Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ1982 ustu mótel sem fáanleg voru á hverjum tíma. Eins og gefur að skilja þá er úrvalið ótrúlegt að þessu leyti og hægt er að fá gistingu á mjög mismunandi verði. Stofnaðar hafa verið í Bandaríkjunum mótelkeðjur sem hafa það að markmiði að selja biiferðalöngum ódýra og góða gistingu. Við sannreyndum nokkrar slikar keðjur og getum mælt með eftirtöldum heilshugar: „Motel 6“ - langódýrasta gistingin i fullkomlega innréttuðu herbergi (verð i haust fyrir einn mann var 12.95$). „Exel Inns“ - fyllilega sambærilegt við miðlungs hótel á hlægilegu verði. „Regal 8 Inns“ - næstum því lúxus á aðeins 30$ „Super 8 Motels“-sama má segja um þetta. Nokkrar aðrar keðjur eru til sem hægt er að mæla með en þær eru dýrari, eins og t.d. „Howard Johnson’s", „Hollyday Inn“ „Best Western“ „Ramada Inn“, en hví að vera að borga meira fyrir svipaða gistiaðstöðu þegar aðeins er gist eina nótt? Um mat og matsölu þarf ekki að fjölyrða. Matur er ódýr í Bandaríkjun- um og matsölustaðir óteljandi. Hobbý nr. 2 (á eftir biladellu) hjá Bandaríkja- mönnum er át, og þá skyndibitaát. Hún er ótrúleg hugkvæmnin sem er á þessu sviði. Sem dæmi má nefna að hið fræga hamborgarafyritæki „McDonald’s" sá það út að fáir keyptu sér hamborgara á ■ Chicago stendur við stórt stöðuvatn, Lake Michigan, og hefur yfir sér sjávarsíðublæ, nokkuð sem íslendingar ættu að kunna að meta. í bakgrunninum má sjá skýjakljúfa í miðborg Chicago teygja sig upp til himins. A í AMERÍKU! t yffir Bandaríkin Bandaríkin. United States of America. Ótal myndir skjótast upp i hugann þegar minnst er á þetta stóryeldi hér vestur af Reykjanesskaga. Fyrir suma er þetta draumalandið, tákn alls hins besta og mesta, frjálshyggjan, Holly- wood, showbisness, peningar, frelsi og „Löður“. Aðrir líta hins vegar á Bandaríkin sem rót aUs ills, þar eru glæpir, mengun, morð, ómegð, spilltir leiðtogar, heimskur lýður og „Löður“. Óneitanlega heUIandi land til að heimsækja og komast að hinu sanna af eigin raun, er það ekki? Á síðastliðnu hausti, eftir að hafa nurlað saman nægu fé og tíma, lagði undirritaður, ásamt eiginkonu og kunningja, land undir fót og ferðaðist þvert yfir Bandaríkin til að freista þess að kynnast lándi og þjóð. morgnana, því fóru þeir út i það að selja morgunmat á gjafverði, tii þess að missa ekki bisness. Samkeppnin er gifurleg á skyndibitamarkaðnum. Það er ekki til það fyrirtæki sem ekki er með einhverja keppni i gangi sem gerir það að verkum að álpist maður inn á einhvem stað og kaupir sér hamborgara þá á maður allkt eins von á því að sökkva tönnunum í 10.000.-$ og labba þaðan út marg- milljóner. Þannig að menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af matarreikningum í Bandarikjunum. Það gæti alveg eins verið svo að maturínn borgaði túrinn! „Go west, young man“ Minnistæð eru mér þessi orð sem lögð voru Custer hershöfðinggja í munn í hinni stórskemmtilegu mynd „Little Big Man“. Þvi nefni ég þetta hér að þessi för mín til Bandaríkjanna var i aðra röndina pilagrímaför á söguslóðir indi- ána. Ég hafði vonast til að sjá og kynnast indíánum og menningu þeirra. Það er skemmst frá þvi að segja að vonbrigði mín urðu bæði mikil og sár. Þó ég hafi keyrt í gegnum fjölda vemdarsvæða indiána