Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.07.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91)7- ”> - 51, (91 ) 7 - 80-30. UPTiTI Ut,'' Skemmuvegi 20 tÍhjlJll nl* . Kopavofii Mikiö úrval Opid virka daga 9 19 • Laugar daga 10 16 HEDD HF Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 „AÐSTAÐAN VERDUR BETRI OG BETRI rabbað við nýbakaðan Islands- meistara í kappsiglingum, Gunnlaug Jónasson ■ „Það er mikill misskilningur að erfitt sé að stunda kappsigl- ingar hér á landi. Þótt sjórinn sé að vísu nokkru kaldari en viða erlendis þá er það engin fyrir- staða. í góðum búningi verður manni ekki kalt þótt maður blotni, jafnvel um hávetur. Eins er það okkur mjög í hag, að ekki skortir á vindinn sem er grund- vallarskily rði. “ Það er Gunnlaugur Jónasson, nýbakaður íslandsmeistari i kappsiglingum á Laser-bátum sem við er rætt. Gunnlaugur hefur unnið til margra verðlauna fyrir afrek sin í kappsiglingum, enda stundað þær frá þrettán ára aldri, eða í sjö ár. „Siglingaáhuginn kviknaði þegar við strákarnir i Kópavog- inum fylgdumst með okkur eldri strákum úti á Kópavoginum, en við hann ólst ég upp. Við réðumst i það tveir jafnaldrar, þrettán ára gamlir, að smíða okkur bát, tveggja manna kapp- siglingabát. f>að gekk ansi brös- ótt að koma honum saman, en þó tókst okkur að koma honum á flot eftir eins árs basl. Lótt ekki hafi frumsmíðin verið fullkomin, reyndist hún okkur ágætlega, var ágæt til æfinga fyrir byrjendur.“ Keypti Laser eftir tvö til þrjú ár „Við notuðum bátinn í tvö til þrjú ár, en síðan keypti ég mér Laser-bát, fyrir einn mann. Pá má segja að ég hafi farið að æfa fyrir alvöru, þótt auðvitað hafi ég bæði æft og keppt á þeim gamla.“ dropar - Hvernig er aðstaðan til kappsiglinga hér á landi? „Aðstaðan verður að teljast nokkuð góð og hún verður alltaf betri og betri. Kappsiglinga- félögum fjölgar stöðugt og áhug- inn fyrir íþróttinni eykst að sama skapi. Og það skemmtilega er að siglingaáhuginn er ekki bundinn við Reykjavikursvæðið, heldur spretta félögin upp út um allt land.“ Á Norðurlandamót i Noregi - Þú ert að fara í keppnisferð til Norðurlanda? „Já. Við förum tveir, ég og Jóhannes Ævarsson. Við munum æfa og keppa í Danmörku og Noregi. Norðurlandamótið hefst i Tunsberg, nálægt Osló 6. agúst n.k. og við munum báðir taka þátt i keppninni á Laser- bátnum.“ - Gerið þið ykkur vonir um að ná langt? „Ég geri mér nú ekki miklar vonir um að sigra. Enda er það ekkert aðalatriði. Við viljum bara vera með og gera okkar besta,“ sagði Gunnlaugur. - Sjó. &{***£' * '' • ' * >*( ■*^'XV. ‘ y'';: ' i - •mm: wm “ ■ ss-r. n 'T " ■>— - . . ■Í-^S^T-' ; m ■ „Ekki skortir á vindinn sem er grundvallarskilyrði“, segir Gunnlaugur Jónasson, íslands- meistari í kappsiglingum á Laser- bátum. iuf | MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1982. fréttir Yísað úr Samtök- unum ’78 vegna trúnaðarbrots ■ „Yfirlýsingin er gefin út af illri nauðsyn. Starf- semi samtakanna ’78 bygg- ir á trúnaðartrausti milli meðlimanna og því er erfitt að sætta sig við svona frumhlaup," sagði Guðni Baldursson, formaður Samtakanna ’78, félags les- bía og homma í samtali við Timann i gær. En þá barst blaðinu yfirlýsing frá sam- tökunum þess efnis, að þeim Guðmundi Svein- björnssyni, Efstasundi 75 og Veturliða Guðnasyni, Blönduhlíð 25 hefði verið vikið úr samtökunum vegna óheimilar myndbirt- ingar og viðtals sem við þá birtist í tímaritinu Samúel. „Við