Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 4
4 FTMMTUDAGUR g. JULÍ 1982 'Ktinett fréttir HÁÞRÝSTI- ÞVOTTATÆKI Rafknúin 1. og 3ja fasa eða fyrir úrtak dráttarvélar. Allt að 150 kg. þrýstingur. Útbúnaður fyrir sandþvott! Dönsk gæðavara Guðbjörn Guðjónsson heildverslun Kornagarði 5 Sími 85677 - rætt vid Þór Jakobsson yfirmann hafísdeildar Veöurstofunnar en hann var með í 15 daga för ísbrjótsins Otto Smith um hafísjaðarinn má nefna að kvikmyndasýningar voru tvisvar á dag um borð og sá ég þrjár slíkar myndir meðan ég dvaldist þama. Að vísu skildi ég ekki svo mikið af því sem fram fór vegna þess að myndimar vom allar á rússnesku. ■ Þór Jakobsson útskýrir för skipsins fyrir blaðamanni. - Tbnamynd: Róbert. ■ „Upphaflega kom boð til Rannsókn- arráðs rikisins, frá sovéskum vísinda- stofnunum, um að tveir íslendingar ættu þess kost að taka þátt í þessari ferð sovéska íbrjótsins Otto Smith og urðum við Sven Aage Malmberg strax í sigtinu af hálfu íslendinga. Síðan kom i Ijós að Sven Aage gat ekki farið og þvi varð ég eini íslendingurinn sem fór“ sagði Þór Jakobsson yfirmaður hafisdeildar Veð- urstofunnar í viðtali við Timann en hann var með i 15 daga för ísbrjótsins Otto Smith um hafísjaðarinn við strendur Austur-Grænlands. „Við Sven bræddum saman tillögu um hvað við vildum að gert yrði í þessari för. Upphaflega var ákveðið að fara fyrr um árið en brottför skipsins tafðist vegna þess að bæta þurfti tækjum í það og féll Sven þá út úr myndinni vegna annarra verkefna. Við lögðum af stað 10. júní og var þá stefnt í norð-vestur, að isjaðrinum samkvæmt ósk okkar Sven, við vildum sérstaklega kanna hafísinn út af strönd- um Austur-Grænlands. Þess má geta hér að Otto Smith er fyrsta sovéska rannsóknarskipið sem jafnframt er ísbrjótur og því tilvalinn í ferð af þessu tagi“ Stórkostlegt að sjá skipið brjóta ísinn „Það er alltaf jafnstórkostlegt að vera á ísbrjót og sjá hann brjóta ísinn“, sagði Þór... „Þetta skip getur brotið sam- felldan is sem er allt að 60 cm þykkur og i tillögum okkar var gert ráð fyrir því að fara svo og svo langt inn í ísjaðarinn, en vegna þess hve ísinn var þykkur komumst við stundum ekki margar mílur inn. Við héldum svo áfram norð-austur með Grænlandsströndum, samhliða is- jaðrinum og mynduðum haffræðistöðv- ar á leiðinni, en þá nemur skipið staðar og gerir meiriháttar rannsóknir á þeim stað sem það er statt á hverju sinni með tækjum sem sökkt er í sjóinnog kannað er hiti, selta, sjóefni á mismunandi dýpi og fleira. Þetta var gert á rúmlega 50 stöðum á leiðinni og höfðum við þá nokkuð góðar uþplýsingar um eðli hafsins á þessum slóðum, en fyrir utan efnagreindar rannsóknir var einnig unnið að veðurathugunum og hafísat- hugunum á þessum slóðum. Þá vildum við einnig kanna sérstak- lega Austur-Grænlandsstrauminn í þess- ari ferð, með tilliti til hafíssins, en segja má að hafísinn hafi verið ferlega þykkur nú. Við fórum allt að 72. breiddargráðu og að Jan Mayen en miðja vegu miili Grænlands og Jan Mayen var drepið á skipinu og það látið reka til að kanna rek hafíssins á þessum slóðum. Þá er tekin staðarákvörðun á 1/2 tima fresti oggefurþaðvitneskjuumhafstrauma. Er við vorum að þessu var bjart og mjög fallegt veður var á þessum slóðum." Fótboltaleikur á ísbreiðunni „Einn daginn fór áhöfnin í fótbolta á ísbreiðunni. Þá