Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1982. heimilistíminn umsjón: B.St. og K.L. I sjónvarpsleysinu: SALAÁ VIDEÓ- TÆKJUM TEKUR KIPP ■ Nú er júlí runninn í garð, og þó að ekki séu margir dagar af honum liðnir, eru margir farnir að finna sárt til sjónvarpsleysisins. Sífellt fjölgar þeim, sem bæta sér það upp, a.m.k. að hluta, með aðgangi að svokölluðum „vídeó- tækjum" sem kölluð hafa verið á íslensku myndsegulbandatæki. Okkur lék forvitni á að vita svona nokkurn veginn um verð á slíkum tækjum og hvort sala á þeim hefðj tekíð kipp að undanförnu. Svör voru nokkuð mismun- andi, en hnigu þó öll í eina átt Hjá Gelli fengum við þau svör, að ekki hefði orðið vart við sölukipp enn sem komið er, en mikil fjölgun hefði orðið á fyrirspurnum um tæki undan- farna daga. Var búist við, að salan tæki kipp, þegar líða tæki á mánuðinn og fólk orðið aðþrengdara. í Gelli eru seld Graetz tæki með VHS-kerfi og verðið er i kringum 20.200 kr. í Radíóbúðinni fengum við þau svör, að vissulega hefði það orðið vart söluaukningar. Hún hefði tekið heilmik- inn kipp fyrir helgina og verið stanslaus straumur af viðskiptavinum í gær. Þar eru seld Nordmende-tæki. Þau eru með VHS-kerfi og verðið er 18.600 kr. Salan hefur ekki tekið neinn sérstakan kipp ennþá hjá Heimilistækjum, en þar hefur á hinn bóginn orðið mikil aukning í útleigu videóspóla. Feiknarlega mikið hefur hins vegar verið um fyrirspurnir um tækin. Þar eru seld Philips-tækin, sem eru með V-2000 kerfi. Verðið á þeim tveim gerðum, sem fyrirliggjandi eru, er 19.960 kr. og rétt um 23.000 kr. Hjá Nesco hefur hins vegar verið „allt brjálað“, að sögn sölumanna þar allt frá þvi í síðustu viku júni og er ekkert lát á. Þar eru 3 tegundir tækja seldar, Orion, Akai og Grundig, og kerfin tvö, V-2000 og VHS. Orion er langódýrast, kostar 18.800 kr, Akai er á 28.800 kr. og Grundig á rúm 30.000 kr. Ekki liggur þó allur verðmunurinn í því, hversu tæknilega fullkomin tækin eru, heldur er hið lága verð Orion að hluta til því að þakka, að innkaup á því eru sérlega hagstæð, þar sem þau eru keypt inn í samvinnu við önnur Norðurlönd. í Kamabæ hafði orðið vart við smákipp i sölu i gær. Annars var því bætt við þar, að þegar væri búið að selja slikt óhemju magn af vídeótækjum, að það hlyti að fara að koma að því að markaðurinn mettaðist. Þar eru seld tæki af Sharp-gerð. Þau hafa VHS-kerfi og verðið er frá 20.900 kr. til 25.600 kr. Heldur er salan farin að glæðast i Sjónvarpsbúðinni, en þar eru seld tæki af Finlux gerð, sem er með VHS-kerfi, og Fisher og Nec-gerðum, sem bæði eru með Betamax-kerfi. Verðið ermjög mismunandi. Fisher-tæki eru í þrem verðflokkum, 13.950 kr., 15.700 kr. og 19.950 kr. Nec-tækið er á 19.950 kr., en Finlux á 17.350 kr. Við staðgreiðslu er veittur 5% afsláttur frá þessu verði. Hjá Japis tók salan kipp þegar 1. og 2. júli. Þar eru seld Sony-tæki ýmist með VHS- eða Betamax kerfi. Betamaxtæk- in eru á 17.900 kr., en VHS-tækin á 21.950 kr. Þetta er staðgreiðsluverð. ■ „Ég vil bjargamérsjáli" ■ Regnföt eiga að vera i akærum lit (appelsinugulum, akœrgrœnuin eða skærbláum) og / eða bera endur- skinamerki. En haíið það hugfaat, að endurskinsmerkin missa ljóma sinn við slit og þvotta. Þvi þarf að skipta um jjau með vissu millibUi. ■ Regnföt verða fyrir óvæginni meðferð. Veljið þvi slitsterk efni. Bómullar- og