Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 08.07.1982, Blaðsíða 24
Samvinnuferðir, Útsýn og Úrval með ævintýraferðir í Austurlöndum fjær: „Hápunktur dvalarinnar er Taj Mahal musterið” — segir Gyða Sveinsdóttir fararstjóri hjá Útsýn likingu við þessa í framtíðinni, en verð i þessari ferð er 29.000 kr. innifalið allt - flug, akstur og fararstjóm auk morgunverðar. Helgi gat ennfremur um að ferðaskrif- stofan hefði i fyrsta skipti í ár sérstakar ferðir til Sovétríkjanna þ.e. Moskva- Leningrad-Sochi, en þetta væri blanda af fræðslu og skemmtiferð.. Sochi væri baðstrandarstaður við Svartahaf en strendumar þar gefa i engu eftir ströndunum við Miðjarðarhafið. Indland „Við emm nú með ferð um Indland og Nepal í fyrsta sinn hjá okkur en auk þess má geta Thailandsferða sem em að verða árviss viðburður hjá okkur“, sagði Inga Engilberts hjá Úrvali i samtali við Tímann. „Indlandsferðin er dálitið ströng. Þetta er 21 dags ferð um Indland og Nepal og verður meðal annars kynnst trúarbrögðum í þessum löndum, auk ýmissa ferða sem famar verða m.a. á bátum.“ Svipað og hjá Útsýn verður farið til Agra og Taj Mahal musterið skoðað en auk þess verður komið við í þekktustu borgum Indlands eins og Calcutta og Bombay og í Nepal verður dvalið um stund i Kathmandu. Skoðunarferðir verða til hinna heims- frægu Fílahella, Ganges og Panta svo dæmi séu tekin. Kostnaður við þessa 21 dags ferð á hvem þátttakenda var á gengi 1.6. 27.000 kr. og innifalið er flug, gisting, rútuferðir og 1/2 fæði eftir stöðum. - FRI. ■ „Allir ættu að veita sér svona ferð einu sinni á ævinni“ segir Gyða Sveinsdóttir hjá Útsýn. Tímamynd: Róbert. ■ „Ég hef verið þama tvisvar áður og hef sagt það að hver og einn ætti að veita sér það einu sinni á ævinni að fara í svona ferð“ sagði Gyða Sveinsdóttir hjá Útsýn, cn hún verður fararstjóri i 24 daga ferð ferðaskrifstofunnar um Ind- land og Nepal. Auk Útsýnar eru Samvinnuferðir/ Landsýn og Úrval með ævintýraferðir um austurlönd fjær, en það em ferðir um Indland og Nepal auk ferða til Thailands. „Ferðin hjá okkur hefst i Indlandi og fyrir þá sem hafa aldrei komið þangað er þetta algert „kúltúrsjokk“. Bæði gamla og nýja Delhi em skoðuð og síðan farið til Agra þar sem Taj Mahal musterið er skoðað en það tel ég vera hápunkt ferðarinnar. ■ Ferðast um á fOum i Indlandi. Á Indlandi leggjum við megináhersl- una á menningu og sögu landsins en i Nepal er megináhersla lögð á útiveru." Ævintýraleg upplifun „Meðal þess sem gert verður í Nepal em bátsferðir, dvöl i frumskóginum og vikuganga um Himalyafjöll, en þetta alltsaman er ævintýraleg upplifun. Dýralífið er mjög fjölskrúðugt og áhugavert fyrir okkur frá íslandi að sjá villtu dýrin þar, tigrisdýr, nashyrninga, dádýr og óteljandi tegundir fugla svo dæmi séu nefnd. Hvað vikugönguna í fjöllunum áhrær- ir þá er hún ekki eins erfið og gönguferðir hér heima, þvi við verðum með burðarmenn, þessa þekktu Sherpa, sem bera allan farangur. Gangan hefst í 900 m hæð og hæst er farið í 3200 m. Gengið er eftir þjóðveginum í fjöllunum og er mjög litríkt þar, þar sem þetta er aðalverslun- arleiðin á milli sveitabæjanna og þorpanna og ekki óalgengt að sjá fólk með allt að 70-80 kg. bagga á bakinu," sagði Gyða. í máli Gyðu kom fram að kostnaður nemur 32.500,- fyrir þátttöku í þessari ferð og er þá allt innifalið, gisting, matur og allar ferðir hvort sem er með flugi, bilum, fílum eða bátum. Búið ér á góðum hótelum i stórborgunum en tjaldbúðum i göngu- og bátsferðunum. Aðspurð sagði alltaf undan- farin ár hefði ferðas1,.ii„ . gt svona stórferðir og svo mu. .crða áfram. Singapore-Bali-Bankok „Við erum með sérstaka ævintýraferð um Singapore-Bankok-Bali og er um 17 ■ Dansmær á Bali. ■ Gönguferðir um Himalajafjöll eru ævintýri sem seint gleymast. hérlendis. Bali er rómuð fyrir náttúru- fegurð og mannlíf, en fyrir utan það eru baðstrendur þar með þeim bestu sem þekkjast i heiminum. Singapore er sjálfstætt borgríki við Malacca-sundið og um það liggja fjölförnustu sigiingaleiðir SA-Asiu þannig að borgin er mjög litrík og skemmtileg. Aðspurður sagði Helgi að þetta væri aðeins byrjunin hjá þeim og mundi ferðaskrifstofan vera með fleiri ferðir í daga ferð að ræða“, sagði Helgi Jóhannsson sölustjóri hjá Samvinnu- ferðum/Landsýn í samtali við Tímann. „Fyrst verður flogið til Kaupmanna- hafnar en síðan þaðan til Bankok i Thailandi, yfir til Bali, svo Singapore og aftur til Kaupmannahafnar, en á öllum þessum stöðum verða skoðunarferðir þar sem ferðalangurinn kynnist menn- | ingu og mannlífi þessara landa“. Ferðir til Bankok hafa verið farnar héðan en Singapore og Bali eru tiltölulega nýir staðir i ferðaáætlunum %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.