Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 1
Minkaveiðar við Elliðaárnar - bls. 10-11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Fimmtudagur 8. júlí 1982, 152. tbl. 66. árg. Síðumúl thdlf 370 Reykjavík-Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsia og áskrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86392 SKREIÐARMARKAÐURINN í NÍGERÍU AÐ OPNAST „Við höfum nú fengið upplýsingar om að einhver leyfi hafi þegar verið gefin út til innflntnings a skreið til Nígeriu og þar með má segja að nokkur vonarglæta hafi kviknað um batnandi horfur, því þótt leyfin séu aðeins fyrir litlu magni, þá gerir margt smátt eitt stórt," sagði Magnús Friðgeirsson, sölustjóri Sjávarafurða- deildar SÍS i viðtalí við Túnann í gær. „Þar sem Nígeríumenn hafa byrjað á þessu, þá vona ég að á þessu verði nokkurt áframhald," sagði Magnús enn, „því meginpunkturinn er sá að þetta er þó hafið." Magnús sagði að viðræðuaðilar íslands hefðu nú með höndum nokkur leyfí, sem ekki er búið að koma i lóg, en ekki er enn ákveðið hverjir hljóta þau, enda er þetta svo nýtilkomið að eftir er að afla gjaldeyrisyfirfærslu- heimildar, en til skreiðarinnflutnings í Nígeriu héðan þarf bæði innflutnings- heimildina og gjaldeyrisyfirfærslu- heimild. Taldi Magnús að þessi mál muni skýrast nú í mánuðinum. Magnús sagði að mikil hjálp hefði verið er afskipun fékkst í lok april sl. en þá mátti heita að sjávarafurðadeild- in hefði komið frá sér öllum þeim birgðum af skreið og hertum hausum sem tilbúið var til afskipunar. Nokkrir landfræðilegir örðugleikar sköpuðust þó vegna þess hve brátt þetta bar að þá. Sagði Magnús að birgðir væru nú nokkrar, en á engan hátt óeðlilega miklar. Væri enda oft erfitt að segja til um hve. birgðir af skreið eru miklar, þvi skreiðarbirgðir telst allt það sem á hjöllum er, sumt hálfverkað, sem i raun er hæpið að telja til birgða af þeim sökum. Nigeríumenn lentu i efnahagslegum áföllum á fyrra ári, sem ollu því að þeir gripu til all harðra aðgerða með lokun á viðskiptum. Þeir virðast hins vegar hafa náð fótfestu að nýju nú og eru farnir að hleypa gjaldeyri úr landi að nýju til innkaupa á vömm. „Petta er því visir að nýrri byrjun," sagði Magnús, „því upp á síðkastið hefur olíuframleiðsla Nígeríu aukist mynd- arlega sem gefur ástæðu til að vona að efnahagur landsins hressist með haust- inu." -AM *i*v f!. $h *#t: «0^ ktf-c^ n ttm Eytí ^ *?h A Pín^llUUlimllýlsÍ Hægt og hægt mjakast hestalestin á undan hinum einmana reiðmönnum þar sem þeir riða einn eyðilegasta hluta Kjalvegar, Þingmannaháls á Eyvindarstaðarheiði. Myndin er tekin i fyrrinótt og var ferðinni heitið á Landsmót hestamanna að Vindheimamelum í Skagafirði. Þessar björtu sumarnætur kynnast margir íslendingar töfrafegurð öræfanna, þegar þeir riða á landsmótið. Jafhframt deila þeir hluta af kjörum forfeðra sinna i landinu allt frá landnámi, sem tókust á við „tröllum helga fjallabyggð", án þess að geta valið sér tima eða veður. Ljósm.: Guðlaugur Tryggvi Karlsson Ákveðid að sýna HM-úrslitaleikinn í svart-hvítu: TEKJUR RUV AF LEIKNUM UM 400 ÞÚSUND KRÓNURÍ Sjónvarpið hefur nú pegar sclt að þetta gefi sjónvarpinu 400 þusund SECAM kerfinu svo það er orðið ítalíu og Brasilíu yrði sendur út á þrjátíu og fimm augtýsingaminútur krónur i tekjur, en eins og kunnugt er fyrir útsendingu á úrslitaleik lieims- greiðir það 450 þúsund krónur fyrir meistarakeppninnar í knattspyrnu sem sýningarréttinn á nær öllum leikjun- sendur verður beint frá Spáni á um. sunnudagmn kemur. Mun láta nærri „Leikurinn verður sendur út á alveg ljóst að við fáum hann ekki i lit", sagði Bjarni Felixson, iþróttafrétta- maður sjónvarpsins, í samtali við Tímann í gær. Bjarni kvaðst búast við að leikur undan sjálfum úrslitaleiknum, en að margra dómi var hann skemmtilegasti leikurinn í milliriðlum keppninnar. -Sjó Kvikmynda- hornid: Auga fyrir auga — bls. 19 Allt um íþróttir - bls. 13 Dolly Parton — bls. 2 Fótbolti á hafísnum — bls. 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.