Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8, JÚLÍ 19í}2, Arnarflug hefur áætlunarflug til Amsterdam, Zúrich og Dusseldorf s ■ Hin nýja Cessna Conquest skrúfuþota Amarflugs, sem félagið hefur leigt nxstu þrjá mánuði frá aðila í Bandaríkjunum. Tímamynd: Róbert. „Samkeppni okkar leiða til lægri flugfargjalda” segir Gunnar ÞorvaldssonT framkvæmda stjóri Arnarflugs ■ Á sunnudaginn náði Arnarflug merkum áfanga í sögu sinni þegar það hóf í fyrsta sinn áætlunarflug frá íslandi til þríggja borga i Mið-Evrópu. Áætiun- arflug til fjarlægra staða hefur lengi verið ofarlega á óskalista fyrirtækisins. Hins vegar hefur það ekki mætt velvilja yflrstjórnar flugmála i landinu í þessum efnum fyrr en í byrjun þessa árs, að leyfi fengust til áætlunarflugs til Amsterdam í Hollandi, Zurích í Sviss ogDiisscldorf í Þýskalandi. I tilefni þessara timamóta átti Timinn stutt spjall við Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóra Arnarflugs, um starf ' semi félagsins almennt en þó með tilliti til væntanlegs áætlunarflugs. „Nýlega héldum við aðalfund og þar kom m.a. fram að reksturinn á sl. ári gekk i alla staði mjög vel. Eina og stærsta áfallið var þegar Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri félags- ins frá upphafi lét af störfum, en að öðru leyti gekk reksturinn áfallalaust fyrir sig. Peningaleg afkoma félagsins var með ágætum, og það sem af er þessu ári hefur reksturinn gengið nokkuð vel einnig", sagði Gunnar. „Reksturinn hjá okkur skiptist aðal- lega í þrjá megin þætti, sem eru innanlandsflug, flug til og frá íslandi og verkefni erlendis. Innanlandsflugið var rekið með halla á síðasta ári, en þó talsvert minni halla en árið 1980. Á leigufluginu til og frá íslandi var einnig lítils háttar halli, en erlendu verkefnin skiluðu ágætum tekjum." og byggt upp, þannig að þar fer nú fram öll farþegaafgreiðsla og vörumóttaka, svo og bókanir og sala á innanlandsflugi. Teljum við mikla hagræðingu í þvi fólgna að koma allri starfseminni undir eitt þak. Auk þessa höfum við nýlega selt eina flugvél af gerðinni Piper Chieftain sem við áttum og keypt i stað hennar nýja Cessna 402C Conquest sem er skrúfu- þota. Verðum við með hana á leigu i allt sumar. í fyrra vorum við með fjórar vélar í innanlandsfluginu, auk tilfallandi leigu- flugvéla þegar verkefni voru mikil, en í ár verða vélarnar fimm, en síðan leigjum við vélar frá öðrum flugrekendum, þegar miklir toppar eru. Með leigu á þessari skrúfuþotu í þrjá mánuði hyggjumst við mæta þeirri miklu Takmarkið að gera innanlandsflugið arðbært „Á undanförnum vikum höfum við farið út i ákveðnar breytingar á fyrirkomulagi innanlandsflugsins, þar sem það er að sjálfsögðu takmarkið að geia þann þátt arðbæran. Við höfum t.d. flutt alla starfsemi innanlandsflugsins undir eitt þak, Öskjuhlíðarmegin á flugvellinum, í húsi sem áður var eign Iscargo. Þar höfum við endurbætt húsið ■ Öll starfsemi sem snýr að innanlandsflugi Amarflugs hefur verið færð undir eitt þak Öskjuhliðarmegin á Reykjavíkurflugvelli. Timamynd: Róbert. fimamynd: Arí ■ Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjórí Amarflugs. mun uppsveiflu sem er í innanlandsfluginu yfir hásumartimann vegna útsýnisfluga með erlenda fcrðamenn. Um það bil helmingur af okkar tekjum i innanlandsfluginu kemur af leiguflugi. Til að auka það enn frekar höfum við m.a. farið út í það að selja útsýnisflug erlendis, þannig að þegar ferðalangarnir koma hingað til lands hafa þeir upp á vasann miða í útsýnisflug, sem gjarnan er yfir Vest- mannaeyjar, miðnætursólarflug til Grímseyjar, eða hringur yfir Þingvelli, Gullfoss, Geysi og Surtsey. Einnig höfum við geysimikið leiguflug á vegum iþróttahreyfingarinnar i land- inu. Við vorum með talsverð verkefni á því sviði á síðasta ári fyrir íþrótta- samband íslands, og hefur talsverð aukning orðið á þeim verkefnum í ár, þrátt fyrir harðnandi samkeppni." Aætlnnarflugið stærsta verkefnið „Erlendu verkefnin eru með svipuðu sniði og í fyrra. Við erum með eina vöruflutningavél á leigu frá Libyan Arab Airlines, og aðra farþegaþotu af gerð- inni Boeing 737-200 frá Brittania Airways. Stærsta og merkilegasta verk- efnið á þessu ári er hins vegar vafalaust byrjunin á áætlunarflugi til Amsterdam í Hollandi, Dússeldorf í Þýskalandi og Zúrich i Sviss. Fyrsta flugið til Zúrich var farið sl. sunnudag en siðan til Amsterdam og Dússeldorf hinn 7. júlí. Við stefnum að þvi að fljúga allt árið um kring til þessara staða. í vetur munum við t.d. fljúga tvær ferðir í viku til Amsterdam og eina til Zúrich, en vegna þess hve skamman undirbúning við höfðum fyrir Þýskalndsflugið treyst- um við okkur ekki til að fljúga þangað í vetur. En að sjálfsögðu stefnum við að heilsársflugi þangað. Takmarkið er siðan að auka tiðnina til þessara staða, og væri það ánægjuleg þróun ef við gætum stefnt að einu daglegu flugi allt árið um kring til a.m.k. Amsterdam. Höfum flogið áætlunarflug fyrir 16 önnur flugfélög „Það hafa verið mikil blaðaskrif út af þessu áætlunarflugi, og ýmislegt sagt í þeim efnum. Við erum hins vegar staðfastir í þeirri trú okkar að með því séum við að gefa landsmönnum valkost í ferðum til útlanda, og sú samkeppni sem Arnarflug mun veita öðrum aðilum leiði til þess að flugfargjöld til og frá íslandi verði lægri og þjónusta öll betri.“ - En hafið þið ástæðu til að ætla að ykkur gangi betur en t.d. fyrirrennurum ykkur á Amsterdam-leiðinni í fyrra sumar? Ég geri mér miklar vonir um að það takist betur til hjá okkur, enda sú reynsla sem við höfum af áætlunarflugi talsverð. Við höfum flogið áætlunar- flug fyrir sextán önnur áætlunarfélög, og þess ber að gæta að vegna góðærisins í fyrra, og vegna þess hve vel hefur gengið það sem af er þessu ári, teljum við okkur nokkuð fjárhagslega vel búna undir það að hefja þetta flug nú. Þetta verður hins vegar geysilega fjárfrekt fyrirtæki, því er ekki að neita“, sagði Gunnar Þorvalds- son að lokum. - Kás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.