polyester blanda er sterkari en hreint viskose. ■ Regnföt úr prjónaefnum, klædd plasti, eru mýkri og teygjanlegri en regnföt úr ofnum efnum, klædd ptasti. ■ Regnfötin þurfa að vera svo stór, að hægt sé að klæðast hlýjum klœðnaði innan undir þau. En þau mega ekki vera svo stór, að þau verði þung og erfitt að hreyfa sig i þeim. ■ Þægilegast er að geta þvegið regnfötin i þvottavél. Athugið hreinsunarleiðbeiningarmiðann ■ Allar tölur og rennilósar verða að vera þannig gerð og á þoim stöðum, að stærri böm geti kiæðst og afklæðst sjélf. Látið þau sjálf ganga úr skugga um þetta óður en þið kaupið fötin. ■ Hálsmálið má ekki ná of langt upp undir hökuna eða umlykja hálsinn of þétt. Það særir börnin og hindrar loftrás. ■ Hettan þarf að vera þannig i sniðinu, að hún fylgi höfðinu, þegar barnið litur til hUðar. Það er stór kostur, ef brúnin er klædd stroffi, þá fellur hún betur að höf ðinu. Ef hettan er of stór eða of laus, hindrar hún, að barnið sjái nógu vel til hliðanna. ■ Eí hattan er ekki áföst kápunni, verður hún að vera þannig i laginu' að ekki sé hætta á að vatnið renni niður i hálsmálið, ef bamið beygir sig. ■ Það þarf að vera hægt að fara i buxurnar og úr, þó að verið sá I stigvélunum. ■ Best er, að neðst á buxunum sé prjónastrnff og band, sem iiggur undir ilina, þá f alia skáimamar betur að stigvélasköftunum og barnið helst þurrt á fótunum. ■ „Er nokkur bill að koma?“ ■ „Ég sé að mér er óhætt að fara yfir götuna núna“ ■ Þurrt og hlýtt á fótunum. Regnfatnaður barna þarf að vera: Sterkur, sjást auðveldur að þrífa vel, ■ Regnfatnaður barna þarf að vera sterkur, auðvelt að þrifa hann, í sterkum lit og búinn góðum endurskinsmerkjum. Það siðastnefnda er sérstaklega mikil- vægt á dimmum rigningardögum, þegar börnin eru úti að leik. Auk þessara eiginleika verður regnfatnaðurinn að vera mátulega stór, mjúkur og lipur, svo að hann hindri ekki börnin í að hreyfa sig að vild. Það verður að vera auðvelt að þvo og þrifa fötin, svo að það er best að skoða vandlega miðann með hreins- unarupplýsingunum. Það getur verið erfitt að fá regnföt á börn, sem bæði gegna hlutverki sinu og eru þægileg i notkun. Það er því þægilegt að hafa í huga nokkur atriði, þegar velja skal fatnaðinn. Það er mjög mikilvægt, að börnin sjáist vel úr fjarlægð, þar sem þau eru á ferð. Veljið því föt í skærum litum, s.s. appelsinugul, fagurblá, eða skærgræn, og gætið þess, að þau séu ríkulega útbúin endurskinsmerkjum á þeim stöðum, þar sem þau sjást vel. Best er, að þau séu rétt fyrir ofan hné, fremst á ermunum, neðst á kápunni, þvert yfir brjóstið og hrygginn og á húfunni. Þvi fleiri endurskinsmerki, því meiri likur eru til, að til bamsins sjáist i dimmu veðri. Hafið í huga, að endurskinsmerkin vilja slitna við notkun og þvott. Eftir að flikin hefur verið þvegin nokkrum sinnum, hafa merkin misst talsvert af ljóma sínum. Þess vegna verður að skipta um endurskinsmerki með vissu millibili. Ef keypt eru stök endurskinsmerki, sem þarf að sauma á flíkina, verðum við að muna, að nálarförin hleypa í gegnum sig vatni. Þá verður að hafa i huga að velja rétta staði fyrir merkin samkvæmt þvi, s.s. neðst á kápuna og ermarnar. Mesta vemd veitir að hafa hvort tveggja ásaumuð og áhengd endurskinsmerki á regnfatnaðinum. Hálsmálið á regnkápunni má ekki ná of hátt upp eða þrengja of mikið