þá varð ég ekki var við svo mikið sem eina fjöður, ef þannig mætti að orði komast. Bandarískrí nútimamenningu og áfenginu hefur tekist það sem Custer mistókst þ.e. að gera út af við indíánana. Þeir indíánar sem undirritaður rakst á voru allir á kafi i sölumennskunni og ekki nóg með það heldur var það bæði ódýr og Ijót vara sem þeir buðu til sölu. Lífskilyrðin á vemdarsvæðunum era vægast sagt ömurleg, svo slæm að sauðkindinni er ekki einu sinni boðið upp á það hér á landi. Landið er bert af öllum gróðri, nánast óbyggilegt, hús- næði er ekki annað en fátæklegt hreysi úr kassafjölum, en ekki bregst það að upp úr því stendur sjónvarpsloftnet og fyrir utan stendur stór ameriskur bíll. Við ókum sem leið lá í vestur frá Chicago i gegnum Illinois, Wisconsin, Minnesota (sem reyndar tilkynnti það á auglýsingaskilti við landamærin að í því fylki væru drukknir ökumenn handtekn- ir. Eins og þeir væru það hvergi annarsstaðar i Bandaríkjunum), South Daakota, en i því fylki era þau tvö nátt- úrufyrirbrigði sem flestir kannast við Badlands og Forsetafjallið Mt. Rush- more. South Dakota er skemmtilegt ferðamannafylki oog þar er margt að sjá. Þó svo að Forsetafjallið sé e.t.v. ein helsta „attractionin" þá er pólskættaðri höggmyndarinn Korczak Ziolkowski að vinna að verki sem á ekki síður athygli skilið, en það mynd af indíánahöfðingj- anum „Crazy Horse“. Hann ætlar að meitla myndina i heilt fjall og verður verkið fullklárað helmingi stærra en Forsetafjallið. Frá South Dakota héldum við inn i Wyoming i átt að Klettafjöllunum. Yfir þau fóram við i Yellowstone Park, sem er geysifagur þjóðgarður við rætur Klettafjalla. Þar er hverinn „Old Faith- ful“ sem okkur Geysismönnum þótti litið til koma hvað varðar gosstyrk, en hann bætir það upp með ótrúlegri stundvisi, en hann gýs á klukkutíma fresti. Til Utha fóram við i gegnum Montana og Idaho. í Utha gistum við i Salt Lake City, örugglega hreinustu borg Banda- rikjanna og það i fleiri en einum skilningi. Borgin sjálf var mjög snyrtileg, fólk vel til haft (allir karlmenn með bindi), hvergi svertingja að sjá og siðgæði á háu plani. Borg með hreina samvisku. Grand Canyon i Arizona er staður sem allir verða að heimsækja fari þeir til Bandarikjanna á annað borð. Það var tvímælalaust hápunkturinn á landfræði- legri skoðun okkar á Bandaríkjunum. Það er þvílíkt náttúruundur að við íslendingarnir sem töldum okkur nö öllu vön voram orðlaus af undran. Allir skýjaklúfjar allra meiriháttar borga í Bandaríkjunum kæmust þar fyrir svo djúp og löng er þessi gjá. Frá Grand Canyon héldum við sem leið liggur til Nevada og gistum i paradís ljósaperaframleiðanda Las Vegas. „The Strip" aðalgatan í Las Vegas er uppljómuð af þúsundum Ijósaskilta sem auglýsa hótel, Casino og stjörnur eins og Dolly Parton, Diana Ross eru þar daglegir gestir til að skemmta. Það er stórskemmtilegt fyrir íslenska ferða- langa að fá ofbirtu í augun í þessari háborg skemmtiiðnaðarins bæði af Ijósa- skiltunum og öllu „fallega og rika fólkinu" en eftir tvo daga voram við orðin leið á öllu „Ljósashowinu" og tókum á rás til Californiu. „California er snotur, en...