Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 22
22 fiÍVÍlVITtJDÁGUR 8. JÚLÍ 1982 „Virmum að eflingu ferðamanna- þjónustu” — segir Benedikt Jónsson ferðamálafulltrúi Vesturlands ■ „Fyrsta kastið miðuin við alla vinnu okkar við Islendinga en framtiðin er að sjá um alhliða ferðamannaþjónustu fyrir alla, jafnt innlenda sem erlenda ferða- menn“ sagði Benedikt Jónsson ferða- málafulltrúi hjá Ferðamálasamtökum Vesturlands i samtaii við Timann en embætti það sem hann gegnir var stofnað sl. vor að tilstuðlan Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og mun þetta vera i fyrsta sinn sem slík landshlutasam- tök standa að tilkomu slikra samtaka. „Alinennt scð þá er ntarkmið okkar að vinna að því að efla og bæta fcrðamannaþjónustuna i þessum lands- liluta en umráöasvæðið nær frá Botnsá og upp i Gilsfjörð. Fyrsta verkefni okkar var að ég fór í ferð um svæðið og safnaði upplýsingum um ástand og aðbúnað á ferðamanna- stöðunum, auk þess sem hugað var að nýjum stöðum og er ætlunin að gefa út hjá okkur upplýsingabækling þar sem ofangreint kemur fram en í framtiðinni ætlum við okkur svo að gefa út veglega handbók.“ Aðspurður um hvernig aðbúnaðurinn væri á ferðamannastöðunum á þessu svæði nú sagði Bencdikt að almennt væri hann góður. „Samgöngur hér eru fjölbreyttar og nú eru vegirnir á þessu svæði almennt góðir til dæmis fór ég um Snæfellsnesið fyrir skömmu og þar voru þeir óvenju- góðir en þess má einnig geta að víða eru nú komnir malbikaðir vegir“ sagði Benedikt. Hann gat þess ennfremur að þótt menn þekktu þetta svæði nokkuð vel þá væri ýmislegt nýtt að finna þar. Hann nefndi sem dæmi að nýlega hefði Hótel Borgarnes stækkað húsnæði sitt um helming, á Ferstiklu væri verið að byggja við söluskálann og þar ætti að koma ferðamannaverslun, innréttaður hefði verið nýr matsalur á Hreðavatni, Búðir væru á hraðri uppleið og í Húsafelli væru möguleikarnir ótæmandi fyrir ferða- manninn. Á þvi svæði sem Ferðamálasamtök Vesturlands ná yfir eru möguleikar á öllum tegundum ferðamáta og útivistar, hótel, sumarhús, hjólhýsi og tjaldbúðir en við viljum gera meira af þvi að auka við útivistarmöguleikana. Með okkur starfa svo önnur samtök og einstaklingar eins og til dæmis bændur og þá opðnast möguleikar á gistingu á einkaheimilum" sagði Benedikt. Hvað framtíðina varðaði í þessum efnum sagði Benedikt að ómögulegt væri að gcra allt i einu, þeir mundu einbeita sér að þeim verkefnum sem þeg- ar væru fyrir hendi og afgreiða þau vel áður en hugað yrði að öðrum nýjungum. Skrifstofa samtakanna er í Borgar- nesi. - FRI ÖRÆFAFERÐIR 1982 12dagaferðir: Brottfarar- 13dagaferðir: Brottfarar- Askja- dagar: Öræfi-Kverk- dagar: Sprengisandur 12. júli, fjöll-Sprengi- 11JÚIÍ 19. júlí sandur 18. júlí 26. júlí 25. júlí 2. ágúst l.ágúst 9. ágúst 8. ágúst. 16.ágúst 23. ágúst Verðkr. 5.040- Verðkr. 5.460 INNIFALIÐ í VERÐI: FULLT FÆÐI, LEIÐSÖGN OG TJALD. HELSTU VIÐKOMUSTAÐIR: Þingvellir-Borgar- fjörður - Akureyri - Ásbyrgi - Hljóðaklett- ar- Dettifoss - Herðu- breiðarlindir- Askja - Mývatn - Sprengisand- ur - Landmannalaugar - Eldgjá - Gullfoss - Geysir - Laugarvatn. Þórsmörk - Skaftafell - Höfn- Hallormsstaður- Kverkfjöll - Mývatn - Sprengisandur - Land- mannalaugar - Eldgjá - Gullfoss Geysir. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar h/f Borgartúni 34, sími 83222 ■ „Fyrsta kastið miðum við vinnu okkar við Islendinga“ segir Benedikt Jónsson ferðamálafulltrúi Vesturlands. Timamynd: Ella. BREYTIR EKKI BRAGÐI NÉ LYKT FUNI uppkveikju á grillkolum. Heildsölubirgðir Halldór Jónsson h/f Heildverslun, Dugguvogi 8—10. Simi 86066.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.