verðum að geta sýnt þeim 2000 aðilum, sem til okkar hafa leitað á einhvern hátt, að við erum trausts verð,“ sagði Guðni. - Sjó. Blaðamenn og útgefendur semja ■ Samningar voru undir- ritaðir milli blaðamanna og útgefenda i fyrrinótt. Gildistími samningsins er til 1. september 1983. Við undirskrift samnings hækka laun blaðamanna um 6.4% en 2% bætast við þann 1. janúar 1983 og 1% i mars sama ár. Er hér þvi um 9.7% hækkun að ræða. Blaðamenn fá nú árlegar aldurshækkanir fyrstu níu árin, en færast svo upp um flokk á tveggja ára fresti til 15 ára starfsaldurs. Breiðablik vann Þór Ak. ■ Leik Þórs og Breiða- bliks Iauk kl. 21.40 i gærkvöldi með sigri Breiða- bliks. Skoruðu Blikarnir 3 mörk, en Þór eitt. - AM. Forstjóra- leikur á Frjálsu framtaki ■ Það riður ekki við einteym- ing, lánleysið hjá sérrítaútgáf- unni Frjálst framtak, í seinni tíð, ef nokkuð er að marka heimildarmenn Dropa. Hinn nýi forstjóri, Magnús Hregg- viðsson er sagður leika for- stjóraleik af mikilli innlifun. Ymsum þykir hann þó heldur illa að sér i seinnitima reglum þess leiks, sé jafnvel ekki kominn lengra en fram að siðustu aldamótum í lestrí leikreglanna. Af þeim sökum er nú mildl ólga meðal sumra starfsmanna. Ritstjóramir Markús Óm Antonsson og Katrin Pálsdóttir em nú i sumarfríi, og a.m.k. Katrín í óþökk forstjórans, og er taUnn mikill vafi leika á að þau komi aftur tU starfa. Og nú er sagt að forstjórinn sitji langdvölum á kvöldum og renni fingri yfir síður sima- skrárinnar, stoppi við þegar hann rekst á starfsheitið „blaðamaður“, hringi og bjóði rítstjórastóla. Árangurinn ku þó vera smár enn sem komið m mœt er. Þó var ekki örgrannt um árangur, þvi Sighvatur Blöndal á Mogganum beit á, en tókst að losa sig af króknum áður en hann var dreginn inn fyrir borðstokkinn. Forstjórínn var þó svo viss um veiðina að hann lét setja nafn Sighvats undir „Ritstjórí“ í blaðhaus Iðnaðar- blaðsins og Frjálsrar verslunar, sem Markús Orn hefur rítstýrt frá upphafi. Hart var bragðist við, þegar hann losnaði af öngUnum að afmá nafn hans aftur, en Iðnaðarblaðið var þá komið i prentun og nú skartar það Sighvati Blöndal sem ritstjóra. Deilt um Fordkeppni Og það er ekki úr vegi að hirða fleiri dropa sem detta af Frjálsu framtaki, þar er víst af nógu að taka um þessar mundir. Nú er vist aUt komið í steik á milli forstjórans og Katrínar vegna fyrírsætusam- keppninnar sem boðað var til á vegum Lif og Eileen Ford i USA. Forstjórínn mun hafa samið við stórmeistara skemmtibransans, Ólaf Lauf- dal í Broadway, um stórkost- legar sviptingar í sambandi við kjör bestu fyrírsætunnar. Há- tiðin átti að vera í júlílok en sú heppna átti að fara á vit frægðarinnar í USA örfáum dögum siðar. Þá sagði Katrín stopp, þvi fyrírmæUn frá Ford hljóðuðu uppá að daman skyldi hafa a.m.k. mánuð til að undirbúa sig. Og þá kom i Ijós : að Katrín átti samninginn við Ford, en ekki Frjálst framtak. Forstjórínn var þó ekki leik- laus, heldur flaug á fund Ford og klagaði Katrínu fyrir fjár- kúgun. Og nú er allt i óvissu um hvort nokkur græðir á þessu fyrirsætumáli, aðrir en lög- fræðingarnir, sem tala máli þeirra forstjórans og ritstjór- ans. Krummi... sá að Alþýðubandalagið er búið að leysa vanda útgerðar- innar með því að samþykkja að vandinn sé ekki fyrir hendi. Ætlar þingflokkur Alþýðu- bandalagsins e.t.v. að afgreiða verðbólguvandann á næsta fundi sinum.?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.