“ Af mö'rgum er California talið merkasta fylki Bandaríkjanna, en þá skoðun get ég ekki stutt. Að visu var dvöl min þar aðeins 10 dagar, en það fylki sem státar af hæstu glæpatíðni í Bandaríkjunum (helmingi meir en í New York), mengaðri strönd og meng- uðu hafi (enda ekki að furða þar sem olíuboranir fara fram steinsnar frá ströndinni), gifurlegri loftmengun og fjöldann allan af illa menntuðum inn- flytjendum er ekki mér að skapi. Sú fræga borg Los Angeles er ekkert annað en samsafn af úborgum og sú dýrð sem eitt sinn um vafði frægustu hverfin þar, Hollywood, Beverly Hills og Santa Monica er horfin, enda eru allar stjörnurnar fluttar i burtu fyrir löngu. En þetta sýnir bara og sannar að ekki er allt gull sem glóir. Aðdráttarafl þessa fylkis er það mikið að það er búið að drekkja sér i fólki sem annaðhvort er þangað komið til að njóta Ijúfa lifsins eða er i atvinnuleit i greinum þar sem kannski hundrað eða þúsund manns slást um eina stöðu. Ein er þó undantekning frá þessu svartsýnishjali um Califomiu og það er San Francisco. Sú borg kemur vera- lega á óvart fyrir skemmtilega staðsetn- ingu og fallega og fjölbreytilega húsa- gerð. Ekki var laust við það að við yrðum vör við annað andrúmsloft í þessari borg frjálslyndis og var yfir henni léttleiki - blær sem jaðraði við kæraleysi. Óhætt er að mæla með heimsókn til San Francisco. Á þessu stigi ferðarinnar skiluðum við af okkur bílaleigubilnum og flugum til baka til New York þar sem við dvöldumst í fimm daga áður en við héldum heim til íslands. New York er mjög sérstök. Annað hvort hatarðu hana eða elskar. Hún er alls ekki dæmigerð fyrir Bandarikin og er i raun sérfyrirbrigði. Þeir sem hafa komið til New York og telja sig hafa kynnst Bandarikjunum hafa á röngu að standa. Þeir hafa heimsótt New York, sem að visu er í Bandaríkjunum, en er ólik öllu öðru sem finnst i þvi landi. Vonandi gefst sem flestum tækifæri til að koma til New York þvi það er ógleymanleg lífsreynsla. Þegar upp er staðið er það vel þess virði að fara til Bandaríkjanna. Sú þjóð sem landið byggir er að sönnu æði misleit, en kynni okkar af Bandarikjamönnum þær fimm vikur sem við dvöldum þar voru öll á einn veg. Fólkið er alúðlegt, gengur til sinna verka með bros á vör, dálitið barnaiegt, án þess að vera einfalt, lifir og hrærist fyrir föðurlandið og hefur takmarkaða vitneskju um umhciminn. Þeir menn sem vissu hvað „Iccland" var vora terljanlegir á fingrum annarrar handar. Landið er stórbrotið, fjölbreytt, en því miður farið að láta á sjá vegna ágangs mannskepnunnar. Hinn almenni borgari býr við góð lifskjör og „stand- ardinn“ er fyrir ofan meðallag. Bil milli hinna ríku og fátæku er þó mikið og fer stækkandi. f Bandarikjunum er land inn i landinu, þ.e. „Sjónvarpslandið", sem dregur upp nokkuð brenglaða mynd af raunveruleikanum og hefur það haft sín áhrif á fólkið. Peningar era aðal aflgjafmn í því landi og það er ótrúlegt hvað fólk leggur á sig til þess eins að vinna eða verða sér út um dollara. Á þessu fimm vikna ferðalagi okkar keyrðum við alls 4.100 mílur (6.500 km.), fóram i gegnum 12 fylki og teljum okkur hafa fengið þó nokkuð góðan þverskurð af bandarísku þjóðlifi. Þó eigum við eftir 40 fylki, þannig að ef við ætlum einhvern tíma að fá heildarmynd af Bandaríkjunum þá eigum við mikið verk fyrir höndum. Myndir og texti: Magnús Gylfi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.