Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 18
HUOMBÆR 18 FÍMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1982 HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244 Ferðaskrifstofan Farandi: SHARP fyrir: Ferðalagið Tjaldið Sumarbústaðinn Bátínn Eldhúsið Vinnustaðinn Hvaða aðstæður sem er. VERIÐ SKÖRP- VELJIÐ SHARP FERÐATÆKI Og nú bjóðum vió ekki bara útvarp með háþróuðu kasettutæki, heldureinnig plötuspilara sem spilar plötuna beggja megin án þess að þú hreyfir svo mikið sem litla fingur. . . Við hjá Hljómbæ bjóðum þér að kynnast þessu og fleirum áreiðanlegum tækjum frá SHARP (22 tegundir.) Á mjög svo sanngjörnu verði, eða þeim mun betri greiðsluskilmálum. Líttu inn í verslun okkar. . . og SHARP tæki verður ef til vill næstbesti vinur þinn. Eins og mig dreymdi um Paradís í æsku Á Filipseyjum verður ferðast gifur- lega mikið um landið, ýmist i flugi og bílum. Eyjarnar eru alls 7107 og það verða heimsóttar a.m.k. fimm, og þá eru ekki nema 7102 eftir. Landið er afar fjölbreytt og einstaklega fagurt. Fyr- ir sjálfum mér er þetta líkast þvi sem mig dreymdi um Paradís í æsku.“ - Hvað varst þú að gera á Filipseyjum í hálft ár? „Ekki neitt, bara að njóta þess að vera þar. Það er ákaflega ódýrt að vera þar, ég held að tæpast sé annað eins til. Mér leiddist aldrei eitt augnablik. Ég ferðaðist mikið um, ferðaðist með strandferðaskipum, líkum Súðinni og Esju, hér í eldgamla daga. Manni var gert að koma um borð í Manilla á ákveðnum tíma til brottfarar. Skipið fór ekki úr höfn fyrr en þremur dög- um eftir það. Svona var allt. Maður svaf um borð og borðaði þar, því það var innifalið i farinu, og svo gat komið fyrir að maður lá tvo til þrjá daga úti á ytri höfn. Þetta var auðvitað þreytandi til lengdar, en skemmtileg lífsreynsla." Að sleppa snjó, roki og rigningu einn vetur Haraldur vann i mörg ár hjá Flugleiðum og eftir það eitt sumar hér fyrir svissneska ferðaskrifstofu. Hann hafði komið til Filipseyja, heillast af landinu og ákvað að dvelja þar einn vetur og sleppa snjó, roki og rigningu. - Þú sagðir að það væri hræódýrt að vera á Filipseyjum. Eru þetta þá hræódýrar ferðir, sem þú stendur fyrir þangað? „Neee, ja hræódýrar eru þær, jú í rauninni eru þær það. Venjulegt fargjald til Filipseyja kostar yfir 30 þúsund krónur. Þessar ferðir hjá mér kosta rúmar 30 þúsund krónur i heild. í þvi er innifalið flug báðar leiðir, að sjálfsögðu, dvölin á Filipseyjum á fyrsta flokks hótelum, morgunverður og allar ferðir innanlands, hvort sem er í flugvél eða bil. Að visu er boðið upp á aukaferðir frá stöðum, þar sem stoppað er nokkra daga, og þær eru ekki innifaldar.“ Engin gamalmenni takk, sagði Bretinn - HvereruönnurstarfssviðFaranda? „Það er að skipuleggja ferðir hópa og einstaklinga, hér innanlands fyrir út- lendinga og utanlands fyrir íslendinga. Ég hef einsett mér að hafa eitthvað óvenjulegt á boðstólnum. Ég hef til dæmis annast undirbúning fyrir farþega sem fór til Suður-Ameriku og undirbúningurinn tók fjóra mánuði. Sérstakar ferdir til f jarlægustu heimshorna — Rabbað við Harald Jóhannsson framkvæmdastjóra ■ Ferðaskrifstofan Farandi var stofn- uð i ársbyrjun 1981. Hún hefur sent frá sér ákaflega'freistandi lýsingu á Filips- eyjaferð, sem fyrirhuguð er um næstu áramót og þess vegna spyrjum við Harald Jóhannsson framkvæmdastjóra, hvort Farandi sérhæfi sig i Austurlanda- ferðum. „Nei. Hinsvegar hef ég verið í Austurlöndum og er kunnugur á Filipseyjum. Ég var þar i sex mánuði samfleytt. Ég varð afskaplega heillaður af þvi landi, það er gósenland fyrir vestræna ferðamenn. Ég ákvað þar á staðnum að fara þangað með hópa héðan og hugsaði mér það sem toppinn á starfi hvers árs. Ég fór þangað í fyrra með 26 manna hóp og ferðin tókst óskaplega vel, og ég byrjaði strax að bóka i aðra ferð, sem verður farin á sama tíma i vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.