Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 1
Blaðauki um íþróttir - bls. 11, 12, 13 og 14 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Föstudagur 9. júlí 1982, 153. tbl. 66. árg. Erlent yfirlit: Fangi af Litla-Hrauni strauk af Borgarspítalanum: REIF SIG LAUSAN BURT FRA HJÚKRUNARKONUNNI Leit lögreglunnar að honum árangurslaus í gærkveldi bls. 7 ■ Lögreglan i Reykjavík gerði mikla leit að strokufanga frá Litla Hrauni i gærkvöldi. Strokufanginn, þritugur sibrota- maður, þurfti ásamt samfanga sínum að leita sér lækninga á Borgarsjúkra- húsinu i gærmorgun. Voru þeir fluttir þangað af lögreglumönnum úr Reykja- vik. Lögreglumönnunum var ætlað að gæta fanganna meðan þeir væru á sjúkrahúsinu. Strokufanginn þurfti til skoðunar inn á sérstöku herbergi i sjúkrahúsinu. Á leið þangað reif hann sig lausan frá hjúkrunarkonu sem með honum var. Frá henni hljóp hann eftir löngum gangi að næstu dyrum og áttaði hún sig ekki fyrr en hann var kominn í gegn ■ Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum hefur hafið starfsemi sína að nýju á þessu sumri. Mikið er um að vera þar að vanda. Þessi mynd var tekin þar upp frá nýlega en þar voru þá m.a. stödd ung hjón með fritt föruneyti, á þriðja tug vina og ættingja, til að halda upp á fimm ára brúðkaupsafmæli sitt. Einn liðurinn i hátíðarhöldunum var heljarmikil grillveisla, þar sem lambaskrokkur var grillaður undir bcrum himni. Hér má sjá annan gestgjafann (sá með svuntuna) með nokkrum gesta sinna við matseldina. Timamynd: Kás. Sjá nánar bls. 16-17. Dagur ílffi — bls. 10 Húsoivt- ingahús - bls. 6 um þær og í hvarf. Leitað var á sjúkrahúsinu lengi dags í gær og sást hvorki tangur né tetur af fanganum og var þvi talið fullvist að hann hefði sloppið óséður út af sjúkrahúsinu. -Sjó Fyrirsjáanleg húsnæðisekla hjá stúdentum í haust: Ævintýra- mynd bls. 23 40%BUA í LEIGU- HÚSNÆÐI ■ Félagsstofnun stúdenta hefur ákveð- ið að starfrækja húsnæðismiðlun fyrir stúdenta fram til miðs september á þessu ári, ef það gæti orðið til þess að létta þeim leit að húsnæði, en samkvæmt könnun sem framkvæmd hefur verið í Háskóla íslands búa nálægt 40% þeirra i leiguhúsnæði. Aðeins hefur verið unnt að veita 163 stúdentum garðsvist, eða um 4.5% þeirra. Sl. vetur voru 1258 stúdentar, eða 34.7%, í foreldrahúsum. Fastlega má reikna með að stór hluti þessa fólks leiti út á leigumarkaðinn á þessu ári, og þvi þykir sýnt að húsnæðisekla stúdenta muni aukast ef eitthvað er. -Kás Reyndu að smygla 100 grömmum af hassi ■ Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann um eitt hundrað grömm af hassi við leit á tveimur ungum mönnum sem komu með flugvél frá Kaupmannahöfn siðdegis í gær. Að sögn Gísla Björnssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykja- vik, var annar maðurinn með hassið falið í skónum, en hinn í farangri sínum. > Við yfirheyrslur hjá fíkniefnalögregl- unni í gær, gerðu mennirnir, sem báðir eru úr Hafnarfirði, grein fyrir hvar þeir komust yfir hassið og var þeim síðan sleppt. -Sjó. !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.