gamalt og dagblaðið frá því i gær, gjörðist undirritaður svo djarfur að spyrjast fyrir um þetta undarlega blað. Og það stóð ekki á hinu sænska svari. Mér var einfaldlega sagt, að það gæti ekki verið að ég hefði fengið þriðjudagsblað á miðvikudag, nema ég hefði pantað það sérstaklega. Já en ég fékk þriðjudagsblað lika á þriðjudaginn svaraði ég og ég vil ekki fá fleiri þriðjudagsblöð. En simadaman kunni ráð við því: - Lestu bara dagsetninguna aftur, Við erum með pólska konu i þessu hverfi og hún ber aldrei út gömul blöð, nema hún sé beðin. Og ég varð að fara í Kiosk og kaupa nýtt blað, en Kiosk nefnast söluturnar í löndum, þar sem menn eru ekki búnir að láta útlendinga eyðileggja i sér tunguna. Fyrst fór ég reyndar í bakaríið og bað um franskbrauð, og konan i brauðbúðinni horfði á mig. - Eigið þér við La baguette de france, spurði hún siðan hortug.Det bakast pá franskt sátt, og ég áræddi ekki að svara, heldur tók við þessu merkilega brauði, sem leit út eins og hálft kústskaft bæði að lengd og gerð. Svo bað ég um einn pakka af Weekend snacks. Potais chips, en svo nefna menn steiktar kartöfluflög- ur í hlutlausum löndum. Ég varð að hafa hraðann á, þvi við ætluðum yfir til Kaupmanna- hafnar með ferjunni, sem fer klukkan 09.00. Margar ferjur sigla milli Limhamn og Dragör. Þær flytja fólk og bila og þær heita allar óperunöfnum. Leðurblakan, La Traviata og svoleiðis. Limhamn er útborg sambyggð við Málmey en Dragör er á Amager. Bílferjur ganga ekki lengur milli stórborganna. Eru komnar á hausinn. En þetta með óperunöfnin er snjallt hjá Svíum og Dönum því á þessum fallegu hvitbláu skipum er ganga eins og rúllugardínur milli landanna er nefnilega fjárhagslegt tap sem er á óperustiginu og ekki aðeins á þvi islenska, heldur á þvi erlenda stigi að stjórnvöld standa ráðþrota gagnvart þessari siglandi ariu á Eystrasalti. Jónas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson, rithöfundur, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.