Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 3
■ FIMMTUDAGUR ». JÚLÍ1982 „Mér komu þau fyrir sjónir eins og sauðmeinlaus gæludýr. En aftur á móti vöktu þau mikinn ótta hjá burðarmönn- unum. Þeir vildu helst flýja af hólmi þegar þau sáust. Enda eru til margar sögur af tígrisdýrum sem ráðast á menn, hvort sem þær eru sannar eða ekki. „Hjúkrunarkonan frelsaði konunginn“ Með okkur í veiðiferðinni var þýskur læknir sem lengi þjónaði Ranaættinni í Nepal. Hún var um langt skeið valdamesta ættin i landinu og fór með vald konungs meðan hún hélt honum föngnum. Læknirinn sagði mér ævintýralega sögu af því hvernig konunginum var bjargað úr prísund fjölskyldunnar. Það var einhvern tíma upp úr 1960 að konungurinn veiktist. Fékk hann þá til sín þýska hjúkrunarkonu og tókst að sannfæra hana um ágæti sitt. Varð það til þess að hjúkrunarkonan hjálpaði konunginum að skipuleggja flótta. Hún útvegaði bíl sem hún komst með að prisundinni, tókst henni síðan að koma konunginum út i bilinn og aka honum i Ameriska sendiráðið í Katmandu. Þetta atvik leiddi til þess að konungdæmið var endurreist og það var þess vegna sem nýbúið var að opna landið, eftir margra ára einangrun, þegar ég var þarna. Engir kynþáttafordómar í Brasilíu - Þú hefur ferðast taisvert um Suður-Ameríku? „Já. Ég hef viða komið í Suður- Ameríku. T.d. fór ég i mjög eftirminni- lega boðsferð til Brasilíu fyrir nokkrum árum. Brasilía er stórkostlegt land. Það er í rauninni heil heimsálfa, meira að segja stór og fjölbreytileg. Fólkið er af öllum mögulegum kynþáttum, Spán- verjar, Portúgalir, Afríkumenn, Englendingar, Þjóðverjar, indíánar náttúrulega o.fl. o.fl. Þrátt fyrir alla þessa kynþætti verður maður hreinlega ekki var við kyn- þáttafordóma. Ég held að þeir séu ekki til i landinu. Ólikt því sem er í Asiu, þar sem allir eru á varðbergi gagnvart náunganum, sérstaklega ef hann er Evrópubúi eða Bandaríkjamaður. Dvölin í Brasiliu var ákaflega skemmtileg og fróðleg og mér þykir hreint og beit furðulegt hversu lítið landinn, og reyndar Vestur-Evrópubú- ar yfirleitt vita um þetta frábæra land sem nær yfir rúmlega einn fjórða hluta SuðurAmeríku. Og hefur að geyma menningu sem á sér rætur í næstum öllum heimshornum." Það eftirminnilegasta úr þessari ferð er tvímælalaust heimsóknin í indíánabyggðir á Amazon svæðinu. Þar kynntist maður lifnaðarháttum sem eru að hverfa af sjónarsviðinu, sagði Guðni. Hér látum við viðtalinu lokið þótt i raun væri hægt að ferðast með Guðna til mikið fleiri staða, allt frá Kyrrahafs- eyjum til Grænlands. - Sjó. 3 Kaupvangsstræti 4, Ákureyri, sími 96-22911 Austurstræti 17, Reykjavík, símar 20100 og 26611 Costa del Sol Sikiley Nýi staðurinn, sem hrifur fólk. Örfá sæti laus. 21. júlí - 2 vikur. aðrar Sikil- eyjarferðir uppseldar þar til 15. september. Mallorca Vinsælustu baðstrend- urnar og gististaðirnir í Palma Nova og Magaluf. Örfá sæti laus i næstu ferð 7. júli - 3 vikur. Uppselt 28. júlí og 18. ágúst. Lignano Hinn orðlagði sumarleyfis- staður fyrir alla fjölskyld- una. Betri og vinsælli en nokkru sinni fyrr. Örfá sæti laus 27. ágúst og 3. sept. Uppselt í júlí. Hvergi gefst annað eins tækifæri til að njóta veður- bliðu, frábærrar gisti- þjónustu og fjölbreytni. Hingað steymir fólk alls staðar að til að skemmta sér, njóta lífsins og verða vitni að heimsviðburðum í íþróttum og á sviði lista. Örfá sæti laus 8., 15. og 22. júlí. Portoroz Kjörinn heilsubótarstað- ur. Besta gistiaðstaöan, fáein sæti laus 6. ágúst 2 vikur. Fáein sæti laus í næstu ferðir — Góð greiðslukjör Kostaboð til: COSTA DEL SOL PORTOROZ LIGNANO MALLORCA ■ Ingólfur Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.