var siglt upp að ísnum, landgöngubrúin sett út og menn skelltu sér út á ísbreiðuna með fótbolta. Það var mikill áhugi fyrir þessu, gott ef við höfðum ekki tvö fullskipuð lið og meira að segja konumar voru með. í eitt skiptið misstum við boltann út á rúmsjó og menn héldu að þessu væri lokið. Skipstjóranum fannst þetta miður og sendi hann því ísbrjótinn eftir boltanum. Það var nokkuð skemmtilegt að sjá þetta ferlíki sækja boltann, en svo fór að lokum að leikurinn gat haldið áfram. Það var mikill fótboltaáhugi um borð og fylgdust menn grannt með heims- meistarakeppninni í útvarpinu, sérstak- lega er þeirra menn spiluðu. Einnig var getraunakeppni í gangi um úrslitin og notuðu menn skipstölvuna við útreikn- inga i því sambanbandi. Þess má geta hér að yfirleitt var mjög góður andi um borð, menn samhentir og skipstjórinn með góða reglu á hlutunum. Kvíkmyndir tvisvar á dag „Hvað almennt lif um borð varðar þá Raunar tóku skipsfélagar mig í rússneskunám skömmu eftir brottför, en stundum voru málaerfiðleikar hjá mér. Til dæmis var besta vatnið að fá í eldhúsinu og þangað fór ég eitt sinn að sækja vatn. Kokkurinn lét mig fá stóra könnu og var hissa á því hve mikið magn ég vildi fá enda uppgötvaði ég stuttu seinna að hann hafði látið mig fá fulla könnu af te. Allmargir um borð töluðu ensku, þar af nokkrir fullkomlega, þannig að þetta bjargaðist allt, hinsvegar virtust sumir skipverjar vera mun betur að sér i þýsku heldur en ensku. íslendingar fá aðgang að öllum gögnum Eins og greint var frá hér i Tímanum fyrir nokkru munu íslendingar fá aðgang að öllum þeim gögnum og upplýsingum sem skipið aflaði sér í þessari ferð. „Já, þetta er rétt. Til dæmis prófuðu þeir í tölvudeild skipsins allar mælingar jafnóðum og þær voru gerðar og á leiðinni heim. Fékk ég útskrift úr tölvunni á öllum mælingunum auk þess sem ég fékk mjög nákvæmt hafiskort og fleira af þessu tagi. Ég get unnið úr þessum mælingum og tengt þær öðru sem ég er að gera hér, en förin var mjög rækileg könnun á heimkynnum hafíss þess sem við fáum hingað, það er hafissins við strendur Austur-Grænlands. Því er þekking á þessu svæði ákaflega þýðingarmikil fyrir okkur íslendinga fyrir utan það að upplýsingamar geta verið vísbending um lifsskilyrði í sjónum á þessu svæði, það er á átu og nytjafiski, og fyllir þessi för því upp í eyður þær sem eru á þekkingu okkar á þessu að nokkm leyti. Það er vaxandi áhugi á þessu hafsvæði og á næsta ári verður frekari rannsókn gerð á því, sem ýmsar þjóðir standa að, á næstu árum verða einnig gerðar rannsóknir á hafsvæðinu milli Græn- lands og Svalbarða og mun ég fylgjast með þeim, en það er kærkomið tækifæri fyrir okkur íslendinga að eiga samvinnu við Sovétmenn um rannsóknir á Austur- Grænlandsstraumnum og hugmyndin er að fara aðra svipaða ferð á næsta ári og hefur mér verið boðið að vera þar með“, sagði Þór Jakobsson. - FRI. VAKA Á VEGI Á NÓTTU SEM DEGI Gerum til boft I a& sœkja bila hvert á land sem er. Sfml 33700, Reykjavlk. Léttar handhægar steypu hrærivélar Verð aðeins kr. 3.955.- Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar81722 og 38125 Otto Smith á siglingu. W ■! „EINN DAGINN FOR AHOFNIN *r r w / / I FHTDAI Tlft H lODnnmiHMIT? I FOTBOLTA A ISBREIÐUNNI ilasala*BUaleiga 19514

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.