að hálsinum. Það getur sært bamið, auk þess sem það truflar loftrás. Og þá er það hettan. Hún verður að vera þannig sniðin, að hún falli þétt að höfðinu og hindri ekki sýn til hliðanna. Það er enn betra, ef í kantana er saumað prjónastroff, sem fellur vel að höfðinu. Börn vilja gjarna vera sjálfbjarga. Þess vegna er mikilvægt, að allar tölur og rennilásar séu þannig úr garði gerð og á slíkum stöðum, a.m.k. stærri börn geti klæðast og afklæðst fatnaðinum hjálparlaust. Takið bömin með, þegar þið ætlið að festa kaup á regnfatnaði á þau og látið þau máta. Athugið einnig, hvort mögulegt er að fara í eða úr buxunum á eðan verið er í stígvélunumn. Helst þarf að vera stroff um ökklann og undir ilina. Þá fella skálmamar þétt að stigvélunum og börnin haldast frekar þurr i fætuma. Brauð bakað í ofn- skúffu ■ Fljótbakað, safaríkt matbrauð, sem inniheldur hveiti. Brauðið er sett inn í kaldan ofn og er bakað, án þess að vera látið lyftast áður. 4 1/2 dl vatn 50 g ger 6 dl súrmjólk 3 msk. sírop 3 tsk. salt 9 dl heilhveiti 6 1/2 dl hveiti Leysið gerið upp i ofurlitlu af súrmjólkinni og blandið saman við hinum efnunum. Smyrjið ofnskúff- una vel og fletjið út deigið i hana. Setjið skúffuna inn i ofninn á neðstu rim og stillið ofninn á 200 stiga hita. Látið bakast i 40-45 mín. Látið brauðið kólna á bökunarrist undir viskustykki. Um 50% sjúklinga tekur lyf sín vitlaust inn! — fylgja ekki fyrirmælum læknisins ■ Allt að þvi helmingur sjúklinga fer vitlaust að við inntöku lyfja, sem þeim er uppálagt að taka að iæknisráði. Því pieira magn lyfja, sem þeir eiga að taka og þvi lengur, sem þeir eiga að taka þau, þvi verr gengur þeim að fara að fyrirmælum læknisins um inntök- una. Þessar staðreyndir hafa leitt í Ijós ýmsar rannsóknir, sem danskur læknir i Árósum hefur gert. Hann hefur beitt ýmsum.rannsókna- aðferðum til að gera sér grein fyrir þvi, hvernig fólki gengur að fara að fyrirmælum, þegar það tekur inn lyf skv. lyfseðli, en ekki er annað að sjá en að alit að 40% sjúklinga fari meira og minna vitlaust að, segir læknirinn. í sumum tilfellum eru mistökin svo herfileg, að þau geta haft alvarlegar afleiðingar. Læknirinn gengur svo langt að halda því fram, að allt að 5% innlagna á sjúkrahús stafi af mistökum sjúklinga sjálfra við lyfjatökur. Ekki hefur enn tekist að sýna fram á, að einn hópur sjúklinga sé erfiðari en annar, hvað þetta varðar. Ástandið er svipað hver sem sjúkdómsgreining- in er, og óháð kynferði, aldri, kynþætti, hjúskaparstétt, trúarbrögð- um, félagslegum og efnahagslegum aðstæðum, greind, menntun og at- vinnu. Það eina, sem hefur komið glöggt i ljós, er, að timalengd lyfjameðferðar- innar og stærð skammta skiptir þarna máli. - Þegar fýrirmælin hljóðuðu upp á 4 skammta á dag, tóku 70% sjúkling- anna aðeins 2-3 skammta, og væri svo fyrir mælt, að teknir skyldu 3 skammtar, tóku 60% sjúklinganna aðeins 1-2 skammta. Ef inntaka átti að fara fram einu sinni eða tvisvar á dag, varð útkoman enn verri, segir læknir- inn. Hann heldur þvi fram, að sambandið milli sjúklingsins og læknis- ins skipti þama miklu máli. Það er löngu vitað, að sjúklingar, sem berjast við sjúkdóm sinn mcð bjartsýni og trú á bata, ná mun betri árangri við meðferð en hinir, sem hafa litla trú á lækningunni, segir læknirinn að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.