Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982 1 ■ San Francisco kemur á óvart fyrir skemmtilega staðsetningu og faUega og QölbreytUega húsagerð. Ekki var laust við það að við yrðum vör við annað andrúmsloft í þessari borg frjálslyndis og var yfir henni léttleikisblær sem jaðraði við kæruleysi. ■ Hverinn „Old Faithful“ i Yellowstone Park, sem okkur Geysismönnum þótti lítið tíl koma hvað varðar gosstyrk, en hann bætir það upp með ótrúlegri stundvisi, en hann gýs á klukkutima fresti. alltaf gatan fyrir framan þig þráðbein og hornrétt á hana liggur önnur gata, þannig að þér finnst þú aldrei vera innikróaður eða villtur. Hvergi annars- staðar í heiminum er eins auðvelt að rata en einmitt í því sem margir kalla „frumskógi skýjakljúfanna“ þ.e. banda- riskum stórborgum. Umferðarsulta En þótt auðvelt sé að rata, þá er ekki þar með sagt að það sé auðvelt að komast leiðar sinnar. Þegar við ferða- langarnir ætluðum að halda út úr Chicago uppgötvuðum við okkur til mikillar skelfingar að við höfðum einmitt valið þann tima sólarhrings þegar álag á gatnakerfið er hvað mest. Þannig var það að við sem ætluðum að þeytast um í drossíunni okkar á breiðum þjóðvegum, sátum nú og létum okkur leiðast i bandariskri „umferðarsultu". Eftir það hétum við að lenda aldrei aftur í slíku fyrirbrigði. Að sitja inn i bíl i molluhita og bíða timum saman eftir því að næsti bill færi sig um eina bíllengd er nóg til að gera hvern mann vitlausan. Og hér var reyndar komin skýringin á þvi hvers vegna Bandaríkjamenn leggja svo mikið upp úr þægindum í bílum sinum. Þetta er þeirra annað heimili. Sumir þurfa að keyra í tvo tima bara til að komast i vinnu og annað eins heim. í stað þess að hlassa sér niður í þægilegan Bandarikjunum verður ekki lýst svo auðveldlega. Ekki í einu orði, ekki í einni setningu, ekki einu sinni í heilli blaðagrein sem þessari. Bandaríkin eru Oldsmobil Cutlass, blálita drossiu sem hver meðal forstjóri hér heima á íslandi hefði verið stoltur af. Lexia nr. tvö: Ef þú getur borgað þá færðu góða þjónustu. ■ Golden gate-brúin í San Francisco. Ferðin til draumalandsins? Uti að ak Minningar úr ferð þver hugarástand. Maður „upplifir" landið með öllum þess kostum og göllum. Álitamál er hvort ferðalangurinn gleypir það eða það gleypir hann. Landið er stórt, stórt og aftur stórt. Þess vegna verður ekki farið út í landfræðilega eða fagurfræðilega lýsingu á Bandaríkjun- um, heldur verður leitast við aðgefa sem gleggsta mynd af þeim hughrifum sem undirritaður ferðalangur varð fyrir í margnefndri reisu. Af þessum sökum verður nákvæmri ferðaáætlun ekki fylgt að öðru leyti en því sem nauðsynlegt er fyrir eðlilega framvindu ferðasögunnar og til að samhengi sé í frásögninni. Eitt get ég þó sagt í upphafi með fullri vissu: Allt sem þú hefur heyrt um Bandarikin er satt, einnig lygasögurnar. Ekki byrjar það vel Við vorum stoppuð af útlendingaeft- irlitinu í vegabréfaskoðuninni i Chi- cago, fyrsta áfangastaðar okkar, og áttum ekki að fá að fara inn í landið. Vegna frágangsgalla í farseðlum okkar hjóna var starfsmaðurinn hræddur um að við kæmumst ekki úr landi aftur og vildi þvi ekki hleypa okkur inn í landið, og sagði að það væru þegar fyrir alltof margir strandaglópar. Nú voru góð ráð ekki einu sinni til sölu, en fyrir milligöngu KLM flugfélagsins, sem tók á sig persónulega ábyrgð að koma okkur út úr landi að loknu ferðalaginu, var okkur hleypt inn. Lexía nr. eitt: Hafðu pappírana þina í lagi... i landi frelsisins. Nú þegar við vorum sloppin inn i landið var næst fyrir að velja fararskjóta til ferðarinnar. Við höfðum verið svo forsjál að athuga með bilaleigubila heima á íslandi og vorum búin að gera okkur grein fyrir þvi að það yrði lang hagstæðasti og skemmtilegasti ferða- möguleikinn. Við vorum meira að segja með staðfestingu á pöntun á bíl frá Hertz bílaleigunni upp á vasann. Þegar við hugðumst sækja gripinn kom í ljós að bíllinn var pantaður í New York, en við í Chicago. Engu að siður leystu þeir Hertz menn fljótt og vel úr vanda okkar og hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar við báðum um góðan bil því við ætluðum að keyra til Califomiu og létu okkur fá Chicago, er alltaf fyrir mér borgin hans AI Capone. Hins vegar sást lítið af honum eða hans likum þegar við keyrðum inn i Chicago þetta kvöld. Chicago er önnur stærsta borg Bandaríkjanna, næst á eftir New York og næst á undan Los Angeles. Vegna dulitið baldinnar æsku hefur Chicago á sér neikvæða ímynd, en það er mjög ósanngjarnt, þvi þetta er hrein og falleg borg, sem stendur við stórt stöðuvatn, Lake Michigan, og hefur yfir sér sjávarsíðublæ, nokkuð sem íslendingar ættu að kunna að meta. Það var ekki heiglum hent að finna gistingu þessa nótt vegna þess að öll hótel voru full vegna læknaráðstefnu sem i gangi var. Seint og um síðir komumst við þó inn á Conrad Hilton hótelið, sem er gott hótel og vel staðsett. Það fór því svo að eftir aðeins einn dag i Bandaríkjunum vorum við búin að læra þær lexíur sem áttu eftir að koma okkur að góðu haldi í allri ferðinni. Sem sagt: nr. 1. „Alla pappíra í lagi“ nr. 2. „Peningar er sama sem góð þjónusta'* nr. 3. „Ávallt að panta gistingu fyrirfram". Þrátt fyrir mikla kynningu á banda- rískum stórborgum i gegnum kvik- myndir, blöð og bækur, þá verður maður alltaf jafnundrandi á stórfengleik þeirra. Alla ferðina út í gegn þreyttist ég aldrei á að virða fyrir mér yfirþyrmandi stærð þeirra eða ganga á meðal skýjakljúfana, sem reyndar minntu mig talsvert á vingjarnleg tröll. Það er svo skrítið að þegar maður stendur i miðri stórborg í Banda- rikjunum, lítið sandkorn meðal risa, þá finnst manni það ekkert óeðlilegt. Þó flæmið sé ógurlegt sem ein borg tekur yfir, eða fjöldi og hæð skýjakljúfa ótrúleg þá virðist vera það mikið samræmi í þessu öllu að ekkert virðist eðlilegra. Þannig eru banda- rískar borgir og þannig eiga þær einnig að vera. Það getur verið að þessi tilfinning sé til komin vegna reglustikuskipulags borganna. Þótt þú standir í miðri þvögu skýjakljúfa þá er hægindastól að afloknum vinnudegi og láta líða úr sér, sitja Bandarikjamenn fastir einhvers staðar i umferðarsultu, þreyttir, sveittir og pirraðir. Er mönnun- um þá nokkur vorkunn þó þeir vilji hafa sætin mjúk, útvarpið fjörugt og gott loftræstikerfi? Með fullan bílinn af bensini,farangri og fólki sluppum við þó að lokum út úr Chicago og hin eiginlega keyrsla þvert yfir Bandarikin gat hafist. „Frjáls eins og fuglinn“ Það er hrein unun að ferðast um i bil í Bandaríkjunum. Þar hjálpast allt að. Vegakerfið er með þvi besta í heimi, allir vcgir í góðu ástandi, vegamerkingar skýrar og nákvæmar (þó stundum væru þær full nákvæmar að okkar mati, þvi við áttuðum okkur ekki á því hve fljótt á undan þeir merkja t.d. útafkeyrslu til ákveðins staðar og fórum því út af of snemma en slikt kemur bara einu sinni fyrir), öll þjónustu sem hugsast getur er aðeins spölkorn frá þjóðveginum, skynsamlegar hraðatakmarkanir eru á vegunum og eftirlit lögreglu gott. Við öðru var reyndar ekki að búast af eins mikilli bilaþjóð. Bílaferðalag um Bandarikin er þvi að mínu mati besti ferðamátinn, því þá ertu frjáls eins og fuglinn, þinn eigin herra, ræður hvar og hvenær þú stoppar og hvert þú vilt fara. Gisting er aldrei vandamál i Banda- rikjunum a.m.k. ekki úti á landi, en nauðsynlegt er að hafa góðan fyrirvara í borgunum. „Mótel" eru sérbandarískt fyribrigði, sem margir kannast við úr ameriskum kvikmyndum. Sú mynd sem þar er gefin er að vissu leyti villandi. Flest mótel líta út eins og hótel, en eru ekki byggð upp af mörgum litlum smáhýsum, sem gjaman sést í myndum. í þeim er að finna öll helstu nútímaþæg- indi, bað/sturtu, klósett, tvö tvíbreið rúm, teppi á gólfum og að sjálfsögðu sjónvarp. Áður en við héldum af stað höfðum við fest kaup á bók, sem varð okkar biblia i ferðalaginu. Hún heitir „Amer- ica’s favorite Restaurants and Inns“. Bókin er upp á 1024 bls. og i henni er að finna upplýsingar um alla helstu gististaði og matsölustaði i hverju fylki Bandarikjanna fyrir sig. í þessari bók fengum við upplýsingar um þau ódýr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.